Skessuhorn


Skessuhorn - 11.09.2019, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 11.09.2019, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 11. SEPtEMBER 2019 13 SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 Verkefnastjóri Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) óska eftir að ráða verkefnastjóra. Viðkomandi starfar að verkefnum á öllu Vesturlandi. Starfssvið: • Ráðgjöf við fyrirtæki, einstaklinga og sveitarfélög varðandi menningarmál • Umsjón með styrkveitingum Uppbyggingarsjóðs Vesturlands til menningarverkefna • Vinna við áhersluverkefni sóknaráætlunar Vesturlands og önnur byggðaþróunarverkefni • Eftirfylgni með velferðarstefnu Vesturlands Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í starfi • Þekking á menningarlífi og sveitarfélögum á Vesturlandi er mikils virði • Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum • Frumkvæði, fagmennska og geta til að vinna sjálfstætt • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti • Góð tölvukunnátta Upplýsingar veita: Geirlaug Jóhannsdóttir geirlaug@hagvangur.is Gyða Kristjánsdóttir gyda@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 23. september 2019. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf. Katrín Jóna Ólafsdóttir er uppal- in í Stykkishólmi en flutti á Akra- nes þegar hún var í fimmta bekk grunnskóla. Eftir nám þar fór hún í Fjölbrautaskóla Vesturlands þar sem hún fór á félagsfræðibraut en fann fljótlega að bóknám ætti ekki við hana. „Ég skoðaði þá iðn- nám og ætlaði að fara í vélvirkjun og tók grunninn fyrir það á Akra- nesi. Mér fannst það ekki henta mér heldur svo ég fór í bílamálun í Borgarholtsskóla,“ segir Katrín Jóna sem er í dag með sveinspróf í bílamálun og vinnur hjá McLa- ren á Englandi. Hjá McLaren eru, eins og bílaáhugafólk þekk- ir, framleiddir sportbílar. Aðspurð segist hún þó ekki alltaf hafa haft áhuga á bílum. „Áhuginn kom eig- inlega ekki fyrr en ég var að verða 17 ára en fyrir það hafði ég eig- inlega ekkert spáð í bílum,“ segir hún og hlær. Ánægð hjá McLaren Katrín Jóna segist hafa átt erfitt með andrúmsloftið á síðasta vinnu- stað hér á Íslandi og því ákveð- ið að leita að vinnu erlendis og þá horfði hún helst til Englands og Danmerkur. „Það var komið frek- ar illa fram við mig í vinnunni á Ís- landi og síðustu mánuðina fékk ég ekkert að mála. Ég sá auglýst eftir fólki hér hjá McLaren og ég ákvað að sækja um og kom svo hingað í sumar með sex mánaða samning,“ segir Katrín Jóna ánægð en hún stefnir á að koma aftur heim í des- ember. „Mér líður mjög vel hér og allir koma vel fram við mig. Það er svolítil karlamenning í svona störf- um en ég hef ekki fundið það hér, þó við séum ekki margar stelpur. Þetta er rosalega skemmtileg vinna og það er gaman að fá að sjá nýja bíla sem engin hefur séð og fá að taka þátt í að framleiða eitthvað al- veg glænýtt. Þetta starf hefur kennt mér helling.“ En hvað er það sem Katrín Jóna gerir hjá McLaren? „Það eru tvö málningarverkstæði hér á svæðinu, McLaren Produc- tion Center og McLaren techno- logy Center, MPC er stærra og þar eru bílarnir málaðir á færiböndum. MtC er minna og þar eru mál- uð minni stykki á bílana, hurð- ar, húdd og fleira og ég vinn þar. Allt sem er gert hér, hvort sem það er málning eða samsetning á bíl- um, er handgert, engin vélmenni sem gera neitt eins og hjá mörgum öðrum bílaframleiðendum,“ svar- ar Katrín Jóna og bætir því við að hún er mest að mála hurðar á Spi- der bílana og að grunna eða glæra gluggaramma. „Það er líka gaman að segja frá því að þeir sem vinna hér muna ekki eftir neinum öðr- um en mér sem hafa fengið að mála fyrsta daginn,“ segir hún. Má ekki hafa síma í vinnusalnum Mjög strangar kröfur eru gerðar á starfsmenn McLaren um að upp- ljóstra engu um bílana sem þar eru framleiddir og því er takmarkað sem Katrín Jóna má segja frá vinnunni. „Það er listi yfir það sem við meg- um ekki segja og við þurfum bara að passa okkur vel. Símar eru líka bannaðir í vinnusölum og það má ekki taka myndir inni í bygging- unni nema gæta vel að snúa mynda- vélinni frá öllu því sem er unnið að. Fyrst fannst mér pínu sérstakt að geta ekki haft símann á mér en svo finnst mér þetta bara mjög fínt. Ég næ að einbeita mér mikið betur að því sem ég er að gera og það er bara gott að vera ekki með símann,“ seg- ir hún kát. Spurð hvað taki við þeg- ar hún kemur heim í desember seg- ist hún ekki vera farin að hugsa svo langt. „Ég er ekki búin að ákveða neitt,“ segir hún. arg Katrín Jóna vinnur sem bílamálari fyrir sportbílaframleiðandann McLaren Katrín Jóna í málaragallanum. Ljósm. aðsend

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.