Skessuhorn


Skessuhorn - 11.09.2019, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 11.09.2019, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 11. SEPtEMBER 2019 7 Lenging Norðurgarðs, stálþilsrekstur 2019 Grundarfjarðarhöfn mun í lok vikunnar auglýsa eftir tilboðum í ofangreint verk. Helstu verkþættir þess eru: Gerð á 90m löngum bermugarði. Rekstur 122 stálþilsplatna, steypa akkerisplötur, uppsetning staga og festinga. Jarðvinna aftan við stálþil. Steypa kantbita með pollum, uppsetningu á stigum og fríholtum. Nánari upplýsingar um verkið, s.s. um verktíma og til- boðsfrest, verða gefnar í auglýsingu sem birtast mun síðar í þessari viku á útboðsvef hins opinbera, á vefsíðu Vegagerðarinnar – vegagerdin.is og á vefsíðu Grundar- fjarðarbæjar – grundarfjordur.is Hafnarstjóri Grundarfjarðarhafnar Grundarfjarðarhöfn SK ES SU H O R N 2 01 9 Í sumar bauð Borgarbyggð út gatnagerð í Bjargslandi í Borgar- nesi. tilboð voru opnuð 22. ágúst síðastliðinn. Eitt tilboð barst og var ákveðið að ganga til samninga við Borgarverk ehf. á forsendum þess. Framkvæmdirnar hefjast í haust og áætlað að þeim verði lokið 1. des- ember næstkomandi. mm Matvælastofnun varar við neyslu á kjúklingum merktum vörumerkj- um Holta, Kjörfugls eða Krón- unnar með rekjanleikanúmerunum 003-19-31-201 og 001-19-31-302. Fyrirtækið Reykjagarður ehf. hefur stöðvað dreifingu og hafið innköllun eftir greiningu salmonellu í tveimur sláturhópum í innra eftirliti fyrirtæk- isins. Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotur: Vöruheiti: Holta, Kjörfugl eða • Krónan R e k j a n l e i k a n ú m -• er: 003-19-31-201 og 001-19-31-302 Dreifing: (Birtur verður dreif-• ingarlisti um leið og hann berst Matvælastofnun). Neytendur sem hafa keypt kjúk- linga með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir um að skila vörunni í við- komandi verslun eða beint til Reykja- garðs að Fosshálsi 1, 110 Reykjavík. tekið skal fram að ef áprentuðum leiðbeiningum á umbúðum er fylgt og kjúklingurinn steiktur í gegn þá er hann hættulaus neytendum. tryggja þarf að blóðvökvi komist ekki í aðra matvöru. Ekki liggur fyrir grunur um að aðrar afurðir hjá Reykjagarði séu mengaðar af salmonellu. -fréttatilkynning Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti þingsályktunartillögu um stefnu ríkisins í málefnum sveitar- félaga á aukalandsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem hald- ið var í síðustu viku. Skessuhorn fjallaði nýverið um þessar tillögur. Sigurður Ingi sagði á þinginu það vera ánægjulegt að í fyrsta skipti hafi nú litið dagsins ljós heildar- stefna í málefnum sveitarfélaga. Í lok landsþings var samþykkt til- laga stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga að mæla með því að Alþingi samþykki þingsályktun- artillögu um stefnumótandi áætl- un ríkisins í málefnum sveitarfé- laga fyrir árin 2019-2033 og að- gerðaáætlun fyrir árin 2019-2023. Í samþykkt þingsins segir: „Í til- lögunni er gert ráð fyrir veglegum fjárhagslegum stuðningi Jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga við sameiningar sveitarfélaga og því er mikilvægt að ríkissjóður veiti sérstök fjárframlög til sjóðsins til að fjármagna þann stuðning.“ Í þingsályktunartillögunni er áhersla lögð á sjálfbærni sveitar- félaga og lýðræðislega starfsemi þeirra, sjálfsstjórn sveitarfélaga og ábyrgð þeirra og loks að tryggð verði sem jöfnust réttindi og að- gengi íbúa að þjónustu. Stefnu- mörkuninni fylgir aðgerðaráætlun til fimm ára og tilgreindar eru ell- efu aðgerðir sem vinna ber að til að ná settum markmiðum. Þá er lagt til að lágmarksfjöldi íbúa í næstu sveitarstjórnarkosningum verði 250 en þúsund að lágmarki í kosn- ingunum 2026. mm Gatnagerð í Bjargslandi Frá undirskrift samnings. F.v. Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks, Gísli Karel Halldórsson frá Verkís og Gunnlaugur Júlíusson sveitarstjóri. Ljósm. Borgarbyggð. Grunur um salmonellu í kjúklingi Sveitarstjórnarfólk fylgjandi tillögu ráðherra

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.