Skessuhorn


Skessuhorn - 11.09.2019, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 11.09.2019, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 11. SEPtEMBER 20196 Neyðarhnappar styrkhæfir LANDIÐ: Svandís Svavars- dóttir heilbrigðisráðherra hef- ur gert breytingu á reglugerð um styrki vegna hjálpartækja sem tryggir íbúum í leiguíbúð- um á vegum sveitarfélaga sama rétt til greiðsluþátttöku sjúkra- trygginga vegna kaupa á neyð- arhnappi og aðrir. Með reglu- gerðarbreytingunni er brugðist við áliti umboðsmanns Alþing- is. Álitið fjallaði um kvörtun einstaklings sem var leigjandi í íbúð sveitarfélags og var synj- að um styrk til kaupa á neyð- arhnappi á þeirri forsendu að greiðsluþátttaka sjúkratrygg- inga vegna neyðarhnappa næði ekki til íbúða á vegum sveitar- félaga. -mm Fjúkandi trampólín AKRANES: Hvasst var á Akra- nesi að morgni síðasta laugar- dags. Lögregla var kölluð út vegna trampólíns sem var að fjúka kl. 7:30 að morgni. tram- pólínið var fært í skjól og bund- ið niður. Sama morgun hafði íbúi á Sandabraut samband við lögreglu vegna þess að þakplöt- ur höfðu losnað af húsi hans í hvassviðrinu. Lögregla kom á staðinn og óskaði eftir aðstoð Björgunarfélags Akraness sem kom og festi þakplöturnar nið- ur. Í kjölfarið gerði úrhellisrign- ingu og var meðfylgjandi mynd tekin þá. -kgk Píratar dala en Samfylking vex LANDIÐ: Í nýrri könnun Gall up á fylgi við stjórnmála- flokka kemur fram að fylgi Pí- rata minnkar um rösklega þrjú prósentustig frá síðustu mæl- ingu og segjast ríflega 9% þeirra sem taka afstöðu myndu kjósa flokkinn færu kosningar til Al- þingis fram í dag. Fylgi Sam- fylkingarinnar eykst um nær tvö prósentustig milli mælinga en tæplega 16% segjast myndu kjósa flokkinn nú. Fylgi annarra flokka breytist lítið milli mán- aða, eða um 0,1-1,2 prósentu- stig og eru breytingarnar ekki tölfræðilega marktækar. Nær 22% segjast myndu kjósa Sjálf- stæðisflokkinn, rúmlega 13% Miðflokkinn, næstum 13% Vinstri græn, rösklega 11% Viðreisn, ríflega 8% Framsókn- arflokkinn, um 4% Flokk fólks- ins og nær sama hlutfall Sósíal- istaflokk Íslands. Næstum 11% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa og sama hlutfall tekur ekki afstöðu eða neitar að gefa hana upp. -mm Ætisveppir eða eitraðir? LANDIÐ: Nú er tími sveppa- tínslu. Ætisveppir hafa lengi vel verið ræktaðir eða tíndir villtir og hefur áhugi á neyslu þeirra aukist á Norðurlöndunum und- anfarna áratugi. Nauðsynlegt er fyrir þá sem stunda sveppatínslu eða -ræktun að búa yfir nægjan- legri þekkingu á ætisveppum til geta greint ætisveppi frá þeim óætu. Í tilkynningu frá Mat- vælastofnun kemur fram að Norræna ráðherranefndin hef- ur gefið út skýrslu með ráðlegg- ingum um ætisveppi sem ætl- aðar eru matvælafyrirtækjum, verslunum og opinberu mat- vælaeftirliti. Markmið skýrsl- unnar er að m.a. að tryggja að neytendum bjóðist svepp- ir sem eru rétt tegundagreind- ir og öruggir til neyslu. „Skýrsl- unni er skipt í tvo hluta: Fyrri hlutinn inniheldur Norrænan spurningalista, ásamt leiðbein- ingalistum yfir ætisveppi sem selja má á markaði. Í seinni hlut- anum er að finna almennar bak- grunnsupplýsingar um svepp- ina, ásamt áhættumati fyrir yfir 100 tegundir of sveppum m.t.t. eiturefnainnihalds og hvort öruggt sé að neyta þeirra. Nálg- ast má fyrri hluta skýrslunnar á íslensku og fyrri og seinni hluta á ensku á vefnum mast.is. -mm Ekið á fé VESTURLAND: Nokk- uð hefur verið um óhöpp þar sem ekið hefur verið á sauðfé í umdæmi Lögreglunnar á Vest- urlandi undanfarna viku. Lög- regla minnir á að núna er tími réttanna að ganga í garð og vill beina því til ökumanna að gæta sérstakrar aðgátar þegar sauðfé er í kringum vegi. Í einu tilviki þar sem mikið af sauðfé var að fara yfir veg í síðustu viku tók lögregla sig til og lokaði vegin- um rétt á meðan. -kgk Hinn 42 ára gamli Scania körfu- bíll Slökkviliðs Akraness og Hval- fjarðasveitar hefur staðið ónothæf- ur frá því í vor þegar úttekt Vinnu- eftirlitsins leiddi í ljós að búnaði í honum er ábótavant. Nú er búið að leggja númer bílsins inn til geymslu. Körfubílar eru dýr tæki en nýr bíll er talinn kosta um 80 milljónir króna. Það er nú til skoðunar hjá sveitar- félögunum sem standa að slökkvi- liðinu hvernig fjármagna megi kaup á öðrum bíl. Þar til lausn fæst þarf að treysta á aðstoð frá slökkviliðum á höfuðborgarsvæðinu eða í Borg- arnesi. Þráinn Ólafsson slökkviliðs- stjóri segir að ef til bruna kæmi í háreistum húsum verði að auki að treysta á aðstoð verktaka sem eiga skotbómulyftara, krana og annan tækjakost sem nýst gæti við slíkar aðstæður. „Strangt til tekið hefur slökkviliðið ekki nú búnað til að ná upp á fimmtu hæðir húsa og allt þar fyrir ofan,“ segir hann. Að sögn Þráins lítur hann það al- varlegum augum að enginn nothæf- ur körfubíll sé nú í flota liðsins. Á svæðinu eru fjölmörg háreist fjöl- býlishús og stærri iðnaðarhús sem krefjast þess að búið sé yfir réttum búnaði ef eldur kemur upp. „Það segir sig sjálft á starfssvæði með á níunda þúsund íbúa og stóriðjufyr- irtæki á Grundartanga, þá verður slökkviliðið að vera vel tækjum búið. Ég treysti hins vegar á að sveitar- félögin líti málið sömu augum og við og tryggi fjármögnun á nýjum körfubíl hið allra fyrsta. Sveitar- stjórnarfólk sýnir málinu skilning og ég er því vongóður að úr rætist innan tíðar,“ segir Þráinn. mm Slökkviliðið án körfubíls frá því í vor Scania árgerð 1977, körfubíll Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar, hefur staðið án númera frá í vor. Vegagerðin, í samráði við Reykja- víkurborg, hefur undanfarið unn- ið að undirbúningi vegna breikk- unar Vesturlandsvegar á um 9 km kafla milli Varmhóla og vegamóta Hvalfjarðarvegar. Um er að ræða breikkun Vesturlandvegar í 2+1 veg ásamt gerð þriggja hringtorga, þ.e. við Móa, Grundarhverfi og Hval- fjarðarveg. Samhliða breikkuninni verður vegtengingum fækkað og í staðinn gerðir hliðarvegir ásamt reiðstígum og stígum fyrir gang- andi og hjólandi vegfarendur. Fram kemur í auglýsingu frá Vegagerð- inni að framkvæmdin sé matsskyld samkvæmt lögum um mat á um- hverfisáhrifum nr. 106/2000. Drög að tillögu að matsáætlun fyrir ofangreinda framkvæmd hafa nú verið lögð fram til kynningar. Allir geta kynnt sér drögin og lagt fram athugasemdir. Athugasemda- frestur er frá 5. til 19. september 2019. Athugasemdir skal merkja „Breikkun Vesturlandsvegar“ og senda með tölvupósti á netfangið jon.agust.jonsson@efla.is eða með bréfpósti á: EFLA verkfræðistofa, Jóns Ágúst Jónsson, Lynghálsi 4, 110 Reykjavík. mm Lýst eftir athugasemdum vegna breikkunar Vesturlandsvegar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.