Skessuhorn


Skessuhorn - 11.09.2019, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 11.09.2019, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 11. SEPtEMBER 20192 Nú þegar fyrsta haustlægð árs- ins hefur gert vart við sig er rétt að minna fólk á að huga að lausa- munum í görðum og víðar. Á þess- um árstíma fer allra veðra að vera von og fljúgandi trampólín geta valdið tjóni, bæði efnislegu og til- finningalegu. Fremur hæg suðvestlæg eða breytileg átt á morgun. Víða dá- lítil rigning en styttir smám sam- an upp norðaustanlands. Hiti 4 til 9 stig að deginum. Suðvestan 5-13 m/s á föstudag, hvassast á Suður- landi. Skúrir en úrkomulítið fyr- ir austan. Hiti 6 til 10 stig. Ákveð- in austlæg átt og talsverð rigning á laugardag, en vestlæg átt um kvöldið. Hiti 5 til 10 stig. Á sunnu- dag og mánudag er útlit fyrir vest- læga átt með rigningu eða skúr- um, einkum um vestanvert landið. Kólnar heldur í veðri. „Ætlar þú að stunda líkamsrækt í haust?“ var spurningin sem lesend- ur gátu svarað á vef Skessuhorns í síðustu viku. „Já, reglulega“ sögðu flestir, eða 38% og næstflestir sögðu „já, af og til“ eða 26%. „Nei, sleppi því“ sögðu heiðarlegustu 25% svarenda og „veit það ekki“ svöruðu 10%. Í næstu viku er spurt: Ætlar þú í göngur eða/og réttir í haust? Markahrókurinn Sigurður Hrann- ar Þorsteinsson hefur verið iðinn við kolann með 2. flokki ÍA í sum- ar. Hann er markahæstur með 20 mörk í sumar í liði ÍA sem hefur þegar tryggt sér Íslandsmeistaratit- ilinn. Sigurður Hrannar er Vestlend- ingur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Fjórir sækja um stöðu skóla- meistara FVA AKRANES: Umsóknarfrest- ur um embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi rann út 1. sept- ember síðastliðinn. Mennta- og menningarmálaráðu- neyti bárust fjórar umsókn- ir um embættið. Umsækjend- ur eru: Ágústa Elín Ingþórs- dóttir skólameistari, Steinunn Inga Óttarsdóttir sérfræðing- ur hjá Félagi framhaldsskóla- kennara, Steingrímur Bene- diktsson framhaldsskólakenn- ari og Þorbjörg Ragnars- dóttir aðstoðarskólameistari. „Miðað er við að mennta- og menningarmálaráðherra skipi í embættið til fimm ára frá og með 1. janúar 2020, sbr. 6. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 90/2008 og laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkis- ins, nr. 70/1996,“ segir í til- kynningu frá ráðuneytinu. -mm Rafmagnslaust á Skarðsströnd DALABYGGÐ: Vegna spennaskipta og línuvinnu var rafmagnslaust á Skarðsströnd milli kl. 13:00 og 16:00 í gær, þriðjudaginn 10. september. Einnig verður rafmagnslaust á sama tíma í dag og á morg- un vegna vinnu við spenna og línur. Mögulega kemur raf- magn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna próf- unar, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Dalabyggð- ar. Nánari upplýsingar veit- ir svæðisvakt Rarik á Vestur- landi. -kgk Gæsaskyttur í vandræðum DALABYGGÐ: Haft var samband við Lögregluna á Vesturlandi um kl. 1:00 að- fararnótt laugardags vegna tveggja gæsaveiðimanna í Haukadal sem ekki höfðu skil- að sér heim. Kallað var eftir aðstoð Björgunarsveitarinn- ar Óskar í Búðardal en gæsa- skytturnar höfðu síðan sjálfar samband við lögreglu. Menn- irnir höfðu farið til veiða á fjórhjóli og síðan lent í vand- ræðum þegar hjólið bilaði. Af þeim sökum skiluðu þeir sér ekki heim tímanlega. -kgk Á nöglum VESTURLAND: Einn öku- maður var sektaður fyrir notk- un nagladekkja í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi í liðinni viku. Naglar voru í öll- um dekkjum bílsins og hlaut ökumaðurinn því 80 þús. kr. sekt, eða 20 þús. kr. fyrir hvert dekk. Lögregla minnir á að notkun nagladekkja er óheim- il frá 15. apríl til 31. október. Þó er tekið tillit til veðurs og færðar, en það átti ekki við í þessu tilfelli þar sem ekið var innanbæjar í þéttbýli. -kgk til stendur að lengja fæðingarorlof foreldra og hyggst Ásmundur Ein- ar Daðason félags- og barnamála- ráðherra leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um fæð- ingar- og foreldraorlof nú á haust- þingi. Þar verður lagt til að lengdur verði sameiginlegur réttur foreldra til fæðingarorlofs úr níu mánuð- um í tólf í tveimur áföngum á ár- unum 2020 og 2021. Þannig mun samanlagður réttur foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tek- in í varanlegt fóstur 1. janúar 2020 eða síðar, lengjast um einn mánuð eða úr níu í tíu mánuði. Síðan mun samanlagður réttur foreldra barna lengjast um tvo mánuði til við- bótar og fer þá úr tíu mánuðum í tólf mánuði. Heildarkostnaður við lengingu fæðingarorlofs er áætlað- ur um fjórir milljarðar króna á árs- grundvelli þegar áhrifin verða að fullu komin fram. Mánaðarlegar hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði voru lækk- aðar verulega í kjölfar efnahags- hrunsins 2008 og fóru lægst niður í 300 þúsund krónur. Frá árinu 2013 hafa hámarksgreiðslur úr sjóðnum farið hækkandi en í síðustu tveim- ur fjárlögum hafa verið stigin skref og eru hámarksgreiðslur nú 600 þúsund krónur á mánuði. Heildar- kostnaður vegna hærri hámarks- greiðslna síðustu tveggja ára nem- ur um sex milljörðum á ársgrund- velli þegar áhrifin verða að fullu komin fram. Foreldrum sem þiggja greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði, og nýta þar með rétt sinn til fæðingarorlofs, hefur fjölgað samhliða hækkun- um á hámarksgreiðslum úr sjóðn- um. Þannig nýttu 95% foreldra, sem áttu rétt til fæðingarorlofs árið 2018, rétt sinn samanborið við 91% foreldra árið 2015. Útlit er fyrir að þeim foreldrum, sem nýta rétt sinn til fæðingarorlofs, fjölgi enn frekar í ár en útgjöld Fæðing- arorlofssjóðs hækkuðu um 22% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs bor- ið saman við sama tímabil í fyrra. „Að hluta má rekja þá hækkun til þess að fleiri foreldrar nýta rétt sinn til fæðingarorlofs en auk þess eiga fleiri foreldrar rétt á greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði en áður og færri foreldrar fá greidda fæðingar- styrki sem greiddir eru beint úr rík- issjóði. Þá hefur hækkun hámarks- greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði bein áhrif á útgjöld sjóðsins auk þess sem fleiri foreldrar fá greidd- ar hámarksgreiðslur úr sjóðnum vegna almennt hærri launa,“ segir í tilkynningu frá félagsmálaráðu- neytinu. mm/ Ljósm. úr safni. Litlir hópar fólks frá Nýnasista- samtökunum Norðurvígi voru í síðustu viku á ferð á nokkrum stöðum um suðvestan- og vestan- vert landið. Reykvískir fréttamiðl- ar greindu frá því að þeir hafi verið á Lækjartorgi. Þá voru þeir sömu- leiðis á ferð á Akranesi, í Borgar- nesi og uppsveitum Borgarfjarðar. Hópar fólks með fána með merki Norrænu mótstöðuhreyfingarinn- ar stilltu sér upp við innganga í verslanamiðstöðvar, við litla hrifn- ingu almennings og verslanaeig- enda. Dæmi voru um að almenn- ingur treysti sér ekki framhjá fólk- inu, taldi sér stafa ógn af því. Þá fóru þessir sömu aðilar einnig um íbúðahverfi m.a. á Akranesi og dreifðu áróðri og límdu miða á ljósastaura. Sömu sögu var að segja frá stöðum eins og Deildartungu- hver og Hraunfossum í Borgar- firði. Um er að ræða regnhlífarsam- tök nýnasistahreyfinga á Norður- löndum, félagasamtök sem varað er sterklega við sem hryðjuverka- samtök. mm Dilkaslátrun hófst í smáum stíl um mánaðamótin í Sláturhúsi Vestur- lands í Brákarey í Borgarnesi. Nú er beðið eftir að fé heimtist af fjalli og mun aukinn þungi færast í dilka- slátrun á næstu dögum. Sem fyrr er það rekstrarfélagið Sláturhús Vest- urlands ehf. sem tekur húsið á leigu en Guðjón Kristjánsson er fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Þá hef- ur Anna Dröfn Sigurjónsdóttir ver- Lengja fæðingarorlof í áföngum upp í tólf mánuði Slátrun er hafin í Sláturhúsi Vesturlands í Brákarey ið ráðin til að sinna gæða- og mark- aðsmálum og yfirslátrari verður sem fyrr Jón Eyjólfsson á Kópa- reykjum. Eiríkur Blöndal er formað- ur stjórnar félagsins. Hann segir í samtali við Skessuhorn að áfram verði lögð áhersla á að reka húsið sem þjónustusláturhús fyrir bænd- ur sem vinna sjálfir að fullvinnslu og sölu afurða sinna. „Við leggjum mikla áherslu á þennan þjónustu- þátt, til dæmis að geta látið kjötið hanga eins og þarf og munum að auki bjóða upp á aukna kjötvinnslu í húsinu og aðlaga hana að þeim ósk- um sem bændur hafa þar um. Al- mennt er stefna okkar sú að aðstoða bændur við að ná fram þeim styrk- leikum í vörunni sem þeir sækj- ast eftir til dæmis við sölu á kjöti beint frá býli,“ segir Eiríkur. Dilk- um verður slátrað nú í haust en eft- ir það segir Eiríkur að stefnt sé að stórgripa- og hrossaslátrun reglu- lega allt árið. Guðjón Kristjánsson fram- kvæmdastjóri segir að nú sé ágætur meðbyr með starfseminni. „Það er vaxandi áhugi á því að vera með af- urðir úr héraðinu og margir bænd- ur eru með fastan viðskiptamanna- hóp og gera út á ýmsa sérstöðu. Það er ágætt að þurfa ekki að flytja mat- inn of langt og þetta er gott fyrir menninguna og matarupplifunina, sem og umhverfið líka. Margir veit- ingastaðir og ekki síður mötuneyti fyrirtækja vilja vera með staðbund- ið hráefni af þekktum uppruna. Þar komum við sterk inn,“ segir Guð- jón Kristjánsson. mm Slátrun í Sláturhúsi Vesturlands. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Meðfylgjandi sýnir hóp framan við verslanamiðstöðina við Smiðjuvelli á Akranesi. Ljósm. fengin af íbúasíðu Akurnesinga á Facebook, tók Hafþór Páls. Nýnasistar breiddu út boðskap sinn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.