Skessuhorn


Skessuhorn - 11.09.2019, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 11.09.2019, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 11. SEPtEMBER 201920 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Á síðustu dögum hafa borist fréttir af alvarlegum veikindum í hundum í Noregi. talsverður fjöldi hunda hefur veikst og samkvæmt nýlegum upplýsingum er talið að á annan tug hunda hafi drepist en þeir gætu þó verið fleiri. Matvælastofnun hef- ur tekið ákvörðun um að heimila ekki innflutning hunda frá Noregi þar til nánari upplýsingar um orsök veikindanna liggur fyrir. „Helstu einkenni sjúkdómsins eru blóðug uppköst og niðurgang- ur. Norska dýraheilbrigðisstofn- unin ásamt norsku matvælastofn- uninni (Mattilsynet) vinnur nú að greiningu í samráði við dýralækna- háskólann í Noregi og þá dýraspít- ala sem hafa haft veika hunda til meðhöndlunar. Fjöldi sýna hefur veri tekinn til rannsóknar og fjórir hundar hafa verið krufðir. Flest til- fellin hafa komið upp í Ósló og ná- grenni. Um er að ræða mjög bráð veikindi sem dregur hundana til dauða á u.þ.b. sólarhring jafnvel þrátt fyrir mikla meðhöndlun. Þó eru dæmi um hunda sem sýna væg- ari einkenni og virðast hafa komist yfir veikindin,“ segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. „Grunur beinist að smitefnum svo sem veirum og bakteríum en þegar er búið að útiloka rottueit- ur og smit af völdum salmonellu en hvoru tveggja getur valdið ein- kennum sem hér um ræðir. Engin merki eru um að eitrað hafi verið fyrir hundunum. Ekki hefur ver- ið útilokað að orsökina sé að finna í umhverfisþáttum eins og fóðri, hundanammi og slíku, en ekkert bendir heldur til þess. Verið er að afla upplýsinga hjá eigendum þeirra hunda sem veikst hafa.“ mm Banna innflutning á hundum frá Noregi Sigurjón Einarsson ljósmyndari heldur fyrirlestur í Safnahúsi Borg- arfjarðar kl. 19.30 fimmtudaginn 12. september. Fyrirlesturinn verð- ur um fugla í borgfirskri náttúru þar sem fjallað verður um helstu fugla sem finna má í héraði og ljósmynd- ir af þeim sýndar um leið. Vistgerð- ir í Borgarfirði er margar og því breiða fuglafánu þar að finna. Sigurjón starfar sem náttúru- fræðingur hjá Landgræðslunni, með mikinn áhuga á fuglum. Hann er upprunninn í Hafnarfirði en hefur undanfarna tvo áratugi ver- ið búsettur í Borgarfirði. Sigurjón er góður ljósmyndari og hefur áður unnið ýmis verkefni fyrir Safnahús- ið. Hann á t.d. ljósmyndir á sýning- unni Ævintýri fuglanna og var með sýningu í Hallsteinssal fyrir nokkr- um árum þar sem hann sýndi ljós- myndir frá störfum refaveiðimanna. mm Verið er að vinna flugstefnu fyr- ir Ísland af krafti og liggja fyrstu drög hennar fyrir sem græn- bók. Stefnan er í eðli sínu bæði pólitísk og fagleg. Drögin taka fyrst og fremst á faglega þætt- inum. Nú liggur fyrir að fá um- sagnir sem fjalla um félagslega og pólitíska þáttinn, ásamt um- hverfismálum flugsins. Þar koma við sögu sveitarfélög, þingflokk- ar og ríkisstjórn, auk sérfræð- inga. Stjórnarflokkarnir hljóta setja sinn svip á stefnuna í sam- ræmi við samstarfssamning ríkis- stjórnarinnar. tryggja verður að landshlutar hafi áhrif á stefnuna í innan- og utanlandsflugmál- um. Innanlandsflug á að vera, samanber grænbókinina, hluti almenningssamgangna í landi með byggðamynstri eins og hér er. Farmiðaverð, fartíðni, fjöldi flugvalla í heilsársrekstri og lega fullkomins flugvallar við höfuð- borgina eru önnur mikilvæg at- riði. Hlutverk höfuðborgar skil- yrðir hraðsamgöngur frá helstu bæjum til hennar. Allir varavellir landsins eru alþjóðaflugvellir að vissu marki og eiga að vera not- hæfar gáttir að hóflegum straumi fólks inn og út úr landinu, með bættri tækni. Skoska leiðin styður vð innanlandsflug Semma í desember 2018 skil- aði starfshópur skýrslu: ,,Upp- bygging flugvallakerfisins og efl- ing innanlandsflugsins sem al- menningssamgangna“. Hún hef- ur áhrif á flugstefnuna. Í henni er lagt til að skoska leiðin verði tek- in upp í innanlandsflugi. Sú til- laga var samþykkt í þinginu með 48 atkvæðum en 10 þingmenn sátu hjá. Skoska leiðin skilgreinir væntanlega svæði þar sem íbúar er ferðast í einkaerindum fá 50% niðurgreiðslu á flugfargjöldum - að hámarki 8 leggir á ári á ein- stakling - á meðan reynsla safn- ast upp. Gert er ráð fyrir í sam- gönguáætlun 2019 -2033 að fyr- irkomulagið taki gildi um ára- mótin með nýjum fjárlögum. Fjármagn til flugvalla Mikilvægt er að minna á að stefna ríkisstjórnarinnar hefur líka komið fram, í orðum Sig- urðar Inga Jóhannssonar ráð- herra og samgönguáætluninni, að hluta af hagnaði ISAVIA skal nota í að bæta varaflugvelli milli- landaflugsins. Það hefur aft- ur áhrif á aðra flugvelli með því að annað fjármagn fæst þá til að bæta ástand og rekstur þeirra. Þetta á líka að vera hluti flug- stefnu Íslands. Umhverfislausnir Þróun flugvéla og leiðsagnar- tækja er hröð og margt vinnst þar í þágu umhverfis- og lofts- lagsmála með hverju ári. Það er engu að síður einföldun að klifa á rafvæðingu flugs eins og hún sé meginleið til að minnka losun frá loftförum. Um alllanga hríð munu rafflugvélar verða algengar sem 2 til 8 eða 10 manna loftför. Stærri farþegavélar nýta margar „grænt eldsneyti“ svo sem vetni, alkólhól og lífdísil. Öflugar eða langfleygar vélar á norrænum veðurslóðum verða þeirrar gerð- ar um hríð. Flugstefnan hlýt- ur að taka mið af þeim raun- veruleika. Ítreka verður að hún vinnst í fáeinum stórum skrefum með góðu samráði fagaðila, hag- aðila, stjórnvalda, þingflokka og almennings. tekur mið af raun- veruleikanum. Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Þótt rauðir tómatar séu lang- algengastir hér á landi eru einn- ig ræktaðir svartir tómatar í tilrau- naskini. Meðfylgjandi mynd er tek- in í gróðurhúsi hjá Sigfúsi Jónssyni og Ragnhildi Guðnadóttur í Skrúð í Borgarfirði. Svartir tómatar þykja einkar litskrúðugir í salöt. Þá er þekkt að svartir tómatar þykja einn- ig auka kynorkuna. Þeir eru upp- runnir á Galapagoseyjum og risa- skjaldbökur sem þar lifa leggja þá gjarnan sér til munns. Rannsókn- ir hafa sýnt að þær sem éta svarta tómata eru hneigðari til ásta en þær sem einungis éta rauða tómata. mm/ Ljósm. Josefina Morell. Pennagrein Flug sem almennings- samgöngur Heldur fyrirlestur um fuglaljósmyndun Rækta svarta tómata

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.