Skessuhorn


Skessuhorn - 11.09.2019, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 11.09.2019, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 11. SEPtEMBER 201910 Þrír menn hafa verið ákærðir fyr- ir að framleiða átta og hálft kíló af amfetamíni í sumarbústað í Borg- arfirði. tveir þeirra hafa setið af sér þunga dóma áður fyrir fíkniefna- smygl í Pólstjörnumálinu svokall- aða. Mennirnir þrír eru sömuleið- is ákærðir fyrir stórfellda kannabis- ræktun í Þykkvabæ, ásamt þremur öðrum. RÚV greindi fyrst frá, en málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Ákæruvaldið hefur krafist þess að fjölmörg tæki og tól sem notuð voru við amfetamínframleiðsluna og kannabisræktunina verði gerð upptæk. Þar á meðal eru gaskút- ar, lampar og viftur í tugatali, ofn, tölvur, leisermælitæki, mælikönnur, sýrustigsmælistrimlar, öryggisgler- augu og margt fleira. Þá hefur þess einnig verið krafist að tvær millj- ónir í reiðufé verið gerðar upptæk- ar, sem og toyota Corolla-bifreið. Fyrr í mánuðinum var einnig greint frá því að lögregla rannsak- aði meint peningaþvætti í tengslum við amfetamínframleiðsluna og kannabisræktunina. Fé og eignir fyrir tugi milljóna króna hafi verið kyrrsett og haldlagt. Haft var eft- ir Karli Steinari Valssyni, yfirlög- regluþjóni hjá Lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu, að skýra þyrfti ansi marga peningagjörninga sem hefðu átt sér stað í hópi hinna ákærðu og aðeins út fyrir hann líka. „Mér reiknast svona til í fljótu bragði að við séum með ýmis verð- mæti, húseignir, bíla, ýmsa fjár- muni, lausafé og fleira, svona eitt- hvað, það er nú farið að slá upp í 100 milljónir held ég, sem eru með mismunandi þvingunarþætti á sér, eftir því hvers eðlis hlutirnir eru,“ sagði Karl Steinar í samtali við fréttastofu RÚV. Hann sagði enn fremur að peningaþvættisrann- sóknin hefði verið tiltölulega flók- in og margir hafi komið að henni, en Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu annast rannsóknina ásamt lög- regluembættunum á Suðurlandi og Vesturlandi. kgk/ Ljósm. úr safni/ kgk. Síðastliðinn laugardag var upplest- ur í Vatnasafninu í Stykkishólmi. Bergþóra Snæbjörnsdóttir hóf dag- skrána með upplestri en að hon- um loknum hélt Kristín Anna tón- leika með stuðningi frá Ragnari Kjartanssyni. Bergþóra las upp úr nýrri skáldsögu sinni sem kemur út í haust, en hún vann að ritun bók- arinnar meðan hún dvaldi í rithöf- undaíbúð Vatnasafnsins árið 2018. Mun þetta verða fjórða bókin sem skrifuð er í listamannaíbúðinni eft- ir að hún var opnuð. Skáldsagan Svínshöfuð er fjöl- skyldusaga sem fjallar um hvern- ig eldri maður frá Breiðafirði fær viðurnefnið Svínshöfuð, kínversk mæðgin sem flytja í Stykkishólm um miðjan tíunda áratuginn, kon- ur sem þola ekki að vera mæður og sársaukann sem liggur kynslóða á milli eins og strengur. Sagan flétt- ast frá upphafi seinni heimsstyrj- aldarinnar að nútímanum með við- komu á eyju í Breiðafirði, suður- hluta Kína og útverfi í Kópavogi. sá Framlög á hvern framhaldsskóla- nemenda í fullu námi hækka úr 1.732.000 kr. árið 2019 í 1.819.800 kr. árið 2020. Framlög til fram- haldsskóla hafa hækkað töluvert undanfarin ár en sú hækkun mun halda sér samkvæmt fjármálaáætl- un fyrir árin 2020-2024. Frá árinu 2017 hafa heildarframlög til fram- haldsskólastigsins aukist um 1,3 milljarða kr. að raunvirði. Fjár- lagafrumvarpið sem kynnt var síð- astliðinn föstudag gerir ráð fyrir framlögum sem nema 36,3 millj- örðum kr. til málefnasviðs fram- haldsskólastigsins en því tilheyra auk skólanna sjálfra einnig fram- lög til tónlistarfræðslu, vinnustað- anáms og jöfnunar námskostnaðar. Auknir fjármunir sem runnið hafa til skólanna að undanförnu gera þeim kleift að efla sitt skóla- starf enn frekar, meðal annars með því að bæta námsframboð, styrkja stoðþjónustu og endurnýja búnað og kennslutæki. Meðal áherslu- verkefna á næsta ári er að efla iðn-, starfs- og verknám. „Forgangs- raðað er í þágu slíks náms í nýju reiknilíkani framhaldsskólanna um 172 milljónir kr. á komandi ári. Þá verður unnið að tillögu um fram- kvæmd þingsályktunar um aðgengi að stafrænum smiðjum og farið í mat á endurskipulagningu náms- tíma til stúdentsprófs. Áfram er unnið að því fjölga nemendum sem útskrifast úr framhaldsskóla á til- settum tíma með því að kortleggja betur nemendur í brotthvarfshættu og innleiða reglubundnar mæl- ingar, sérstök áhersla er þar lögð á nemendur með annað móður- mál en íslensku og nemendur á landsbyggðinni. Þá hefur verið settur á laggirnar starfshópur sem meta mun þörf á heimavist á höf- uðborgarsvæðinu fyrir framhalds- skólanema,“ segir í kynningu frá menntamálaráðuneytinu. mm Umhverfisvaktin við Hvalfjörð hefur ítrekað vakið athygli sveitar- stjórnar Hvalfjarðarsveitar á haga- beit bæði kynbótahrossa og úti- gangshrossa á þynningarsvæði fyrir flúor og brennistein við Grundar- tanga (í svokölluðu Fellsaxlarlandi). Í sumar hafa verið þar allmargar kynbótahryssur með folöld, en þau eru sérlega viðkvæm fyrir áhrifum skaðlegum efna í fóðri. Sama er að segja um fóstrin sem hryssurn- ar bera. Umrætt land við Grundar- tanga er í eigu Hvalfjaraðarsveitar, sem hefur skipulagsvald yfir svæð- inu og hefur tekið þátt í að skil- greina það sem þynningarsvæði. Um árabil hefur Hrossaræktar- samband Vesturlands haft afnot af svæðinu ásamt fleirum. Þar hafa verið stóðhestar, hryssur og folöld að sumarlagi. Einnig hafa einstak- lingar fengið að nota landið til úti- göngu fyrir hross á vetrum. Þynningarsvæði er landsvæði sem afmarkað er við mengandi iðjuver, eftir útreikningum á álagi skaðlegra efna frá starfsemi iðjuver- anna. Landnýting í formi heyskap- ar eða beitar búfjár er ekki heimil á slíkum svæðum vegna þess að þar fer mengun yfir mörk sem talin eru skaðleg heilsu dýra og manna. Bú- seta er heldur ekki heimil þar. Meðfylgjandi mynd sýnir hóp af kynbótahrossum sem verið hafa á þynningarsvæðinu við Grundar- tanga í sumar. Sveitarfélagið hefur á engan hátt brugðist við ítrekuðum ábending- um Umhverfisvaktarinnar. Með því að hundsa málið er sveitarstjórn að afrækja skyldur sínar gagnvart hrossunum og eigendum þeirra sem hugsanlega hafa ekki hugmynd um hvað er í gangi við Grundar- tanga. Fyrir hönd Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð, Ragnheiður Þorgrímsdóttir formaður Svipmynd úr FSN í Grundarfirði. Ljósm. úr safni/tfk. Framlög til framhaldsskólanna verða aukin Ákærðir fyrir amfetamínfram- leiðslu í Borgarfirði Kristín Anna og Ragnar Kjartansson sungu. Bókakynning í Vatna- safninu í Stykkishólmi Bergþóra les upp úr óútkominni bók sinni. Frá Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð: Folöld, hryssur og stóðhestar á þynningarsvæði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.