Skessuhorn


Skessuhorn - 11.09.2019, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 11.09.2019, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 11. SEPtEMBER 201916 Í lok síðustu viku buðu hjónin Bergþór Kristleifsson og Hrefna Sigmarsdóttir, eigendur og ábú- endur á Húsafelli í Borgarfirði, hópi fólks í heimsókn. Gestahóp- urinn var valinn út frá tilefninu sem var að kynna fyrir þingmönnum og öðrum raforkuframleiðslu á Húsa- felli sem nú á sér ríflega áttatíu ára sögu, sögu sem teygir sig til fjög- urra kynslóða bænda á Húsafelli. Gestahópinn skipuðu einnig ýms- ir sem standa í fararbroddi fyrir að beisla orkuna með byggingu smá- virkjana á öðrum stöðum á land- inu. Farið var í bílferð um Húsafell og byrjað að skoða virkjunina sem Þor- steinn Þorsteinsson bóndi á Húsa- felli byggði árið 1948. „Þessi virkj- un framleiddi 14 kW og dugði fyrir bæinn hér á sínum tíma og reynd- ar meira til. Þessi virkjun er enn í vinnslu, minnisvarði um fyrstu af fjórum kynslóðum virkjana sem hér eru byggðar af jafn mörgum kyn- slóðum ábúenda á Húsafelli,“ seg- ir Bergþór Kristleifsson bóndi sem jafnframt var bílstjóri í ökuferð- inni um Húsafell. „Aðra kynslóð virkjana byggði síðan faðir minn Kristleifur árið 1978 og var hún þá stærsta smávirkjun í sveit á Íslandi. Líkt og sú sem afi byggði er hún enn í fullri notkun og framleiðir þetta um 150 kW af orku. Þriðja virkjunin á Húsafelli var byggð árið 2003 og framleiðir 450 kW. Allar eru þessar virkjanir, hver af annarri rennslisvirkjanir í Stuttá og Kiðá, virkjuð er uppsprettu sem kem- ur undan hrauninu en hún skilar öruggu fjögurra gráðu heitu vatni, allt árið um kring. Nýjasta virkjunin á Húsafelli er svo Urðarfellsvirkjun sem tekin var í notkun á síðasta ári. Ólíkt hinum þremur virkjununum er hún fallvatnsvirkjun. Uppspretta og lækur uppi á fjalli sunnan við Húsafell er veitt í lítið uppistöðu- lón en þaðan fara um 480 lítrar á sekúndu í niðurgröfnum pípum hlíðina í 270 metra falli. Vatnið kemur úr pípunni í stöðvarhúsið í Reyðarfellsskógi þar sem túrbína og tæknibúnaður breytir orkunni í rafmagn. Virkjunin framleiðir 1125 kW og er orkan seld í gegnum dreifikerfið til HS orku sem end- urselur það til notenda. Alls er því raforkuframleiðsla þessara fjögurra virkjana á Húsafelli um 1700 kW. Fram kom í kynningu á verkefninu að orkan sem seld er inn á dreifi- kerfið auki til muna raforkuöryggi í héraðinu en auk þess gerir virkjun- in það auðveldara að leggja þriggja fasa rafmagn í nágrenninu. Þekkingin orðin útflutningsvara Fjórða kynslóð Húsfellinga tekur virkan þátt í virkjununum í Húsa- felli. Arnar Bergþórsson sonur Ber- þórs og Hrefnu er verkfræðingur að mennt og hefur brennandi áhuga á viðfangsefninu. Hann hefur nú stofnað fyrirtækið Arnarlæk ehf. ásamt nafna sínum og skólafélaga úr verkfræðideildinni; Arnari Björg- vinssyni. Arnarlækur ehf. er nú með í undirbúningi virkjun á Örlygs- stöðum í Helgafellssveit á Snæfells- nesi auk þriggja annarra smávirkj- ana. Þannig má segja að reynslan af beislun raforkunnar á Húsafelli sé nú orðin þekking sem flutt er út. Ferðafólk hrífst af umhverfisvænni orku Við öll fjögur stöðvarhúsin hef- ur verið komið fyrir upplýsing- um um virkjanirnar á Húsafelli og segja þau Bergþór og Hrefna að ferðafólk sé mjög áhugasamt um hina náttúruvænu rafmagnsfram- leiðslu Húsfellinga. „Það er margt fólk sem fer þessa gönguleið milli stöðvarhúsanna og lýsir ánægju sinni með að heimafólk sé þannig sjálfbært með alla orku og gott bet- ur en það. Rafmagnið sem við selj- um dugar til að rafvæða um þrjú þúsund íbúa byggð og gestum okk- ar finnst stórmerkilegt hvernig fall- vatnið er virkjað með svona um- hverfisvænum hætti,“ segir Hrefna. Bergþór bætir við að mikilvægt sé að ímynd raforkuframleiðslu verði bætt. „Við erum í raun umhverfis- verndarsinnar. Framleiðum græn- ustu orku sem fyrirfinnst. Hins vegar er umræðan í þjóðfélaginu með allt öðrum hætti. Vegna nei- kvæðrar umræðu um stórvirkjan- ir er litið á alla raforkuframleiðslu sem umhverfissóðaskap og við jafn- vel kallaðir glæpamenn. Það þarf að fræða fólk betur um þessi mál, því raunin er að smávirkjanir eru um- hverfisvænasti orkugjafi sem völ er á,“ segir Bergþór. Undirbúningsferli langt og kostnaðarsamt Eftir skoðunarferð um virkjanir í Húsafellslandi var sest niður og gestir fengu fræðslu um smávirkj- anir og málefni raforkubænda. Þar voru fulltrúar frá Orkuveri, Arctic Hydro, Vélaverkstæðinu Árteigi og Arnarlæk ehf. Þessi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að starfa við ráð- gjöf og rekstur smávirkjana víðs- vegar um landið. Fram kom í er- indum og umræðum að fjölmarg- ar hindranir eru í vegi í þeirra sem hafa virkjanlegt vatn, bæði kerf- islægar hindranir en einnig þarf virkjun að uppfylla ströng ákvæði skipulagslaga og fara sem slíkar í gegnum langt ferli áður en hægt er að hefja framkvæmdir. Í tilfelli smæstu virkjana liggur skipulags- valdið hjá viðkomandi sveitarfélagi en ríkinu ef stærð virkjunar fer yfir 0,2 megavött. Fram kom hjá Arnari Ferðamenn sýna sjálfbærri raforkuframleiðslu mikinn áhuga Virkjanabændur í Húsafelli buðu í heimsókn Hrefna og Bergþór á Húsafelli. Á veggjum stöðvarhússins má sjá myndir frá framkvæmdatímanum en vaskur hópur heimafólks í héraði kom að verkinu. Stöðvarhús Urðarfellsvirkjunar og affallið eftir að það er búið að framleiða 1125 kW orku. Lítið uppistöðulón er uppi á hálsi. Þar er læk og uppsprettu veitt saman. Vatnið fer í niðurgröfnum pípum og endar í stöðvarhúsinu. Hrefna sýnir gestum upplýsingaskilti um virkjanirnar en slík skilti eru nú á öllum fjórum stöðvarhúsunum á Húsafelli. Virkjun númer tvö á Húsafelli byggði Kristleifur Þorsteinsson bóndi árið 1978. Hún framleiðir 150 kW.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.