Skessuhorn


Skessuhorn - 11.09.2019, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 11.09.2019, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 11. SEPtEMBER 20198 Geta átt von á sekt VESTURLAND: Að sögn Lögreglunnar á Vesturlandi mega allmargir búast við því að fá sekt senda heim í pósti á næstunni, en lögregla hef- ur verið mikið á ferðinni á myndavélabílnum í umdæm- inu að undanförnu. Að sögn Ásmundar Kr. Ásmundsson- ar aðstoðaryfirlögregluþjóns er allt of mikið um hraðakst- ur í umdæminu. Algengt er að ökumenn séu stöðvaðir á bilinu 110 til 120 km/klst. úti á þjóðveginum og jafn- vel meiri hraða. Einnig seg- ir hann allt of algengt að of hratt sé ekið innanbæjar, þar sem hámarkshraði er 30 eða 50 km/klst. Sem dæmi var lög- regla með myndavélabílinn á Akranesvegi til móts við Akur í síðustu viku og vaktaði þar í hálftíma. Alls fóru 62 ökutæki um svæðið á þeim tíma og 13 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var á 80 km/klst. en leyfð- ur hámarkshraði er 50 km/ klst. Þá var lögregla einnig við umferðareftirlit á Innnesvegi milli kl. 9:30 og 10:00 á föstu- dag, þar sem hámarkshraði er lækkaður niður í 30 km/ klst. vegna umferðar skóla- barna í grennd við Grunda- skóla og íþróttamiðstöðina að Jaðarsbökkum. Hraði 22 öku- tækja var mældur, sjö kærð- ir fyrir of hraðan akstur og sá sem hraðast ók var á 53 km/ klst. Að sögn lögreglu hef- ur borið nokkuð á því að for- eldrar sjáist aka of geyst í átt- ina að skólum að sækja börnin en hægar á leið frá skóla þegar börnin eru komin í bílinn. Vill lögregla vekja athygli á þessu því í kringum skólana er mikil gangandi og hjólandi umferð barna og því mikilvægt að allt- af sé ekið á löglegum hraða. Auk umferðareftirlits hefur lögregla verið virk við skóla- eftirlit við flestalla grunnskóla umdæmisins núna snemma hausts og töluvert eftirlit við leikskóla sömuleiðis, að sögn lögreglu. -kgk Reyndi að opna bíla AKRANES: Íbúar á Akranesi tilkynntu lögreglu um grun- samlegar mannaferðir þar í bæ aðfararnótt síðasta föstudags. Greint var frá manni í grænum jakka sem fór á milli bifreiða við Stillholt og reyndi að opna þær. Maðurinn sást ganga upp Vesturgötu en fannst ekki við eftirgrennslan lögreglu. -kgk Hótaði að hoppa í sjóinn AKRANES: Haft var sam- band við lögreglu síðastliðinn mánudag vegna manns sem hafði hótað að hoppa í sjóinn á Akranesi. Lögregla vissi ekki hvar maðurinn var en vissi hver hann væri og hóf leit að honum. Skömmu síðar fékk lögregla þær upplýsingar að búið væri að hafa upp á mann- inum og sjá til þess að hann fengi viðeigandi aðstoð. -kgk Minniháttar meiðsli VESTURLAND: Bílvelta varð á Vesturlandsvegi við Brekku í Borgarbyggð að- faranótt miðvikudags síðustu viku. Þrír voru í bílnum. talið er að ökumaðurinn hafi sofn- að undir stýri með fyrrgreind- um afleiðingum. Ökumað- ur bílsins slapp með skrámur en farþegarnir eru ómeidd- ir. Fjarlægja þurfti bifreið- ina með krana. Aftanákeyrsla varð við Brennistaði í Borg- arfirði um kl. 15:00 sl. laug- ardag. Sjúkrabíll var sendur á vettvang og flutti ökumann annars bílsins á heilsugæsluna í Borgarnesi með minniháttar ávera. Báðir bílarnir eru óöku- hæfir og voru fluttir af vett- vangi. Um kl. 15:00 á mánu- dag var fólksbifreið ekið aftan á vörubifreið á Vestfjarðavegi við Ás í Dölum. Engin slys urðu á fólki en fólksbifreiðin er mikið skemmd og þurfti að flytja hana á brott með drátt- arbifreið. Sama dag varð slys á Snæfellsnesvegi við Langá. Ökumaður stoppaði bifreið sína út í kanti hægra megin og ætlaði að taka u-beygju á veginum. Þá ætlaði annar bíll fram úr og lenti á fyrri bíln- um. Báðir bílarnir skemmdust mikið en ökumenn, sem voru einir í bílunum, sluppu með minniháttar meiðsla. -kgk Aflatölur fyrir Vesturland 31. ágúst - 6. september Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 3 bátar. Heildarlöndun: 7.727 kg. Mestur afli: Ísak AK: 4.841 kg í þremur róðrum. Arnarstapi: Engar landanir á tímabilinu. Grundarfjörður: 7 bátar. Heildarlöndun: 218.088 kg. Mestur afli: Hringur SH: 68.035 kg í einni löndun. Ólafsvík: 15 bátar. Heildarlöndun: 149.048 kg. Mestur afli: Ólafur Bjarna- son SH: 25.775 kg í fimm róðrum. Rif: 11 bátar. Heildarlöndun: 182.809 kg. Mestur afli: Örvar SH: 43.718 kg í einni löndun. Stykkishólmur: 4 bátar. Heildarlöndun: 68.102 Mestur afli: Leynir SH: 42.786 kg í fimm róðrum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH - GRU: 68.035 kg, 4. september. 2. Örvar SH - RIF: 43.718 kg, 3. september. 3. Helgi SH - GRU: 39.859 kg, 2. september. 4. Anna EA - GRU: 35.254 kg, 31. ágúst. 5. Anna EA - GRU:24.561 kg, 4. september. -kgk Næstkomandi mánudag verður réttað fé af Holtavörðuheiði og tvídægru í Þverárrétt í Borgarfirði, fjárflestu rétt landsins. Fyrr í vikunni var komið fyr- ir nýju mannvirki í hinni tæplega 60 ára gömlu rétt, eða hringgerði í miðju al- menningsins. Kallað hefur verið eft- ir þessari framkvæmd, en hringgerði sem þetta á að fá féð til að renna bet- ur um almenninginn og færast þá nær fólkinu sem dregur það í dilka. Hvern- ig það reynist mun hins vegar koma í ljós á mánudag. Að sögn Grétars Þórs Reynissonar bónda og réttarstjóra var við hönnun mannvirkisins tekið mið af reynslu bænda víða á landinu af sam- bærilegum framkvæmdum. mm/ Ljósm. Grétar Þór Reynisson. Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðar- sveitar var á sunnudagskvöld kallað út að kjúklingabúinu á Hurðarbaki í Svínadal. Þar rauk úr safnhaug af skít sem geymdur er í gamalli hlöðu á bænum, fjarri sjálfum upp- eldishúsunum. Kjúklingar eða fólk voru því ekki í hættu. Reykköfunar- menn fóru inn í húsið og sprautuðu froðu yfir hauginn og kæfðu þannig eldinn. Að sögn Þráins Ólafssonar slökkviliðsstjóra er nauðsynlegt að starfsmenn kjúklingabúsins moki út úr húsinu þannig að þetta endur- taki sig ekki. Fyrir hálfum mánuði var nefnilega sambærilegt útkall á sama stað, en síðan hafði bæst við þann skít sem geymdur er í húsinu. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar slökkviliðsmenn voru búnir að kæfa eldinn. mm Fimmtudaginn 19. ágúst síðast- liðinn voru opnuð tilboð í fram- kvæmdir á Breiðarsvæðinu á Akra- nesi. Fimm tilboð bárust og áttu Íslandsgámar ehf. lægsta boð, eða rúmar 28,7 milljónir. Önnur fyrir- tæki sem buðu í verkið voru Þrótt- ur ehf., Gísli Jónsson ehf., Bjarmar ehf. og Skóflan hf., allt verktakafyr- irtæki á Akranesi. Öll tilboð voru undir kostnaðaráætlun, sem hljóð- aði upp á rétt rúmlega 39,3 millj- ónir. Samið var við lægstbjóðanda í síðustu viku. Á þessu ári verður lögð áhersla á að ljúka frágangi Breiðarsvæðis- ins með því að leggja ný yfirborð- sefni, samkvæmt heildstæðri hönn- un og skipulagi á Breiðinni. „Það felur í sér að endurnýja stakkstæði og setja upp skjólveggi, borð og bekki á nýju áningarsvæði. Jarð- vegsskipta þarf að hluta svæðinu undir lagningu nýs yfirborðsefnis og hækka það lítillega til samræmis við umhverfið. Leggja þarf nýtt yf- irborðsefni á stíga, dvalarsvæði og bílastæði; grasstein, steinalögn eða torf - eftir því sem við á,“ segir á vef Akraneskaupstaðar. Þá stend- ur einnig til að bæta við hlöðnum veggjum og steypa í kringum vita, ásamt fleiri verkum. Akraneskaupstaður fékk úthlut- að 35 milljónum króna úr Fram- kvæmdasjóði ferðamannastaða fyrr á þessu ári til framkvæmda á Breið. Áætlaður heildarkostnaður við uppbyggingu svæðisins á þessu ári er um 55 milljónir króna. Unn- steinn Elíasson hleðslumeistari hefur unnið að endurgerð stakks- tæðanna undanfarið og er því verki nánast lokið. Þá kemur fram á vef Akraneskaupstaðar að Vegagerðin ætli að láta endurbæta grjótvörn á vestanverðri Breiðinni; frá Akra- nesvita að lóð þar sem olíutankar stóðu. Útboð þess verks verður birt um næstu helgi, en Akraneskaup- staður mun kosta áttunda hluta af þeirri framkvæmd. kgk Work in Iceland er nýr upplýs- ingavefur á ensku sem hefur það að markmiði að kynna Ísland sem ákjósanlegan stað til búsetu og vinnu, en ekki síst til að laða út- lendinga til Íslands í sérfræði- og hátæknistörf. Á vefnum er með- al annars að finna upplýsingar um ferlið við að sækja um atvinnu- og dvalarleyfi, tryggingar og skatta- mál. Work in Iceland mun einnig efla og styðja við markaðssetningu á Íslandi sem ákjósanlegum og eft- irsóknarverðum stað í þeim tilgangi að laða fólk með sérfræðiþekkingu á ýmsum sviðum til landsins. Vef- urinn er samstarfsverkefni Íslands- stofu, Samtaka iðnaðarins og at- vinnuvega- og nýsköpun- arráðuneytisins. Slóðin á vefinn er: https://work. iceland.is/ mm Hænsnaskítur ofhitnaði Samið um framkvæmdir á Breið Við undirritun samningsins. F.v. Jón Brynjólfur Ólafsson, verkefnastjóri á skipulags- og umhverfissviði, Sigurður Páll Harðarson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Þórður Guðnason hjá Íslandsgámum og Sindri Birgisson um- hverfisstjóri Akraneskaupstaðar. Ljósm. Akraneskaupstaður. Hringgerði sett í miðjan almenninginn Frá opnun vefjarins. F.v. Árni Harðarson, aðstoðarforstjóri Alvogen og stjórnarmaður Alvotech, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráð- herra, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslands- stofu. Ljósm. Íslandsstofa. Upplýsingagáttin Work in Iceland

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.