Skessuhorn


Skessuhorn - 11.09.2019, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 11.09.2019, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 11. SEPtEMBER 2019 17 Á vegum Þjóðgarðsins Snæfells- jökuls hefur í sumar verið unnið við stækkun og endurbætur bíla- stæða við Gestastofuna á Malar- rifi. Verkinu er nú lokið eins og sjá má á meðfylgjandi mynd og búið að mála línur fyrir bílastæði. Verkefni þetta hlaut meðal annars styrk frá Framkvæmdasjóði ferða- mannastaða. Umferð á fjölfarna ferðamannastaði og náttúrperslur á Snæfellsnesi hefur aukist gríðarlega í sumar. til marks um gestafjöld- ann var met slegið í komu ferða- manna í Gestastofuna á Malarrifi á mánudegi einum síðla í júlí, þegar 1.353 gestir voru taldir sama dag- inn. Þessi framkvæmd var því orðin verulega aðkallandi. mm/ Ljósm. Snæfellsbær Vladimír Pútín Rússlandsforseti ræsti fyrr í vikunni nýja uppsjáv- arverksmiðju fyrir rússneska út- gerðar- og fiskvinnslufyrirtæk- ið Gidrostroy á Eastern Econo- mic Forum í Vladivostok. Íslensku tæknifyrirtækin Skaginn 3X, Frost og Rafeyri höfðu veg og vanda að uppsetningu tæknibúnaðar í verk- smiðjuna, sem staðsett er á Shi- kotan-eyju í Kúríleyjaklasanum við austurströnd Rússlands. Fyr- irtækin undirrituðu samninginn um uppsetninguna á síðasta ári og virði samningsins hleypur á millj- örðum íslenskra króna. Nýja verksmiðjan er búin heild- arlausnum frá fyrirtækjunum þremur til að flokka, pakka og frysta 900 tonn af uppsjávarfiski á sólarhring. „Við hjá Skaganum 3X erum einstaklega stolt af verk- smiðjunni og þakklát fyrir tæki- færið til þess að taka þátt í nútíma- væðingu rússneska sjávarútvegs- ins,“ segir Pétur Jakob Péturs- son, sölustjóri Skagans 3X í Rúss- landi. „Íslenskur sjávarútvegur er sjálfbær og einn sá tæknivæddasti í veröldinni. Okkur hefur tekist að einblína á gæði vörunnar og þar af leiðandi fengið hærra verð fyrir minni heildarafla. tækni og sjálfvirkni hefur spilað stórt hlut- verk og stuðlað að eftirspurn eft- ir íslenskri þekkingu og lausnum,“ segir Pétur Jakob. Skaginn 3X hefur eins og kunn- ugt er náð miklum árangri í heild- arlausnum við vinnslu á uppsjáv- arfiski. Fyrirtækið hannaði og setti meðal annars upp búnað með af- kastagetu allt að 1.300 tonn á sólarhring fyrir færeyska félagið Varðin Pelagic. Færeyska verk- smiðjan er sú stærsta sinnar teg- undar í heiminum og er staðsett á Suðurey. Frost og Rafeyri komu einnig að verkefninu fyrir Varðin Pelagic. Skaginn 3X hefur nýverið lokið smíði á uppsjávarverksmiðju um borð í verksmiðjuskip fyrir evr- ópska útgerðarfyrirtækið France Pelagique, sem byggir á þeirri tækni sem Skaginn 3X hefur þró- að fyrir landvinnslur á undanförn- um árum. Eastern Economic For- um er vettvangur Rússa til þess að kynna landið og stuðla að erlendri fjárfestingu. Eigandi Gidrostroy- sjávarútvegsfyrirtækisins Alex- ander Verkhovskiy var viðstaddur þegar Pútín ræsti verksmiðjuna. mm Rúmgóð bílastæði tekin í notkun á Malarrifi Pétur Jakob Pétursson, sölustjóri Skagans 3X. Rússlandsforseti ræsti íslenska hátækniverksmiðju Pútín vígði verksmiðjuna formlega. Horft yfir hina nýju verksmiðju. Svipmynd frá kynningarfundi um smávirkjanir sem haldinn var á Hótel Húsafelli. Bergþórssyni að ekki væri óalgengt að kostnaður væri kominn yfir tíu milljónir króna áður en nokkuð væri byrjað að framkvæma. Því væri það ekki á færi allra að virkja nema kalla til liðs við sig fagaðila sem þá tækju jafnvel einnig beinan þátt í verkefninu. „Skipulagsmál og leyf- isveitingar kallar á mjög kostnaðar- samt ferli. Jafnvel er verið að gera kröfur um fuglatalningu á virkj- anasvæðinu og annað sem tefur að hægt sé að hefjast handa.“ Hann benti á að miklu meiri rannsókna- og upplýsingaskylda lægi á herð- um smávirkjanabænda en í öðrum verkefnum. tók hann sem dæmi að kallað væri eftir ítarlegri upplýsing- um í málefni virkjunar en þurft hafi að afla við skipulag 300 húsa sum- arbústaðahverfis, hótelbyggingar, tilheyrandi vatnsveitum og ýmsu sem Húsfellingar hafa einnig staðið í á liðnum árum. Umhverfisvænasta orkan Arnar Bergþórsson fjallaði einn- ig um tengingu smávirkjana við dreifikerfi Landsnets. Reglugerð um það segir hann hafa verið skrif- uð af fulltrúum dreififyrirtækja og er í ýmsu óhagfelld smávirkjunum. Þá benti hann á að oft væri ábati af lítilli virkjun étinn upp í dreifi- kerfinu. Því yrði að breyta. „Hins vegar er það staðreynd að raforku- kerfið er fulllestað í dag. Smávirkj- anir hjálpa því kerfinu í öllum til- fellum, minni töp verða í dreifikerf- inu og rekstur veitukerfisins batn- ar eftir því sem fleiri tengjast inn á dreifikerfið. Það verður því að ein- falda allt regluverk í kerfinu, fjar- lægja hindranir og hvetja sem flesta til að virkja þar sem það er talið hagkvæmt. Staðreyndin er sú að smávirkjanir eru umhverfisvænasta orka sem hægt er að framleiða og þar að auki er ekki um óafturkræfar framkvæmdir að ræða.“ Þingmennirnir Haraldur Bene- diktsson, Halla Signý Kristjáns- dóttir og Guðjón S Brjánsson sátu þessa kynningu smávirkjanafólks. Ákveðið var í lok fundar að Arnar Bergþórsson og fleiri fulltrúar úr smávirkjanageiranum fengju fund í atvinnuveganefnd Alþingis til að kynna sjónarmið sín. Saga um sjálfbærni Undir lok fundar sagði Haraldur Benediktsson sögu af skólabróður sínum, bónda austur í Mýrdal, sem tekur umhverfisþáttinn alla leið, ef svo má segja. „Jónas Erlends- son bóndi í Fagradal virkjaði bæj- arlækinn sinn. Eftir að vatnið kem- ur út úr túrbínunni er það svo súr- efnisríkt að hann byggði fiskeldi og ræktar silung sem hann verkar og selur í búðir. Það sem til fellur af úrgangi frá fiskeldinu er borið á túnin og nýtist því við sauðfjár- ræktina á bænum. Svo prjónar kon- an hans úr lopanum og sjálf aka þau um á rafdrifnum bíl.“ mm Birkir Þór Guðmundsson hjá Orkuveri ehf. flutti inn tækjabúnað í Urðarfells- virkjun. Í stöðvarhúsi Urðarfellsvirkjunar. Þarna sést hvar vatnið kemur inn, knýr túrbínu sem svo aftur knýr rafalinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.