Skessuhorn


Skessuhorn - 11.09.2019, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 11.09.2019, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 11. SEPtEMBER 201912 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, rit- ari Sjálfstæðisflokksins og þing- maður Reykvíkinga, er nýr dóms- málaráðherra í ríkisstjórn Katrín- ar Jakobsdóttur. Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, tilkynnti þessa ákvörðun sína á fimmtudaginn og var Áslaug Arna svo sett í embætti á ríkisráðsfundi á föstudag. „Áslaug er einn efnileg- asti stjórnmálamaður Íslands. Hún hefur komið af miklum krafti inn í þingið og stýrt af öryggi og festu stórri þingnefnd,“ sagði Bjarni þeg- ar hann tilkynnti ákvörðun sína um val á nýjum ráðherra. Eins og kunn- ugt er sagði Sigríður A Andersen af sér embætti dómsmálaráðherra síð- astliðið vor og hefur Þórdís Kol- brún Reykfjörð Gylfadóttir stýrt ráðuneytinu síðan, samhliða því að gegna starfi iðnaðar-, nýsköpunar- og ferðamálaráðherra. Áslaug Arna Sigurbjörnsdótt- ir er lögfræðimenntuð, fædd árið 1990. Hún settist fyrst á Alþingi 2016 og hefur gegnt formennsku í hinum ýmsu fastanefndum Al- þingis og formennsku í alþjóða- deildum þingsins. Nú síðast hefur hún gegnt stöðu formanns utanrík- ismálanefndar Alþingis og staðið í ströngu, meðal annars við innleið- ingu þriðja orkupakkans á þinginu. Áslaug Arna er næstyngsti ráðherra í sögu lýðveldisins, einungis Ey- steinn Jónsson var yngri, 27 ára, þegar hann fyrst tók við sem ráð- herra. mm Í byrjun júlímánaðar tók Helga Rósa Pálsdóttir til starfa sem nýr verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Borg- firðinga við Egilsgötu í Borgarnesi. Helga Rósa er fædd í Reykjavík en ólst upp frá átta ára aldri í Neskaup- stað þar sem hún bjó til ársins 2009 þegar hún flutti í Skagafjörðinn og fór til náms við Háskólann á Hól- um. Eftir nám fékk hún starf hjá Kaupfélagi Skagfirðingar í versl- uninni Eyrinni, við landbúnaðar- deild, þar sem hún var í sex ár. Hún fór síðastliðið haust í nám við Há- skólann á Bifröst í háskólagátt með áherslu á verslun og þjónustu. „Ég hef gert ansi mikið í gegnum tíðina en síðasta starfið mitt í Neskaupstað áður en ég flutti í Skagafjörðinn var hjá Fjarðabyggð við þjónustuíbúðir fatlaðra. Ég hef einnig tekið að mér reiðkennslu og tamningar hrossa,“ segir Helga Rósa þegar Skessuhorn heyrði í henni. Jákvæð fyrir Borgarnesi Aðspurð segist Helga Rósa spennt fyrir komandi tímum. „Við höfum fengið mjög góðar móttökur hér í Borgarnesi og ég er mjög jákvæð fyrir framhaldinu hér. Borgarnes er skemmtilegt bæjarfélag og hér er margt spennandi í gangi. Þetta er ekkert ósvipað því að búa á Sauðár- króki en aðeins nær Reykjavík. Ég vildi komast nær Reykjavík en samt ekki búa alveg í sjálfri borginni,“ segir Helga Rósa en með henni í Borgarnes flutti dóttir hennar sem byrjaði í 8. bekk í Grunnskólanum í Borgarnesi núna í ágúst. „Það er sérstaklega ánægjulegt hversu vel var tekið á móti henni í skólanum. Það er ekki auðvelt að flytja í nýjan skóla á þessum aldri en krakkarnir í þessum bekk eru svo flottir og hún var fljót að eignast vini sem hún er búin að vera með síðan.“ Hestavörudeild í KB Helga Rósa segist ekki hafa í huga að fara í stórtækar breytingar í verslun KB. „Búðin var stækkuð í fyrra og við erum bara að vinna í að koma okkur fyrir í stærra rými og breyta uppröðun og gera allt aðgengilegra. Einu breytingarnar sem eru framundan snúa að auknu vöruúrvali og þá með áherslu á að bændur og bæjarbúar hér geti nálg- ast þær vörur sem þeir þurfa eins og verið hefur,“ segir Helga Rósa, en ný hestavörudeild er nú opnuð í kaupfélaginu. Þar er að finna allar helstu vörur sem til þarf fyrir hest- inn; reiðtygi, snyrtivörur, skeifur og fleira. „Við erum ekki enn með mikið af reiðfötum en það kemur kannski seinna. Hugsunin er fyrst og fremst að hér geti hestamenn nálgast það sem þeir þurfa og séu því ekki að leita langt yfir skammt, enda erum við hér bara rétt handan við hornið frá hesthúsahverfinu,“ segir Helga Rósa. „Með þessari stækkun getum við líka aukið úr- val í því sem við höfum verið með og það eru allir alltaf velkomnir í Kaupfélag Borgfirðinga að sjá hvað við höfum upp á að bjóða,“ segir hún að endingu. arg Eftir að tók að rigna í landshlut- anum hafa laxveiðimenn víða orð- ið varir við fisk. Síðustu veiðimenn sem voru í Norðurá settu í laxa og komu þannig heildarveiði sum- arsins yfir 500 laxa. Áin var býsna vatnsmikil um helgina þegar veiði var hætt. Þverá og Kjarará er með heildarveiði tæpa þúsund laxa, en 907 voru skráðir í bækurnar 4. sept- ember síðastliðinn. Haffjarðará er líklega að skila næstbestri sumar- veiði vestlensku ánna. Gott í sjóbirtingnum Sjóbirtingsveiðin er nú að hefjast á fullu og birtingurinn er mættur. „Þetta gekk vel hjá okkur í Leirá. Við kíktum um helgina og sett- um í marga fiska,“ sagði Harpa Hlín Þórðardóttir sem finnst fátt skemmtilegra en að veiða fisk. „Áin var í flóði og var að hreinsa sig þeg- ar við vorum að mæta á staðinn. Við misstum helling af fiski, en lönduð- um tíu birtingum og fengum auk þess einn lax. Þetta var bara frábær veiði hjá okkur,“ sagði Harpa Hlín um veiðina í Leirá. Veiddi fyrst í Grímsá 1983 „Það gengur bara vel í Grímsá og það er fiskur víða um ána,“ sagði Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxa- flóahafna, en hann var við veiðar í Grímsá í Borgarfirði. Áin hefur nú gefið 510 laxa. Eftir að fór að rigna hefur veiðin verulega tekið við sér. „Ég og veiðifélaginn vorum mest í því að missa laxa í dag, en mér sýn- ist tíu laxar hafa náðst. Alls náð- ust fimmtán laxar á þremur vökt- um. Það var rólegt neðan til í ánni en mökkur af fiski í efri hlutanum. Nánast fiskur á hverjum stað. Það er alltaf gaman að veiða í Grímsá. Ég hef veitt hérna nokkrum sinn- um og kom fyrst hingað í Lund- arreykjadalinn 1983,“ sagði Gísli enn fremur. Í næsta nágrenni við Grímsá er Flókadalsá sem nú hefur gefið 185 laxa. gb Helga Rósa í verslun KB við Egilsholt í Borgarnesi. Ljósm. glh. Helga Rósa er nýr verslunarstjóri KB Gísli Gíslason með flottan hæng úr Grímsá, sem var sleppt aftur og syndir áfram um hylji árinnar. Fiskurinn tók í Tjarnarbrekkum og agnið var Sunray. Veiðin tók vel við sér eftir rigningarnar Flottur sjóbirtingurinn kominn á land úr Leirá. Ljósm. Stefán S. Áslaug Arna tekur við sem dómsmálaráðherra

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.