Skessuhorn


Skessuhorn - 11.09.2019, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 11.09.2019, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 11. SEPtEMBER 201918 Fimmtudaginn 5. september í lið- inni viku efndu fermingarsystk- in frá Akranesi fædd 1944 til ár- legrar óvissuferðar. Árgangurinn 1944 hefur verið nefndur lýðveld- isbörnin. Þessi hefð að fermingar- systkin fari í ferðlag er rík á Akra- nesi. Fermingarárgangur minn hef- ur verið óvenju duglegur í slíkum ferðum. Fyrstu árin vor skipulagð- ar ferðir á fimm ára fresti en síðustu ár eru þær farnar árlega. Svo er að þakka afar samhentum fermingar- systrum úr árganginum, Elsu Ing- vars, Guggu Róberts, Ingileif Daní- els og Siggu Eiríks. Ferðaáætlun er ekki uppgefin fyrirfram. Nú var farið um Kjósina en ein ferming- arsystirin Sigrún Eiríksdóttir býr á Hlíðarási í Kjós. Hún var því öllum staðháttum kunn og annaðist leið- sögn. Á leiðinni var áð með tilheyr- andi berjavökvasmökkun og við- komu á veitingastöðum. Ferðin var hátíðarferð í tilefni 75 ára afmæl- is árgangsins. Undrun vakti með- al ferðafélaga þegar rennt var upp að Bessastöðum. Hópurinn vissi ekki af heimsókninni fyrr en ekið var í hlað. Forsetinn, Guðni th. Jóhannesson, tók einstaklega ljúf- mannlega á móti hópnum eins og hans var von og vísa og gaf hópn- um góðan tíma. Hann sagði í ávarpi sínu að honum hafi verið það ljúft að taka á móti lýðveldisbörnun- um sem honum fannst bera aldur- inn vel. Að loknum veitingum var afar fróðleg skoðun á húsakynnum og hinum sögufræga kjallara. Dag- urinn endaði svo með veislukvöld- verði í Kríunesi. Gott vegarnesti Að mínum dómi eru það ákveð- in forréttindi að alast upp í litlu þorpi eins og Akranesi. Sterk tengsl myndast í æsku og þegar þau eru ræktuð eins og fermingarsyst- ur mínar hafa forgöngu um hald- ast þessi tengsl alla ævi. Ferðirnar styrkja tengslin og endalausar sög- ur úr æsku eru sagðar þar sem ein sagan verður kveikja að annarri. Ég hef velt fyrir mér því veganesi sem ég fékk frá uppvexti mínum á Akranesi. Í því sambandi koma fjögur atriði upp í hugann: Vinnu- semi – útivera - trúrækni og félags- þroski. 1. Vinnusemi var mikilvægur hluti af því alast upp á Akranesi. Leik- ir barna og unglinga voru eðlilega stór hluti af lífinu en ætlast var til að unglingar tækju þátt í atvinnulífinu þegar þess þurfti. Fyrstu peningana vann ég mér inn átta ára gamall í saltfiskbreiðslu og voru það fjórir skínandi túkallar sem standa mér enn ljóslifandi fyrir sjónum. Faðir minn, Þorvaldur Ellert Ásmunds- son, rak fyrirtækið Fiskiver, sem var útgerð og fiskvinnsla, ásamt félögum sínum Bergþóri Guð- jónssyni og Sigurði Þorvaldssyni. Fyrst vinna í þurrkun saltfisks, síð- ar skurður á skreiðarböndum, síld- arpönnum og almenn fiskvinnsla. Enginn griður var gefinn í vinnu- framlagi. Nú er slíkt álag kallað barnaþrælkun en ég held við ung- lingarnir höfum haft gott af þessu. Vinnusemi varð okkur eiginleg. Ekki mátti falla verk úr hendi í leik eða starfi. Garðvinna í garði móð- ur minnar að Suðurgötu 27, píanó- nám í tónlistarskóla Akraness hjá Önnu Magnúsdóttur, sumardvöl á sumrum hjá föðurbræðrum mín- um í Borgarfirði. Verkefnin voru óþrjótandi. Síðar á menntaskólaár- um var byggingarvinna á sumrin í skemmtilegum félagsskap. Kostur- inn við þessi sumarstörf var líka sá að aldrei var okkur fjárvant og ekki þurftum við að biðja foreldra okkar um vasapeninga. Við lærðum einn- ig snemma að bera ábyrgð á eigin fjármálum. Í uppvextinum vandist ég á að hafa aldrei auða stund og dagarnir voru aldrei nógu langir fyrir verkefni dagsins. Þannig hefur það verið alla tíð síðan. 2. Útivera var mikilvægur hluti af lífi okkar. Leikir í fjörum, á tún- um, í görðum og á bryggjunum var lífið utan skóla að vetri og vinnu að sumarlagi. Endalaust var siglt í Halakotsvörinni frá bryggjuklett- um að Ívarshúsklettum með haf- skip sem við bjuggum m.a. til úr ol- íubrúsum. Hnúðormar herjuðu á kartöflur Skagafólks eftir 1950 og aflögðust garðar við hús og voru þeir fluttir á sandana við Kalmans- vík. Við þetta opnuðust ný tækifæri til leikja og voru endalausir bílvegir lagðir í kartöflugörðunum og jafn- vel jarðhús grafin. Bílaeign okk- ar strákanna tók miklum framför- um. Mikil eftirspurn var eftir not- uðum sagarblöðum í vélsmiðjum til þess að setja sem fjaðrabúnað und- ir bílana okkar sem óku um kart- öflugarða og fjörur flytjandi ýms- an varning. Margra fleiri leiksvæða er að minnast; útileikirnir og knatt- spyrnan á Merkurtúninu, kolaveið- ar á bryggjunni og bresku innrás- arferjurnar í teigavörinni, þar sem háðir voru miklir bardagar með sverðum og skjöldum. Mér finnst að þessi útivera og nálægð við nátt- úruna alla daga hafi gefið mér vega- nesti og löngun til útiveru sem haf- ur varað allt mitt líf. 3. Ég er alinn upp á trúræknu heim- ili. Í æsku voru bænir lesnar fyrir svefninn. Akraneskirkja átti einnig sitt hlutverk í þessu sambandi því móðir mín Aðalbjörg Bjarnadótt- ir söng í kirkjukórnum. Ég sótti oft messur með henni og sat þá jafn- an fremst á söngloftinu. Fyrir utan styrk trúarinnar, sem ég haft allt mitt líf, hefur meira síast inn því ég hef lengi starfað að kirkjumálum í Reykjavík og sat m.a. í 28 ár í sókn- arnefnd Bústaðakirkju. 4. Mikilvægur þáttur í veganesti mínu til lífsins er félagsþroski. Nú- tíma fólk hefur aldrei haft meiri tengsl við annað fólk gegnum tölv- ur en félagslega nándin minnk- ar, sem leiðir til einmanaleika og þunglyndis. Ekki skorti nándina á Akranesi, félagsskapur í skóla, mik- ið frændalið, leikir við félaga alla daga utan húss sumar og vetur, stú- kufundir á sunnudagsmorgnum og skemmtanir í Stúkuhúsinu þar sem við stigum okkar fyrstu skref í að koma fram og iðka dans, skóla- og skátaskemmtanir. Ég tók virk- an þátt í skátastarfinu sem ég naut ríkulega. Um það góða starf gæti ég haft mörg orð. Ég hugsaði ekki um það fyrr en á fullorðinsárum hve mikilvæg þessi nánd við fullorðna fólkið í skátahreyfingunni var okk- ur krökkunum. Við nutum mikillar félagslegrar nándar í uppvexti okk- ar, deildum félagsskap með leik- félögum og fullorðnu fólk í félags- starfi og vinnu sem hafði mótandi áhrif á okkur. Ég er þakklátur fyrir að hafa að alist upp á Akranesi hjá góðri fjöl- skyldu og í góðu umhverfi. Ég vil þakka „stelpunum“ fyrir einstakan dugnað við að halda þessum ferm- ingarhópi saman. Forsetinn óskaði eftir mynda- töku af lýðveldishópnum. Þráinn Þorvaldsson Höf. er lýðveldisbarn Hér er hluti lýðveldisbarnahópsins að njóta veitinga á Kaffi Kjós. Pennagrein Gott er að vera þorpari! Lýðveldisbörnin ásamt Guðna Th Jóhannessyni framan við Bessastaði. „Forsetinn, Guðni Th. Jóhannesson, tók einstaklega ljúfmannlega á móti hópnum eins og hans var von og vísa og gaf hópnum góðan tíma.“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.