Skessuhorn


Skessuhorn - 11.09.2019, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 11.09.2019, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 11. SEPtEMBER 2019 21 Borgarbyggð - miðvikudagur 11. september Réttað í Oddsstaðarétt í Lund- arreykjadal kl. 9:00. Borgarbyggð - miðvikudagur 11. september Hin árlega réttarsúpa Félags aldraðra í Borgarfjarðardölum verður í boði í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit. Frá kl. 14:00 til 17:00. Snæfellsbær - miðvikudagur 11. september Lýðheilsuganga, Haukabrekka. Lagt af stað frá íþróttahús- inu á Hellissandi kl. 17:35 og frá íþróttahúsinu í Ólafsvík kl. 17:45. Um að gera að safnast saman í bíla. Fararstjóri er Árni Guðjón Aðalsteinsson. Snæfellsbær - miðvikudagur 11. september Uppistand með Arnóri Daða í Frystiklefanum kl. 21:00. Norð- lendingurinn og grínistinn Arn- ór Daði mætir og kitlar hlátur- taugarnar ásamt vini sínum og kollega Greipi, sem ætlar að mæta og hita upp salinn. Akranes - miðvikudagur 11. september Strandganga. Akraneskaup- staður og ÍA, í samstarfi við Ferðafélag Íslands, endurtaka leikinn frá síðasta ári og bjóða upp á lýðheilsugöngur alla miðvikudaga. Að þessu sinni verður farin strandganga frá Leyni kl. 18:00, nánar til tek- ið frá listaverkinu Himnaríki sem staðsett er rétt neðan við Höfða. Gengið meðfram tjald- stæðinu við Kalmansvík. Fróð- leiksmolar gætu fylgt með á leiðinni. Gönguna leiða Anna Bjarnadóttir og Hallbera Jó- hannesdóttir og gert er ráð fyr- ir að hún taki um eina og hálfa til tvær klukkustundir. Borgarbyggð - fimmtudagur 12. september Myndamorgunn í Safnahúsi Borgarfjarðar frá 10:00 til 11:30, þar sem gestir aðstoða við að greina ljósmyndir á Héraðs- skjalasafni. Borgarbyggð - fimmtudagur 12. september Skallagrímur mætir Vængj- um Júpiters í síðasta heima- leik sumarsins í 3. deild karla í knattspyrnu. Leikið verður á Skallagrímsvelli frá kl. 17:15. Borgarbyggð - fimmtudagur 12. september Fyrirlestur um fugla kl. 19:30 til 20:30. Sigurjón Einarsson ljósmyndari heldur erindi sem tengist fagsviði Náttúrugripa- safns Borgarfjarðar og fjallar um fugla í borgfirskri náttúru með ljósmyndum sem sýndar verða um leið. Nánar á www. safnahus.is. Reykhólahreppur - föstu- dagur 13. september Réttað í Grundarrétt og Stað- arrétt á Reykjanesi. Akranes - föstudagur 13. september Skagakonur leika mikilvægan leik í fallbaráttu Inkasso deild- ar kvenna í knattspyrnu gegn Aftureldingu. Leikið verður á Akranesvelli frá kl. 17:15. Snæfellsbær - föstudagur 13. september Tónleikar í Frystiklefanum. KK og Gaukur verða á ferð um landið þar sem þeir spila úrval af lögum KK og aðrar hugljúf- ar melódíur. Tónleikarnir hefj- ast kl. 20:30. Akranes - laugardagur 14. september Kynningarfundur og áheyrnar- prufur Skagaleikflokksins fyr- ir Litlu hryllingsbúðina í mat- sal Sementsverksmiðjunn- ar kl. 13:00. Leikstjóri verksins, Valgeir Skagfjörð, mun kynna verkefnið og stýra áheyrnar- prufum. Áhugasamir eru beðn- ir um að skrá sig í skilaboðum á Facebook-síðu Skagaleik- flokksins. Dalabyggð - laugardagur 14. september Réttað í Flekkudalsrétt á Fells- strönd og Kirkjufellsrétt í Haukadal. Reykhólahreppur - laugardagur 14. september Réttað í Króksfjarðarnesrétt. Borgarbyggð - laugardagur 14. september Réttað í Fljótstungurétt í Hvít- ársíðu laugardaginn 14. og sunnudaginn 15. september. Reykhólahreppur - sunnu- dagur 15. september Réttað í Kinnarstaðarétt í Þorskafirði. Borgarbyggð - sunnudagur 15. september Réttað í Brekkurétt í Norðurár- dal. Dalabyggð - sunnudagur 15. september Réttað í Brekkurétt í Saurbæ í Dölum frá kl. 11:00, Skarðsrétt á Skarðsströnd kl. 11:00, Skerð- ingsstaðarétt í Hvammssveit kl. 11:00, Gillastaðarétt í Laxár- dal kl. 12:00 og Fellsendarétt í Miðdölum kl. 14:00. Akranes - sunnudagur 15. september ÍA mætir Grindavík í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Leik- urinn hefst kl. 16:00 á Akranes- velli. Borgarbyggð - mánudagur 16. september Réttað í Þverárrétt í Þverár- hlíð, Hítardalsrétt í Hítardal og Svignaskarðsrétt í Stafholt- stungum. Borgarbyggð - þriðjudagur 17. september Réttað í Grímstaðarétt á Mýr- um kl. 10:00. Borgarbyggð - þriðjudagur 17. september Samlokufundur fyrir foreldra. Kynning á niðurstöðum rann- sóknarinnar Ungt fólk 2019 í Hjálmakletti kl. 18:00. Mar- grét Lilja Guðmundsdóttir, sér- fræðingur hjá Rannsóknum og greiningu og kennari á íþrótta- fræðisviði HR, mun kynna nið- urstöðurnar. Rannsóknarröð- in Ungt fólk er ein þeirra rann- sókna sem kannar hagi og líð- an barna og ungmenna. Nánar á www.borgarbyggd.is. Á döfinni Getir þú barn þá birtist það hér, þ.e.a.s. barnið! www.skessuhorn.is Íbúð í Borgarnesi Til leigu 64 fermetra íbúð í Borgarnesi. Upplýsignar í síma 863-2022. Markaðstorg Vesturlands LEIGUMARKAÐUR Nýfæddir Vestlendingar 30. ágúst. Stúlka. Þyngd: 4.014 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Ásdís Björg Björgvinsdóttir og Sigurður Ellert Sigfússon, Hvalfjarðarsveit. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir/ Sigríður Berglind Birgisdóttir. Gróðrarstöðin Grenigerði við Borgarnes Við eigum mikið af fallegu birki í limgerði og einnig stök tré. Ríta og Páll 437-1664 849-4836 Núna er besti tíminn til að planta 7. september. Stúlka. Þyngd: 3.312 gr. Lengd: 53 cm. Foreldrar: Heið- rún Sara Guðmundsdóttir og Emil Kristmann Sævarsson, Akranesi. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.