Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2019, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 18.09.2019, Blaðsíða 1
arionbanki.is Arion appið Nú geta allir notað besta bankaappið* *MMR 2018 FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 38. tbl. 22. árg. 18. september 2019 - kr. 950 í lausasölu Ert Þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is Tilboð gilda út september 2019 Gos úr vél frá CCEP fylgir meðBorgarnes: Akranes: Gosflaska frá CCEP fylgir með Garlic chicken breast meal 1.650 kr. Máltíð Göngur og réttir standa nú sem hæst í sveitum landsins. Undanfarna daga hefur viðrað venju fremur illa til leita; úrkomusamt, hvasst og fremur kalt. Allir hafa þó skilað sér af fjöllum og réttað hefur verið samkvæmt áætlun. Skessuhorn birtir í blaði vikunnar á bls. 14-16 syrpu mynda úr nokkrum réttum í landshlutanum. Meðfylgjandi mynd er úr Skerðingsstaðarétt í Dölum á sunnudaginn. Ljósm. Steina Matt. Eins og fram hefur komið í Skessu- horni eru þrjú fyrirtæki að undir- búa jafn mörg vindorkuver í Döl- um og Garpsdal. Ef áætlanir ganga eftir munu þau rísa á Hróðnýjar- stöðum og Sólheimum í Laxárdal en það þriðja í Garpsdal við Gils- fjörð. Ef allar þessar þrjár virkjanir verða að veruleika mun heildar raf- orkuframleiðsla þeirra verða allt að 410 megawött, eða uppundir jafn mikil orka og samanlögð raforku- framleiðsla Búrfellsvirkjunar og Blönduvirkjunar. Til samanburð- ar má geta þess að stærsta virkjun- in hér á landi er Kárahnúkavirkjun sem framleiðir 690 MW. En til að hægt sé að reisa þessi vindorkuver þarf að vera hægt að flytja orkuna sem þar verður til, en núverandi flutningskerfi mun að óbreyttu ekki ráða við að hana. Morgunblaðið greindi frá því síðastliðinn fimmtu- dag að Landsnet hafi nú ákveð- ið að flýta undirbúningi fyrir lagn- ingu nýrrar háspennulínu frá Hval- firði og í Hrútafjörð, alls tæplega hundrað kílómetra lína. Áætlað er að verkefnið kosti um tíu milljarða króna. Sverrir Jan Norðfjörð, fram- kvæmdastjóri þróunar- og tækni- sviðs Landsnets, sagði í samtali við Morgunblaðið að nauðsynlegt hafi verið að uppfæra kerfisáætlun fyr- irtækisins með vindorkugarðana í huga og til að styrkja núverandi byggðalínu. Í ljósi þess hversu sveiflukennd raforkuframleiðsla vindorkuvera jafnan er telja menn brýnt að tengja framleiðslu vind- orkuveranna við helsta virkjana- svæði vatnsaflsvirkjana á suðvestur- horni landsins. Sömuleiðis verður ný lína áfangi í að tengja Blöndu- virkjun betur við landskerfið. mm Unnið við háspennulínur. Ljósm. úr safni. Efla flutningskerfi raforku vegna fyrirhugaðra vindorkuvera

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.