Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2019, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 18.09.2019, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 18. SEpTEMBER 2019 21 Pennagrein því aukast og hann getur hvergi lent nema hjá almenningi og fyr- irtækjum í landinu. Lífskjarasamn- ingurinn hefur trúlega ekki gert ráð fyrir þeim álögum sem óhjákvæmi- lega lenda hjá launþegum við þær breytingar. Sveitarfélögum hlýtur að vera nauðugur einn kostur að stórhækka sorpeyðingagjöld til að bregðast við og fyrirtæki hafa vænt- anlega ekki aðrar leiðir en að velta nýjum kostnaðarliðum út í verðlag vöru og þjónustu. Ekki klæða sig í dulargervi! Það er svo áleitin spurning hvort áskorun Samskipa og Íslenska Gámafélagsins er ekki frekar hagn- aðardrifin en sprottin af hreinum áhuga á umhverfislausnum þar sem þessi félög hyggjast taka að sér að flytja allt sorp úr landi og auka um- svif sín verulega á þeim forsendum. Það er auðvitað ekkert að hagnað- ardrifnum áhuga en alltaf best að hafa hann án dulargervis. Skilagjöld Þá komum við að væntanlegum skatti sem boðað er að verði sett- ur á allt sorp sem fer til urðunar. Er hann skynsamleg leið til að draga úr urðun? Svarið við því er bæði já og nei. Það væri hægt að fara skyn- samlegri leiðir til að ná þeim mark- miðum sem urðunarskattinum er ætlað að ná. Það er hægt að minnka það sem fer til urðunar með því til dæmis að setja skilagjald á þá vöru- flokka sem við viljum ekki að fari til urðunar. Eitt kíló af sorpi sem fer til urðunar er ekkert betra í jörðu komið þó það sé með urðunar- skatti. Það er enginn umhverfisbati af því. Það hefur heldur ekki verið sett fram nein skýring á því í hvað á að nota skattinn. Á að nýta hann til fræðslu, á að nýta hann til að draga úr neyslu eða til einhvers allt ann- ars? Enn og aftur, við skulum byrja á toppnum en ekki á endanum. Minnkum það sem við þurfum að lokum að urða með fræðslu og betri lausnum. Eigum ódýrari orku Þegar rætt er um urðunarskatt er oft bent á þá staðreynd að það er verið að setja urðunarskatta á er- lendis og er það rétt. Ástæðan fyrir því er sú að víðast hvar er búið að byggja stórar brennslustöðvar sem þurfa mikið hráefni til að geta rekið sig á hagkvæman hátt og því skiptir miklu að allt það sorp sem fellur til á viðkomandi svæði komi til brennslu svo að reksturinn verði eins hag- kvæmur og kostur er. Hin hliðin á málinu er sú staðreynd að víða er mikill orkuskortur og því tilvalið að brenna ruslið til að fá orkugjafa, hita og rafmagn fyrir nærliggjandi byggð og því eru brennslustöðvarn- ar oftar en ekki inn í miðjum íbúða- hverfum. Hins vegar háttar þann- ig til á Íslandi að við eigum mikið af vistvænni orku (jarðvarmi og raf- magn) sem er margfalt ódýrari en sú orka sem kemur úr brennslu- stöðvum. Það er því ekki skynsam- legt að setja urðunarskatt á allt sem kemur til urðunar út frá þeirri stað- reynd að það muni alltaf þurfa að urða eitthvað og því afar óeðlilegt að ofurskattleggja þann úrgang sem óhjákvæmilegt og skynsamlegt er að urða á hverjum tíma. Finnum góðar lausnir Að fara vel með það sem við eigum skiptir máli hjá flestum og gildir það sama með þá fjármuni sem við þurfum að nota til að koma sorpinu okkar fyrir. Við þurfum á hverjum tíma að hugsa um það hvernig við fáum bestu umhverfislausnina, sem jafnframt kostar sem minnstu fjár- munina. Þetta er oft viðkvæmt að nefna, þ.e. peninga og umhverfis- lausnir, en þeir sem þurfa að greiða kostnaðinn finna fyrir fjárhagslegu hliðinni og það er, þegar upp er staðið, almenningur í landinu. Því er eðlilegt að gerð sé sú krafa að vandað sé til fjárhagshliðar málsins og hugað að þeirri hlið um leið og við gerum kröfu um að þær lausnir sem við veljum séu ásættan- legar út frá umhverfissjónarmiði. Verum skynsöm hvað þetta varð- ar og finnum góðar og hagkvæmar lausnir. Því er kannski vandsvarað hvort aukinn kostnaður vegna ann- ars vegar útflutnings og hins vegar skattlagningar verði ásættanlegur. Einhverjum kann að finnst hann nauðsynlegur fórnarkostnaður til að ná einhverjum árangri, öðrum mun þykja hann beinlínis fáránleg- ur. Svo er spurning hvort hár kostn- aður leiðir af sér óæskilegar svartar lausnir þar sem hitt og þetta fer í auknum mæli að finnast í skurðum og gjótum. Er skynsamlegt að hætta urðun? Það hlýtur að skipta okkur öll máli og vera ábyrg afstaða að við sem þjóð tökum sjálf ábyrgð á því sem fellur til við okkar neyslu og séum sjálfbær í þeim skilningi að við höf- um lausnir sem ekki eru ofurseldar erlendum viðskiptasveiflum og póli- tískum ákvörðunum. Hér á landi þurfa því að vera/verða til leiðir til að meðhöndla það sorp sem til fell- ur. Reikna má með að innan fárra ára muni margar þjóðir setja skorð- ur við því að tekið sé við sorpi frá öðrum nema með sérstökum skil- yrðum. Við sáum afleiðingarnar af því þegar Kínverjar hættu að taka við plasti svo eitt dæmi sé nefnt. Til að setja þessa umræðu í meira samhengi hingað heim, þá getum við spurt okkur sjálf að því hvort við Íslendingar værum tilbúnir til að taka við sorpi frá öðrum löndum. Án þess að fullyrða neitt um svör við þeirri spurningu er næsta víst að svarið við henni yrði eitt stórt nei. Það má svo ekki gleymast að það er á ábyrgð sveitarfélaga að sjá til þess að til séu lausnir til förgunar úrgangs. Þá ábyrgð er ekki hægt að framselja eða færa til einkafyrirtækja. Umræða um urðun og brennslu erlendis hefur sannarlega ýtt hressi- lega undir umræðu um neysluna og þau umhverfisáhrif sem hún hefur. Þar hefur urðunin verið dæmd án mikillar þekkingar á þeirri með- höndlun en á sama tíma hefur orð- ið ánægjuleg þróun í átt til aukinn- ar flokkunar og endurvinnslu. Von- andi leiðir umræðan til minni neyslu og betri meðferðar á því efni sem neyslusamfélagið nýtir og hefur síð- an fleygt án mikillar umhugsunar. Leitum skynsamlegustu leiðanna Í fyrirsögn þessa greinarkorns er sett fram spurningin: „Er skynsam- legt að hætta urðun sorps?“ Svar- ið við þeirri spurningu er alfarið neitandi. Ekki að svo komnu máli. Leggjum okkur frekar fram um að draga úr urðun úrgangs með marg- víslegum leiðum, finnum bestun á allt það sem fellur til, flokkum það sem við getum flokkað frá, endur- nýtum það sem hægt er að endur- nýta og urðum það sem skynsam- legt er að urða. En stefnum að því að urðun verði sem minnst og helst alveg óþörf í framtíðinni. Breytum síðan urðunarstöðum í skógræktar- reiti sem hjálpa okkur með kolefn- issporið mannkyninu til heilla. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ. Höf. er formaður stjórnar Sorpurðunar Vesturlands. Magnús B. Jónsson, formaður stjórnar Norðurár bs. Sorpurðunarstaðurinn í Fíflholtum á Mýrum. Nýr metangasbrennari á athafnasvæði Sorpurðunar Vesturlands í Fíflholtum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.