Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2019, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 18.09.2019, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 18. SEpTEMBER 2019 11 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is SK ES SU H O R N 2 01 9 1299. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 24. september kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina útsendingu á facebooksíðu Akraneskaupstaðar. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Framsókn og frjálsir í Frístundamiðstöðinni, • mánudaginn 23. september kl. 20:00. Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti • 16-18, mánudaginn 23. september kl. 20:00. Sjálfstæðisflokkurinn að Kirkjubraut 8, • laugardaginn 21. september kl. 11:00. Bæjarstjórnarfundur Fjárfestirinn Matthías Imsland keypti nýlega 14 íbúða fjölbýlis- hús við Asparskóga 4 á Akra- nesi af leigufélaginu Heimavöll- um hf. í gegnum einkahlutafélag sitt, MpI ehf. Fréttablaðið greindi frá. Kaupverðið liggur ekki fyrir en kaupin voru fjármögnuð með lánum frá Íbúðalánasjóði sem ein- ungis eru ætluð óhagnaðardrifnum leigufélögum, en ákvæði þess efn- is er í stofnskrá fyrirtækisins MpI ehf. Lán sem þessi lúta sérstökum kröfum skv. reglugerð, m.a. að fyr- irtæki sem fær slík lán er óheim- ilt að greiða út arð, heldur á allur hagnaður af rekstrinum að fara til uppbyggingar og viðhalds íbúð- anna. Enn fremur er kveðið á um að launagreiðslum sé stillt í hóf. Sömuleiðis er tekið fram að slík félög skuli hafa það langtíma- markmið að eiga og sjá um rekst- ur leiguhúsnæðis. Þá er kveðið á um að meðalárstekjur íbúa skuli ekki fara yfir ákveðna upphæð og að leiguverð skuli reiknað út eftir ákveðnum reglum. Leiguverð skal þannig vera hlutfall af afborgunum lána ÍLS að viðbættum rekstri og viðhaldi. Tveimur dögum eftir að Matth- ías fékk afsal íbúðanna fjórtán í hendurnar frá Heimavöllum seldi félag hans tvær íbúðanna fyrir sam- tals 50,6 milljónir króna. Til þess þurfti að afla sérstaks leyfis frá Íbú- ðalánasjóði, sem var veitt, en pen- ingarnir fóru m.a. í að greiða upp rúmlega 29 milljóna lán frá sjóðn- um sem hvíldu á þessum tveimur íbúðum. Við kaupin tók félag Matthíasar yfir leigusamninga Heimavalla við leigjendur. Hins vegar bendir ekkert til þess að leiguverð muni lækka, að því er fram kemur í frétt Fréttablaðsins, þrátt fyrir að kaup fyrirtækisins séu fjármögnuð með lánum sem eru ætluð óhagnaðar- drifnum leigufélögum. kgk Asparskógar 4 á Akranesi. Keypti fjórtán íbúða fjölbýli á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.