Skessuhorn - 18.09.2019, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 18. SEpTEMBER 2019 27
Sameiginlegt lið ÍA/Kára/Skalla-
gríms fagnaði um helgina Íslands-
meistaratitli A liða í 2. flokki karla
annað árið í röð. Liðið hóf Íslands-
meistarabikarinn á loft að loknum
5-0 sigri gegn KA/Dalvík/Reyni/
Magna í Akraneshöllinni síðastlið-
inn laugardag. Liðið fór ósigrað í
gegnum Íslandsmótið, lauk keppni
með 46 stig og 44 mörk í plús. Sig-
urður Hrannar Þorsteinsson varð
markakóngur mótsins með 22
mörk.
Sama dag vann B lið heimamanna
2. flokks KA/Dalvík/Reyni/Magna
6-0 og sigraði í flokki B liða með
42 stig og markatöluna 69-12, eða
57 mörk í plús. Andri Freyr Egg-
ertsson varð markakóngur mótsins
með 13 mörk.
Þjálfarar bæði A og B liða 2.
flokks karla eru þeir Sigurður Jóns-
son og Elinbergur Sveinson.
kgk/ Ljósm. Knattspyrnufélag ÍA.
ÍA og Grindavík skildu jöfn, 1-1,
þegar liðin mættust í 21. umferð
pepsi Max deildar karla í knatt-
spyrnu. Leikið var á Akranesvelli
síðdegis á mánudaginn, en leiknum
var frestað vegna veðurs á sunnu-
daginn. Skagamenn sigldu lygn-
an sjó um miðja deild fyrir leikinn,
en Grindvíkingar þurftu á stigi að
halda til að eiga minnsta möguleika
á að halda sæti sínu í deildinni.
Bæði lið voru varkár í upphafi og
leikurinn fremur tíðindalítill fram-
an af, eða allt þar til ÍA komst yfir
á 24. mínútu. Stefán Teitur Þórð-
arson tók aukaspyrnu rétt utan við
vítateigsbogann, lyfti boltanum yfir
varnarvegginn og efst upp í hægra
hornið. Glæsilegt mark hjá Stefáni
og lifnaði heldur yfir leiknum eftir
það. Skagamenn voru nálægt því að
bæta við öðru marki skömmu síð-
ar þegar þeir fengu tvö góð tæki-
færi eftir hornspyrnu. Grindvík-
ingar vöknuðu sömuleiðis til lífsins
án þess þó að skapa sér nein alvöru
marktækifæri.
Gestirnir voru líflegri í upphafi
síðari hálfleiks. Þeir voru nálægt
því að jafna á 56. mínútu en Einar
Logi Einarsson bjargaði á mark-
línu. Eftir því sem leið á leikinn
féll Skagaliðið lengra til baka og
freistaði þess að beita skyndisókn-
um. Grindvíkingar sóttu meira,
áttu nokkrar álitlegar sóknir en
engin dauðafæri, þar til jöfnunar-
markið kom á 85. mínútu. Löng
aukaspyrna var send inn á teiginn
þar sem Josip Zeba var aleinn og
óvaldaður og skallaði boltann í blá-
hornið. Grindvíkingar sóttu stíft
undir lokin, áttu skot rétt framhjá
markinu og Skagamenn björguðu
svo á línu í uppbótartíma. En fleiri
mörk voru ekki skoruð og niður-
staðan því jafntefli.
ÍA situr í 6. sæti deildarinnar
með 26 stig, jafn mörg og HK í
sætinu fyrir ofan en stigi á undan
Val og Víkingi R. Næsti leikur ÍA
er útileikur gegn HK sunnudaginn
22. september næstkomandi.
kgk
Víkingur Ó. lagði Aftureldingu
1-0 þegar liðin mættust í næstsíð-
ustu umferð Inkasso deildar karla í
knattspyrnu. Leikið var á Varmár-
velli í Mosfellsbæ á laugardaginn.
Heimamenn voru heldur sterkari
í fyrri hálfleik. Þeir léku með vind-
inn í bakið, en nokkuð hvasst var á
Varmárvelli og setti það svip sinn á
leikinn. Afturelding fékk dauðafæri
strax á 5. mínútu leiksins þegar Ás-
geir Örn Arnþórsson slapp einn í
gegn en Franko Lalic varði vel frá
honum í marki Víkings. Boltinn
barst síðan aftur á Ásgeir sem skaut
honum yfir markið. Afturelding
skapaði sér nokkur ágætis færi fram
að hálfleiknum en Ólafsvíkingar
fundu ekki taktinn í sókninni.
Það bætti heldur í vindinn í síð-
ari hálfleik og virtist það slá heima-
menn nokkuð út af laginu. Ólafs-
víkingar komust betur inn í leik-
inn, án þess þó að skapa sér mik-
ið af færum. Þeir fengu tvö ágæt-
is tækifæri úr aukaspyrnu og lang-
skoti snemma í síðari hálfleiknum
en tókst ekki að koma boltanum
í netið. Eina mark leiksins skor-
aði Harley Willard á 65. mínútu,
með skoti fyrir utan vítateig. Jon
T. Martinez, markvörður Aftureld-
ingar, var í boltanum en náði ekki
að verja skotið. Víkingur þar með
kominn með 0-1 forystu sem þeir
héldu allt til leiksloka.
Víkingur situr í 6. sæti deildar-
innar með 31 stig, jafn mörg og
Keflavík í sætinu fyrir neðan en
tveimur stigum á eftir næstu liðum
fyrir ofan. Lokaleikur Ólafsvíkinga
í deildinni í sumar er heimaleikur
gegn Njarðvíkingum laugardaginn
21. september.
kgk/ Ljósm. úr safni.
ÍA tryggði sæti sitt í Inkasso deild
kvenna í knattspyrnu á föstudag.
Skagakonur sigruðu Aftureldingu
2-0 á heimavelli í næstsíðustu um-
ferð deildarinnar og eru þar með
fjórum stigum fyrir ofan fallsæti.
Skagakonur byrjuðu leikinn af
krafti og komust yfir strax á 6. mín-
útu þegar Íris Dögg Gunnarsdótt-
ir, markvörður Aftureldingar, varð
fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
Sigrún Eva Sigurðardóttir tók
glæsilega hornspyrnu frá vinstri,
skrúfaði boltann inn að markinu á
nærstöngina. Íris Dögg steig á móti
boltanum og ætlaði að slá hann
frá en hitti hann ekki nógu vel svo
hann hafnaði í netinu.
Skagakonur höfðu yfirhöndina
það sem eftir lifði fyrri hálfleiks,
sýndu á köflum ágæta sóknartil-
burði og sköpuðu sér nokkur fín
færi sem ekki tókst að nýta. Þær léku
sömuleiðis þétta vörn svo gestirnir
úr Mosfellsbæ komust lítt áleiðis og
tókst ekki að skapa mikið.
ÍA liðið var áfram sterkara í síðari
hálfleik, var meira með boltann og
náði að skapa sér ágætis færi. Aftur-
elding sótti þó heldur í sig veðrið
og átti nokkrar álitlegar sóknir en
tókst ekki að komast á blað. Skaga-
konur gerðu svo út um leikinn á 82.
mínútu. Erla Karitas Jóhannesdótt-
ir átti þá góða fyrirgjöf inn í teiginn
frá hægri. Boltinn fór framhjá varn-
armönnum Aftureldingar og á Vé-
dísi Öglu Reynisdóttur sem skor-
aði með föstu skoti úr vítateignum.
Var þetta fyrsta mark Védísar fyrir
meistaraflokk en ef til vill hefði Íris
Dögg í marki Aftureldingar átt að
gera betur.
Eftir sigurinn er ÍA í 6. sæti með
19 stig, jafn mörg og Augnablik og
Fjölnir í sætunum fyrir neðan. En
það sem mestu máli skiptir er að
liðið hefur fjögurra stiga forskot á
Grindavík sem situr í fallsæti þeg-
ar einn leikur er eftir. Skagakon-
ur munu því leika áfram í Inkasso
deildinni að ári. Lokaleikur ÍA í
sumar er gegn Tindastóli á föstu-
daginn, 20. september. Hann fer
fram á Sauðárkróki.
kgk
Íslandsmeistarar í 2. flokki
Lið ÍA/Kára/Skallagríms sem hampaði Íslandsmeistaratitlinum A liða í 2. flokki karla annað árið í röð. Íslandsmeistarar B liða í 2. flokki karla.
Sigur í Mosfellsbænum
Sótt að Sigrúnu Evu Sigurðardóttur í leiknum gegn Aftureldingu. Ljósm. gbh.
Skagakonur
öruggar
Jafnt á Akranesvelli
Stefán Teitur Þórðarson sendir aukaspyrnu yfir vegginn og efst upp í hornið.
Ljósm. gbh.