Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2019, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 18.09.2019, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 18. SEpTEMBER 201926 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvað færð þú þér í morgun- mat þegar þú ert á hraðferð? Spurni g vikunnar (Spurt á Akranesi) Dagmar Sigurðardóttir Ég fæ mér alltaf Cheerios. Sigurður Guðjónsson Þá fæ ég mér bara gróft korn. Dagný Hauksdóttir Mest lítið, kannski bara vatns- glas. Annars fæ ég mér alltaf góðan morgunverð ef ég er ekki á hraðferð. Alexander Þorleifsson próteinstykki og Hleðslu. Borgnesingurinn Alexandrea Rán Guðnýjardóttir vann til silfurverð- launa á Norðurlandamóti ung- linga í kraftlyftingum sem fram fór í Videbæk í Danmörku um helgina. Alexandrea Rán keppti í klassískri bekkpressu í -57 kg flokki. Hún jafnaði Íslandsmet sitt í fyrstu til- raun þegar hún lyfti 77,5 kg. Hún átti tvær ágætar tilraunir til við- bótar með 82,5 kg en báðar lyftur voru dæmdar ógildar vegna tækni- mistaka. arg Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við dönsku landsliðs- konuna Emilie Hesseldal. Mun hún leika með liði Borgnesinga í Dom- ino‘s deildinni á næstu leiktíð. Emilie er 28 ára gömul, 186 cm á hæð og leikur stöðu framher- ja. Hefur hún leikið með félag- sliðum í heimalandinu Danmörku og í portúgal við góðan orðstír, að því er fram kemur á Facebook-síðu Kkd. Skallagríms. Áður lék hún um þriggja ára skeið með liði Colo- rado State háskólans í bandaríska háskólaboltanum. kgk Bókasafnsdagurinn var haldinn há- tíðlegur á skólasafni Brekkubæjar- skóla á Akranesi 9. september síð- astliðinn. Þar á meðal var boðið upp á að svara spurningu dagsins, „Hvað eru margar bækur á skóla- safninu?“ Alls svöruðu 166 einstak- lingar. Fjöldi bóka á safninu er í dag 19.007 og sú sem var næst réttu svari var Anna Lea, nemandi í 3. bekk sem giskaði á 20 þúsund bæk- ur. Á myndinni má sjá hana taka við bók að gjöf fyrir að vera næst rétta svarinu. Einnig var boðið uppá að teikna uglu út frá bókasafnsmerk- inu og út frá þeim myndum er verið að búa til slagorðið „Lestur er best- ur“. Það var mikið líf og fjör á safn- inu þennan daginn og margar uglur litu dagsins ljóss. -fréttatilk. Nýr upplýsingaskjár var vígður á Akranesvelli á föstudaginn. Um er að ræða 144,5 tommu LED skjá sem leysir af hólmi gömlu skortöfl- una og leikklukkuna sem áður var á sama stað. Nýi skjárinn mun upplýsa áhorf- endur um stöðu knattspyrnuleikja og hvað leiktímanum líður, en hon- um fylgja einnig fleiri notkunar- möguleikar. Hægt er að sýna þar myndir af leikmönnum, sýna hver skoraði og innáskiptingar, auk þess að spila auglýsingar og fleira. Nýi skjárinn var formlega vígður þegar Skagakonur tóku á móti Aft- ureldingu í Inkasso deild kvenna í knattspyrnu. kgk/ Ljósm. Exton. Skagaleikflokkurinn stefnir að því að færa söngleikinn Litlu hryllings- búðina á fjalirnar í haust. Boðað var til áheyrnaprufa og kynningarfund- ar síðastliðinn laugardag í húsnæði Sementsverksmiðjunnar við Mána- braut. Margir voru búnir að skrá sig og var þátttaka góð. Þar kynnti Valgeir Skagfjörð, leikstjóri verksins, verkefnið og stýrði áheyrnarprufum. Þar gátu söngelskir og leikþyrstir látið ljós sitt skína og reynt að hreppa hlut- verk í þessum heimsfræga rokk- söngleik eftir Alan Menken og Howard Ashman. kgk Skallagrímur beið lægri hlut gegn Vængjum Júpiters, 1-3, þegar lið- in mættust í 3. deild karla í knatt- spyrnu á Skallagrímsvelli á fimmtu- dag. Var þetta síðasti heimaleikur Borgnesinga í sumar. Öll mörk leiksins gegn Vængjum Júpiters komu í fyrri hálfleik. Sigur- jón Ari Guðmundsson kom Skalla- grími yfir strax á 4. mínútu leiks- ins en Daníel Rögnvaldsson jafn- aði metin fyrir gestina tólf mínút- um síðar. Magnús pétur Bjarnason kom gestunum yfir á 28. mínútu og á 31. mínútu varð Snorri Krist- leifsson, leikmaður Skallagríms, fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Gestirnir þar með komnir í 1-3 og þannig var staðan allt til leiksloka. Skallagrímsmenn sitja á botni deildarinnar með sex stig eftir 21 leik. Síðasti leikur Borgnesinga í sumar er útileikur gegn Reyni Sandgerði laugardaginn 21. sept- ember. kgk/ Ljósm. úr safni/ glh. Alexandrea Rán Guðnýjardóttir vann til silfurverðlauna á Norðurlandamóti unglinga í kraftlyftingum um helgina. Alexandrea kom heim með silfrið af Norðurlandamóti Tap í síðasta heimaleiknum Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir og verðlaunahafinn Anna Lea, nemandi í 3. bekk. Gátu sér til um fjölda bóka á safninu Dönsk landsliðskona í Skallagrím Emilie Hesseldal í leik með danska landsliðinu. Ljósm. FIBA. Nýr skjár á Akranesvelli Skagaleikflokkurinn setur upp Litlu hryllingsbúðina Dzintars Sondors Samloku.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.