Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2019, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 18.09.2019, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 18. SEpTEMBER 2019 9 Gróðrarstöðin Grenigerði við Borgarnes Við eigum mikið af fallegu birki í limgerði og einnig stök tré. Ríta og Páll 437-1664 849-4836 Núna er besti tíminn til að planta Nú er hafin landssöfnun á birki- fræjum en að henni standa Land- græðslan, Olís og Hekluskógar. Söfnunin er liður í verkefni sem snýr að endurheimt birkiskóga, en þeir eru mikilvægur þáttur í upp- græðslu lands og kolefnisbind- ingu. Söfnunarpokar eru fáanleg- ir á Olís-stöðvum á Akureyri, Álf- heimum, Norðlingaholti, Borgar- nesi, Reyðarfirði, Selfossi, Höfn, Hellu, Fellabæ (Egilsstaðir) eða á Húsavík. Þessar sömu stöðvar taka við pokunum þegar fólk er búið að safna fræi í þá. Starfsstöðvar Land- græðslunnar taka einnig við fræ- pokum. „Ef fólk á þess ekki kost að fara á Olísstöð þá getur það safnað birki- fræjum í tau- eða pappírspoka og skilað þeim á fyrrnefnda staði. Safn- arar verða að láta miða í pokana þar sem fram kemur hvar á landinu þeir söfnuðu fræinu. Þetta skipt- ir máli, þar sem ekki er talið ráð- legt að blanda saman mismunandi ættstofnum birkis milli landshluta. Fræið þarf að vera þurrt í pokunum og best er að koma pokunum sem fyrst á söfnunarstaði. Ef söfnunar- pokum er ekki skilað inn strax þarf að geyma þá í kæli.“ Nöfn þeirra sem safna þurfa líka að fylgja fræpokunum. Átakinu lýk- ur um miðjan október og þá verður dregið úr nöfnum þeirra sem söfn- uðu fræi og vegleg umhverfisvæn- verðlaun veitt. Landgræðslan er með starfs- stöðvar í Gunnarsholti, Rangár- vallasýslu, Keldnaholti í Reykjavík, Sauðárkróki, Hvanneyri, Húsavík og Egilsstöðum. Starfsstöðvarnar eru opnar virka daga á venjulegum skrifstofutíma. mm Á fundi sveitarstjórnar Borgar- byggðar síðastliðinn fimmtudag var ákveðið að lækka gatnagerðargjöld af lóðum á athafnasvæðinu að Sól- bakka í Borgarnesi. Samþykkt var að lækka gatnagerðargjöld um 50% og fella niður lóðagjöld af þeim frá og með 1. október 2019 fram til árs- loka 2020. Einnig er verið að breyta deiliskipulagi á svæðinu á þann veg að lóðir verða minnkaðar og gerðar á þann hátt aðgengilegri til notkun- ar. Deiliskipulagið verður tilbúið til afgreiðslu innan skamms. mm Landssöfnun á birkifræi stendur yfir Neðsti hluti Sólbakka í Borgarnesi. Ljósm. Já-kort. Lækka gatnagerðargjöld og fella niður lóðagjöld Allt til heimaslátrunar Egilsholti 1 Verslun, sími: 430 5500 Opið virka daga 8-18 Laugardaga 10-14 www.kb.is, verslun@kb.is Kjötnet, kjötkrókar, pækilmælar Gott úrval hnífa og brýna Gott úrval af tunnum og fötum Kjötfarsblanda, rúllu- pylsukrydd, lambakrydd, reykkrydd, nítrítsalt og gróft salt Vagúmvélar og pökkunarplast SK ES SU H O R N 2 01 8 Þekking Gæði Þjónusta Grensásvegi 46 - 108 Reykjavík - sími 5113388

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.