Skessuhorn - 18.09.2019, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 18. SEpTEMBER 20198
Fá sektir í pósti
VESTURLAND: Ekk-
ert lát er á of hröðum akstri
í umdæmi Lögreglunn-
ar á Vesturlandi og marg-
ir sem eiga von á að fá hraða-
sekt í pósti á næstu dögum. Í
gær var lögregla við vöktun
á hraðamyndavélabílnum við
Ketilsflöt á Akranesi, til móts
við leikskólann Akrasel, þar
sem hámarkshraði er 30 km/
klst. Eftirlitið stóð yfir milli
kl. 12:00 og 13:00. Alls fóru
211 bílar um svæðið þennan
klukkutíma. Af þeim voru 35
kærðir og fá sekt fyrir of hrað-
an akstur. Sá sem hraðast ók
var á 51 km/klst., eða 21 km/
klst. yfir leyfilegum hámarks-
hraða. Fyrr sama dag, milli
kl. 9:00 og 10:00. var lögregla
við eftirlit á hraðamyndavéla-
bílnum á Borgarbraut í Borg-
arnesi, þar sem hámarkshraði
er 30km/klst. 83 bílar fóru um
svæðið þennan klukkutíma og
17 voru kærðir fyrir að aka of
hratt. Að sögn lögreglu verður
farið með þennan bíl um allt
umdæmið á næstunni, en und-
anfarið hefur hann einkum
verið notaður í Borgarnesi og
Akranesi, vegna kvartana sem
þaðan hafa borist um of hrað-
an akstur. -kgk
Fullur með
falsað skírteini
HVALFJ: Maður var stöðv-
aður við Hvalfjarðargöng að-
fararnótt sunnudags, grun-
aður um ölvun við akstur. Á
vettvangi vaknaði enn frem-
ur grunur um að viðkom-
andi hefði framvísað fölsuðum
ökuskírteinum erlendis frá og
er það til rannsóknar. Ástand
ökutækisins reyndist auk þess
ekki vera í lagi. Lögregla hef-
ur verið með eftirlit kvölds og
morgna um helgar við Hval-
fjarðargöng og í Borgarnesi,
þar sem kannað er með ástand
ökumanna. Til dæmis var eft-
irlit við Hvalfjarðargöng á
föstudagskvöld þar sem 70
ökumenn voru stöðvaðir. Allir
reyndust þeir ökuhæfir nema
einn, en áfengi mældist í hon-
um. För hans var stöðvuð en
hann reyndist hins vegar und-
ir refsimörkum. -kgk
Ljóslausir í
umferðinni
VESTURLAND: Lögregl-
unni á Vesturlandi barst tölu-
vert af tilkynningum þar sem
ekið hafði verið á sauðfé í
vikunni sem leið. Nú er sá
tími sem fé kemur af fjalli og
smalamennskur standa yfir og
vill lögregla beina því til veg-
farenda að fara varlega. Þá
hafði lögregla afskipti af all-
nokkrum ökumönnum sem
óku ljóslausir í vikunni sem
leið. Einn ökumaður var sekt-
aður fyrir að leggja bíl sínum á
gangbraut í Búðardal í síðustu
viku. -kgk
Sæbjúgu og slor
á planinu
BORGARNES: Lögreglu-
menn í eftirlitsferð urðu varir
við sæbjúgu á planinu við Olís
í Borgarnesi og könnuðu mál-
ið. Í myndavélakerfi sást vöru-
bíll koma og sæbjúgu og slor
falla á planið. Haft var uppi
á ökumanninum sem kvaðst
ekki vita að hann hefði misst
af farmi bílsins. -kgk
Grjóthrun á vegi
BORGARFJ: Tilkynnt var
um grjóthrun á Snæfellsnes-
vegi austan við Kárastaðaveg
síðastliðið fimmtudagskvöld.
Stórgrýti var á veginum, en
honum var ekki lokað heldur
brást Vegagerðin við og fór og
hreinsaði grjótið af veginum.
-kgk
Fótbrotnaði á
göngu
SNÆFELLSBÆR: Erlend-
ur ferðamaður fótbrotnaði á
göngu í Ólafsvík síðastliðið
fimmtudagskvöld um ellefu-
leytið. Hann var á leiðinni að
Fossi, fyrir ofan heilsugæslu-
stöðina, þegar hann missteig
sig í bleytu og bratta. Björg-
unarsveitarmenn aðstoðuðu
manninn og komu undir lækn-
ishendur, að sögn lögreglu.
Maðurinn reyndist fótbrotinn
og var settur í gifs. -kgk
Hentu hjóli í
laugina
AKRANES: Lögreglu var til-
kynnt um fjóra unga drengi
sem hefðu unnið eignaspjöll
á mannvirkjum íþróttamið-
stöðvarinnar að Jaðarsbökk-
um á Akranesi síðastliðinn
fimmtudag. Lögregla fór á
staðinn og hitti fyrir drengina,
sem þrættu fyrir að hafa gert
nokkuð. Kom síðan í ljós að
einhver þeirra hafði hent reið-
hjóli ofan í Guðlaugu. Þeir
viðurkenndu það og kváðust
sjá eftir því, að sögn lögreglu.
Rætt var við foreldra drengj-
anna og föður eiganda hjóls-
ins. Málinu telst lokið. -kgk
Aflatölur fyrir
Vesturland
7.-13. september
Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu:
Akranes: 2 bátar.
Heildarlöndun: 10.670 kg.
Mestur afli: Ísak AK: 10.315
kg í fimm róðrum.
Arnarstapi: Engar landanir á
tímabilinu.
Grundarfjörður: 8 bátar.
Heildarlöndun: 320.868 kg.
Mestur afli: Hringur SH:
66.813 kg í einni löndun.
Ólafsvík: 10 bátar.
Heildarlöndun: 122.451 kg.
Mestur afli: Ólafur Bjarnason:
24.548 kg fjórum löndunum.
Rif: 10 bátar.
Heildarlöndun: 97.959 kg.
Mestur afli: Magnús SH:
28.302 kg í þremur róðrum.
Stykkishólmur: 4 bátar.
Heildarlöndun: 68.608 kg.
Mestur afli: Leynir SH:
41.825 kg í fimm róðrum.
Topp fimm landanir á tíma-
bilinu:
1. Hringur SH - GRU:
66.813 kg, 11. september.
2. Sigurborg SH - GRU:
66.803 kg, 10. september.
3. Anna EA - GRU: 49.981
kg, 10. september.
4. Farsæll SH - GRU: 44.673
kg, 10. september.
5. Helgi SH - GRU: 39.151
kg, 9. september.
-kgk
Á sveitarstjórnarfundi síðastliðinn
fimmtudag var nýr vefur Borgar-
byggðar opnaður. Þjónustuaðili við
gerð og hönnun heimasíðunnar er
Stefna ehf. Vefurinn er unninn með
hliðsjón af ábendingum íbúa, kjör-
inna fulltrúa og starfsmanna sveit-
arfélagsins. „Við gerð nýju síðunnar
var unnið út frá því að stytta leiðir
að upplýsingum og gera síðuna að-
gengilegri fyrir notendur ásamt því
að bæta útlit hennar. Mikil vinna
hefur átt sér stað við að yfirfara efn-
isinnihald síðunnar og gera upplýs-
ingarnar aðgengilegri. Hægt er að
þýða upplýsingar á síðunni með að-
stoð þýðingarþjónustu Google (go-
ogle translate),“ segir í tilkynningu
inni á nýja vefnum.
Á síðunni má meðal annars
rekja mál með því að leita eftir t.d.
málsnúmeri. Þá þarf að nota leitar-
gluggann / stækkunarglerið sem er
efst hægra megin á síðunni. Íbúar
geta nú óskað eftir viðtali við starfs-
fólk Borgarbyggðar í gegnum vef-
inn með því að smella á „panta við-
tal“. Upplýsingar um skipulags-
og byggingamál eru orðnar mun
aðgengilegri en á fyrri vef og fara
flestar umsóknir nú fram á raf-
rænan hátt í gegnum Þjónustugátt
Borgarbyggðar. „Vinna við þróun
síðunnar mun halda áfram á kom-
andi vikum og mánuðum. Ef íbúar
vilja koma ábendingum á framfæri
um eitthvað sem má betur fara, er
tekið við þeim í gegnum hnappinn
„Senda ábendingu“ sem er að finna
bæði efst og neðst á síðunni.“
mm
Íbúar í nágrenni Akraness urðu á
miðvikudag varir við þyrlu Land-
helgisgæslunnar á flugi við bæ-
inn sem og varðskip Landhelgis-
gæslunnar á Faxaflóa, skammt út af
Akranesi.
Þar voru áhafnir beggja varð-
skipanna, Týs og Þórs, við æfing-
ar ásamt þyrlu gæslunnar. Æfingin
fólst m.a. í því að líkt var eftir leit að
týndum kajakræðara, að sögn Ás-
geirs Erlendssonar, upplýsingafull-
trúa Landhelgisgæslunnar. Af þeim
sökum urðu margir íbúar þess var-
ir þegar þyrlan flaug lágt meðfram
ströndinni í nágrenni bæjarins.
Æfing þessi tengdist ekki al-
þjóðlegri æfingu sprengjusérfræð-
inga, sem hófst á öryggissvæðinu
á Keflavíkurflugvelli síðastliðinn
sunnudag. kgk
Northern Challenge, árleg æfing
sprengjusérfræðinga, hófst á ör-
yggissvæðinu á Keflavíkurflug-
velli sunnudaginn 8. september
og stendur fram í þessa viku. Um
er að ræða alþjóðlega æfingu Atl-
antshafsbandalagsins sem Land-
helgisgæslan hefur veg og vanda af.
Hún fer að stærstum hluta fram á
starfssvæði Landhelgisgæslunnar á
Keflavíkurflugvelli en jafnframt á
hafnarsvæðum víðs vegar á Suður-
nesjum.
„Markmið æfingarinnar er að
æfa viðbrögð við hryðjuverkum
þar sem heimatilbúnum sprengj-
um hefur verið komið fyrir. Verk-
efni sprengjusérfræðinganna er
að leysa slíkan vanda. Samskon-
ar búnaður og fundist hefur víðs
vegar um heim er útbúinn og að-
stæður hafðar eins raunveruleg-
ar og kostur er. Æfingin fer fram
við fjölbreyttar aðstæður, t.d. á
flugvelli, í höfnum, í skipi og við
bryggju. Sérhæfð stjórnstöð er
jafnframt virkjuð þar sem öll upp-
setning og vinnubrögð eru sam-
kvæmt alþjóðlegum ferlum Atl-
antshafsbandalagsins,“ segir í frétt
Landhelgisgæslunnar. „Æfingin
veitir sprengjusérfræðingum, sem
koma hvaðanæva að úr heiminum,
einstakt tækifæri til að samhæfa
aðgerðir auk þess að miðla reynslu
og þekkingu sinni til annarra liða.
Northern Challenge hefur notið
mikilla vinsælda á undanförnum
árum og hefur skipað sér sess sem
ein mikilvægasta æfing sprengju-
sérfræðinga í Evrópu. Að þessu
sinni eru þátttakendurnir frá 17
þjóðum og alls eru 27 lið skráð til
leiks. Þeir sem koma lengst að eru
frá Nýja-Sjálandi en að æfingunni
koma hátt í 300 manns.“
mm/ Ljósm. Landhelgisgæslan.
Ný heimasíða Borgarbyggðar í loftið
Varðskipin Týr og Þór við æfingar úti fyrir ströndum Akraness, ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ljósm. Andrea Þ.
Björnsdóttir.
Samæfing gæslunnar á Faxaflóa
Sprengjuleitaræfing á Reykjanesi