Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2019, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 18.09.2019, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 18. SEpTEMBER 2019 17 Borgarbyggð hefur, í samstarfi við Capacent, ráðist í verkefni sem miðar að því að bæta þjónustu og skilvirkni á umhverfis- og skipu- lagssviði sveitarfélagsins og bæta móttöku og vinnslu erinda sem ber- ast sveitarfélaginu. Ráðgjafar Capa- cent vinna nú að greiningu á þjón- ustu sveitarfélagsins og í því felst meðal annars að fá innsýn í upp- lifun notenda þjónustunnar, það er íbúa og fyrirtækja. „Segðu okkur sögu/lýsingu af reynslu þinni af þjónustu Borgar- byggðar sem þú telur að geti nýst í þessu verkefni. Hvað er til fyrir- myndar og hvað má betur fara í þjónustu Borgarbyggðar,“ segir í tilkynningu frá Gunnlaugi A Júlí- ussyni sveitarstjóra um verkefnið, sem bætir við: „Vinsamlegast notið ábendingagátt á heimasíðu Borgar- byggðar til að koma ábendingum á framfæri. Þær þurfa að berast fyrir 27. september nk. Þær ábendingar sem berast verða eingöngu notað- ar í þeim tilgangi að greina þjón- ustu Borgarbyggðar. Upplýsingum er ekki miðlað til þriðja aðila og fyllstra trúnaðar er gætt við með- höndlun gagna. Upplýsingar þessar eru varðveittar á meðan greining- arferli stendur.“ mm Hjónin Kristín Sveinbjörnsdóttir og Friðjón Guðmundsson á Halls- stöðum í Flekkudal í Dalabyggð eiga bæði stórafmæli á árinu. Krist- ín verður fimmtug í október og Friðjón varð sextugur í mars. Þá eiga tvö barnananna þeirra einn- ig stórafmæli á þessu ári, Einar verður tvítugur í lok september og Signý verður þrítug í október. Fjöl- skyldan ákvað fyrr í sumar að slá til veislu fyrir fjölskyldu og vini af þessum tilefnum. Kristín og Frið- jón ákváðu að auki að nýta þetta til- efni til að koma gestum á óvart með brúðkaupi. „Það vissi þetta engin nema þrjú af börnunum okkar svo við komum öllum á óvart,“ segir Kristín en þau Friðjón hafa verið saman í rúmlega þrjátíu ár. „Okk- ur þótti gaman að gera þetta svona óvænt og það bjóst enginn við þessu, maður er aldrei of gamall til að leika sér smávegis,“ segir Krist- ín í samtali við Skessuhorn. „Sum- ir héldu að eldri sonur okkar væri að fara að gifta sig fyrst við vorum að halda svona veislu en svo fór fólk að spá í hvort það gæti verið að við Friðjón værum kannski ekki gift.“ Náði líka að koma Friðjóni á óvart Þegar gestirnir komu fóru allir fram á Flekkudal að gamalli hlað- inni rétt og hestum var stillt upp fyrir neðan barð þar sem gestirn- ir söfnuðust saman. „Þetta mynd- aði svona lifandi altaristöflu, sem var mjög gaman,“ segir Kristín og bætir því við að gestirnir hafi allir orðið mjög hissa. „Þegar ég kom út úr bílnum í upphlut voru all- ir alveg steinhissa og Friðjón líka. Hann vissi ekkert að ég ætlaði að klæða mig svona upp svo ég náði að koma honum smávegis á óvart líka. Ég fékk upphlut að láni hjá systur minni því mig langaði að klæða mig aðeins meira upp og koma Friðjóni á óvart.“ Eftir að séra Anna Eiríks- dóttir hafði gefið þau hjónin saman var slegið til veislu. „Við byrjuðum frammi á dal og svo færðist veisl- an í samkomuhúsið á Staðarfelli þar sem við héldum matarveislu og öllu tjaldað til.“ arg Framkvæmdir við nýtt fimleikahús við Vesturgötu á Akranesi standa nú sem hæst. Búið er að steypa neðri hluta útveggjanna og vinna við efri hluta þeirra er hafin. Steypuvinna við stúku og tröpppur sem tengja fimleikahúsið við íþróttahúsið er langt komin, að því er fram kemur á vef Akraneskaupstaðar. Vegna framkvæmda við tengingu milli fimleikahússins og íþrótta- húss hafa búningsklefarnir og kjall- ari, að keilusalnum frátöldum, ver- ið lokaðir. Starfsemi hófst í íþrótta- húsinu í byrjun september og stefnt er að því að hægt verði að byrja að nota kjallarann og búningsher- bergin fljótlega. Samhliða byggingu fimleikahúss verður hluti af íþróttahúsinu lag- færður að utan. Í vetur verður gert við sprungur í steypunni og á næsta ári verður sá hluti hússins málaður. Fimleikahúsið er hannað af Andrúmi Arkitektum og Mann- viti verkfræðistofu og fyrirtæk- ið Spennt ehf. annast byggingu hússins. Kostnaður vegna fram- kvæmdanna nemur 610 milljónum króna. kgk Búið er að jarðvegsskipta á lóð undir nýjan leikskóla Hnoðrabóls á Kleppjárnsreykjum í Borgar- firði. Í húsinu verða einnig skrif- stofur fyrir starfsfólk leikskólans og grunnskólans. Í síðustu viku var unnið við að koma sökklum fyrir á lóðinni. Næsti verkhluti er steypa á plötu áður en reistar verða forsteyptar einingar. Bygg- ingaverktaki er Eiríkur J Ingólfs- son. Nýr leikskóli verður flutt- ur frá Grímsstöðum að Klepp- járnsreykjum fyrir upphaf skóla- árs haustið 2020. mm/ Ljósm. Josefina Morell. Farþegaskipið Ocean Diamond lagðist að bryggju í Grundarfirði um helgina og samkvæmt áætlun skipsins átti það að sigla til Reykja- víkur á sunnudagskvöld til að taka á móti nýjum farþegum. En veðr- ið spillti þeirri áætlun með hvass- viðri og brælu á Faxaflóa þannig að áhöfn skipsins taldi öruggast að bíða í öruggri höfn á meðan veðrið gengi yfir. Farþegarnir sem voru að klára ferðina voru svo fluttir með rútum frá Grundarfirði til Kefla- víkur. Þriðjudaginn 17. september komu nýir farþegar með rútum til Grundarfjarðar og fóru um borð í skipið þar. tfk Félag nýrra Íslendinga gengst fyr- ir árlegri þjóðahátíð sunnudaginn 22. september klukkan 14-17. Há- tíðin verður að þessu sinni haldin í Íþróttahúsinu við Jaðarsbakka á Akranesi og eru allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Sem fyrr er það pauline McCarthy, formaður Fé- lags nýrra Íslendinga, sem skipu- leggur hátíðina. „Það verður fólk frá tuttugu lönd- um sem kemur og kynnir sín þjóð- lönd með mat og skemmtiatriðum. Einnig verður hægt að kaupa mat frá Suður-Kóreu, Filippseyjum, Thail- andi og Bandaríkjunum. Flestir af sýnendum eru búsettir hér á Vest- urlandi,“ segir pauline í samtali við Skessuhorn. Sævar Freyr Þráinsson bæjartjóri mun setja hátíðina en auk hans mun kínverski sendiherrann Jin Zhijian ávarpa gesti. Boðið verður upp á búlgarskan dans, thai dans, spænskan og filip- peyskan söng, rapp, bollywood dans og fleira. Sérstakur gestur, Ma- hendra patel, kemur frá Englandi og heldur á laugardaginn námskeið í afrískum og indverskum trommu- slætti í Tónlistarskóla Akraness. Þá mun hann koma fram ásamt nem- endum sínum á Þjóðahátíðinni á sunnudaginn. „Það verður margt í gangi og ég hvet alla sem vettlingi geta valdið að koma og njóta með okkur; smakka góðan mat og hlýða á tónlist frá ýmsum heimshornum,“ segir paul- ine. Allar nánari upplýsingar og skrá- nig á námskeiðið er hjá pauline McCarthy í síma 824-2640 eða so- cietyofnewicelanders@gmail.com. mm Borgarbyggð kallar eftir ábendingum Óvænt brúðkaup Kristínar og Friðjóns á Hallsstöðum í Dölum. Ljósm. úr einkasafni. Buðu til stórafmælis og giftu sig óvænt Bollywood dansmær ásamt Pauline McCarthy. Þjóðahátíð haldin á Akranesi á sunnudaginn Veðurtepptir í Grundarfirði Sökklar undir nýjan leikskóla Frá byggingarsvæðinu. Ljósm. Akraneskaupstaður. Búið að steypa út- veggi fimleikahúss

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.