Skessuhorn


Skessuhorn - 16.10.2019, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 16.10.2019, Blaðsíða 1
arionbanki.is Fjármálin mín – betri y�irsýn í Arion appinu FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 42. tbl. 22. árg. 16. október 2019 - kr. 950 í lausasölu Ert Þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is Tilboð gilda út september 2019 Gos úr vél frá CCEP fylgir meðBorgarnes: Akranes: Gosflaska frá CCEP fylgir með Garlic chicken breast meal 1.650 kr. Máltíð Einn hefur verið úrskurðaður lát- inn og fleiri eru mikið slasaðir eft- ir umferðarslys sem varð á þjóðveg- inum skammt frá Gröf í Miklaholts- hreppi klukkan 13 á laugardaginn. Lítill bíll með fimm manna breska fjölskyldu fór út af veginum og valt nokkrar veltur. Við veltuna köstuð- ust tveir út úr bílnum. Mikill við- búnaður viðgbragðsaðila á Vestur- landi var vegna slyssins. Meðal ann- ars fóru tækjabílar frá slökkviliðun- um úr Stykkishólmi og Borgarnesi á vettvang, sem og lögregla og sjúkra- bílar frá Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi og Borgarnesi. Einnig var kallað eftir aðstoð þyrlu Land- helgisgæslunnar til flutnings hinna slösuðu og voru í ljósi fjölda slasaðra tvær þyrlur sendar á vettvang; TF- EIR og TF-GRO. Fluttu þær fjóra mikið slasaða á sjúkrahús í Reykja- vík. Einn var fluttur með forgang- sakstri á slysadeild í Reykjavík. Snæfellsnesvegur var lokaður um tíma vegna slyssins, en umferð var hleypt í gegn fljótlega eftir að aðgerðum lögreglu á vettvangi lauk. Lögreglan á Vesturlandi fer með rannsókn á tildrögum slyssins. mm Banaslys á sunnanverðu Snæfellsnesi Hér er seinni þyrlan að hefja sig til flugs af slysstað. Þessa fallegu haustmynd tók Ómar Örn Ragnarsson yfir Brákarsund í Borgarnesi fyrir skömmu. Kvöldsólin speglast í vatninu, rauð jullan hvílir í flæðarmálinu og Ellan, bátur Stórútgerðarfélags Mýramanna, er bundin við festar á miðju sundinu. Fundað um vegamál Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa fyrir fundaröð um vegamál í landshlutanum í vikunni. Fund- irnir verða haldnir á fjórum stöð- um í dag og á morgun. Á þeim mun Ólafur Guðmundsson ráð- gjafi kynna úttekt sína og mat á vegum á Vesturlandi. Ólafur er sérfræðingur í umferðaröryggi og hefur um árabil annast EuroRap öryggismat á vegakerfi landsins. Að kynningu hans lokinni verða umræður um vegamál. Í dag, miðvikudaginn 16. októ- ber, verður fundað í Amtsbóka- safninu í Stykkishólmi kl. 16:00 og í Dalabúð í Búðardal kl. 20:00. Á morgun, fimmtudaginn 17. október, verða fundir á Hótel B59 í Borgarnesi kl. 17:00 og í Mið- garði í Hvalfjarðarsveit kl. 20:00. kgk

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.