Skessuhorn


Skessuhorn - 16.10.2019, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 16.10.2019, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 20194 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.280 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.840. Rafræn áskrift kostar 2.570 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.370 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Vesturlandshreppur Sveitarfélög hafa nánast frá upphafi byggðar hér á landi verið grundvall- areining í stjórnskipan. Fyrstu rituðu heimildir um löghreppa er að finna í Grágás, lögbók Íslendinga frá tólftu öld. Þar segir að í löghreppi skuli vera 20 bændur eða fleiri. Tilvist þessara löghreppa má rekja til þeirra lýðræð- islegu hefða sem landnámsmenn þekktu til úr norrænni menningu fyrri heimkynna og fluttu með sér til landsins. Upphaflegt hlutverk sveitarfélag- anna mótaðist á grundvelli samhjálpar og enn í dag gegna sveitarfélög mik- ilvægu hlutverki í lífi allra landsmanna, samtryggingu og aðgangi að þjón- ustu. Það má segja að sé dálítið kómískt að lágmarksstærð löghrepps skömmu eftir landnám hafi byggst á að lágmarki 20 bændum. Í dag eru talsvert mörg sveitarfélög sem eiga langt í land með að ná því marki, en eiga engu að síð- ur sinn tilverurétt samkvæmt núgildandi lögum. En nú eru blikur á lofti. Ráðherra sveitarstjórnarmála hefur borið fram tillögu þess efnis að við næstu kosningar til sveitarstjórna verði lágmarksfjöldi í sveitarfélagi færð- ur í 250 íbúar. Sama hversu vel mun ganga í barneignum og aðflutningi fólks er því einsýnt að hvorki Skorradalshreppur, Helgafellssveit né Eyja- og Miklaholtshreppur muni rjúfa þann múr. Við kosningarnar þar á eftir er svo markið sett á þúsund íbúa múrinn og þá gæti farið um enn fleiri að efna verði til sameiningar. Hvalfjarðarsveit, Dalabyggð, Grundarfjarðarbær eru til dæmis í þeim hópi. Ég skynja það svo að almennt virðist aukinn með- byr vera með fækkun og stækkun sveitarfélaga. Meira að segja landsfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti nýverið tillögu ráðherra fyrir sitt leiti. Vafalítið hafa þingfulltrúar smæstu sveitarfélaga verið fámennur hópur á þeim fundi og því þurft að lúta í gras. Enn sem komið er hafa fáir tjáð sig opinberlega um áhrif lögþvingaðra sameininga með valdboði. Aðspurðir hafa fulltrúar sumra smærri sveitar- félaga kvartað yfir meintu ofríki, þegar þeir hafa verið spurðir. Vissulega eru víða miklir hagsmunir í húfi og sannanlega má finna dæmi þess að sam- einingar hafa gengið afleitlega og lítil sátt ríkt um þær svo árum og jafnvel áratugum skiptir. Ef sameining sveitarfélaga á að ganga farsællega fyrir sig þurfa nokkur veigamikil atriði að vera til staðar. Í fyrsta lagi þarf vilji til sameiningar að koma innan frá þannig að menn gangi samhentir í það verkefni að deila hag með nágrönnum sínum. Oft hefur það t.d. reynst illa að litlar stjórnsýslu- einingar til sveita renni saman við stór þorp eða kaupstaði sem nánast éta upp möguleika dreifbýlisfólks til áhrifa og ákvörðunartöku um eigin hags- munamál. Við þekkjum fjölmörg dæmi um að skólar hafi verið aflagðir og fleira slíkt sem er eitur í beinum margra. Við slíka gjörninga molnar jafnan undan byggðum hratt og örugglega. Í fyrrum Vesturlandskjördæmi eru nú tíu sveitarfélög. Íbúafjöldi í þeim er frá fimmtíu til 7500. Varðandi sameiningu sveitarfélaga hef ég heyrt vangaveltur um að stefna skuli að því að þau verði í mesta lagi þrjú. Hins vegar er annað mynstur mun meira heillandi að mínu áliti, eða að stefnt verði að einu sveitarfélagi á Vesturlandi. Það hefði um 16 þúsund íbúa, yrði sjöunda stærsta sveitarfélag landsins og sannanlega það fallegasta! Fá ef nokkur landssvæði myndu búa við jafn fjölbreytta flóru atvinnu; sjávarút- veg á Snæfellsnesi, landbúnað í sveitum, öfluga skóla, iðnað og fjölbreytta nýsköpun. Ég er ekki í vafa um að stórhuga sameining sem slík myndi falla betur í kramið hjá mörgum en ýmis önnur möguleg mynstur sem menn hugsanlega neyðast til að sjóða saman í krafti valdboðs að ofan. En tíminn mun leiða í ljós hversu stórhuga íbúar verða, því þeirra er valið og hjá þeim er valdið. Magnús Magnússon Þrír sambandsaðilar Ungmenna- félags Íslands voru heiðraðir með hvatningarverðlaunum UMFÍ á sambandsþingi sem haldið var um helgina á Laugarbakka í Miðfirði. Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu (HSH) fékk hvatningarverðlaun fyrir að stuðla að auknu samstarfi meðal aðildar- félaga og fyrir að ná vel til barna af erlendum uppruna. Ungmennasamaband Kjalarnes- þings hlaut hvatningarverðlaun fyrir reiðskóla Hestamannafélags- ins Harðar fyrir fatlaða og fólk með þroskahömlun og Ungmenn- samband Austur-Húnvetninga fékk verðlaunin fyrir frumkvöðlastarf og verkefni fyrir eldri borgara. kgk Frá því var greint á heimasíðu Sam- taka sveitarfélaga á Vesturlandi í síðustu viku að gerður hafi verið samningur við Arnarlæk ehf. um úttekt á smávirkjanakostum á Vest- urlandi. Arnarlækur tekur að sér að skoða og greina allt að 70 mögu- lega virkjanakosti í landshlutan- um, þar sem sérstök áhersla verður lögð á virkjanir af stærðargráðunni 50kW til 10MW. Arnarlækur hef- ur þegar hafið vinnu við verkefnið og er áætlað að því ljúki í lok mars á næsta ári. Niðurstöður verkefn- isins verða í formi flokkunar á val- kostum ásamt tillögum um frekari athuganir. Eins og nýlega kom fram í frétt Skessuhorns stofnuðu fyrirtækið Arnarlæk ehf. nafnar tveir og skóla- félagar úr verkfræðideild HÍ, þeir Arnar Björgvinsson og Arnar Berg- þórsson frá Húsafelli. Arnarlækur ehf. er nú með í undirbúningi virkj- un á Örlygsstöðum í Helgafellssveit á Snæfellsnesi auk þriggja annarra smávirkjana. Arnarlækur kom einn- ig að Urðarfellsvirkjun í Húsafelli sem gangsett var fyrr á þessu ári. mm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, hefur ákveð- ið að auka framlög til Landsbjarg- ar fyrir verkefnið Safetravel í 40 milljónir króna á ári, en styðja auk þess við starf Landsbjargar um 75 milljónir króna. Ráðherra, Lands- björg og Samtök ferðaþjónustunn- ar hafa nú undirritað nýjan þriggja ára samning sem hljóðar alls upp á 115 milljónir króna, en Lands- björg er í lykilhlutverki þegar kem- ur að öryggi ferðamanna og slysa- vörnum þeirra. „Markmiðið er að gera Landsbjörgu kleift að viðhalda sínu góða starfi og leggja enn meiri áherslu á öryggi ferðamanna. Við viljum að allir sem heimsækja Ísland rati heim heilir og kátir með ferð- ina sína,“ segir Þórdís Kolbrún. Meginmarkmið Safetravel verk- efnisins er að efla öryggismál og slysavarnir ferðamanna með því að skapa gott aðgengi fyrir ferðamenn og ferðaþjónustuaðila að upplýs- ingum um ábyrga ferðahegðun, umgengni um náttúru og aðstæð- ur í landinu. Verkefnum Safetravel hefur fjölgað á undanförnum árum. Árið 2017 gerðu Slysavarnafélag- ið Landsbjörg og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ásamt Sam- tökum ferðaþjónustunnar samning til þriggja ára sem þau hafa nú sam- mælst um að endurnýja til þriggja ára frá 2020. Meðal þess sem samningurinn tekur til er upplýsingagjöf til ferða- manna í gegnum heimasíðuna sa- fetravel.is, rekstur skjáupplýsinga- kerfis ferðamanna á lykilstöðum á landinu og hálendisvakt björgun- arsveita. Þá verður einnig ráðist í gerð upplýsingaefnis fyrir ferða- menn, meðal annars örmyndbönd sem taka á hinum ýmsu öryggis- málum sem ferðamenn þurfa að þekkja til að njóta ferðalagsins á Ís- landi. mm Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, Rúnar Aðabjörn Pétursson, formaður USAH, Hjörleifur K. Hjörleifsson, formaður HSH og Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK. Ljósm. UMFÍ. HSH fékk hvatningarverðlaun UMFÍ Frá undirritun styrktarsamninga við Landsbjörgu. F.v. Þórdír Kolbrún R Gylfadóttir ferðamálaráðherra, Þór Þorsteinsson formaður stjórnar Landsbjargar og Bjarnheiður Hallsdóttir formaður SAF. Styrkur ríkisins til Landsbjargar og Safetravel hækkaður Ferðafólk við Djúpalónssand á Snæfellsnesi. Arnar Bergþórsson (t.h.) og Arnar Björgvinsson rekar fyrirtækið Arnarlæk ehf. sem SSV hefur nú samið við um að gera úttekt á smávirkjana- kostum á Vesturlandi. Ráðnir til að gera úttekt á virkjanakostum á Vesturlandi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.