Skessuhorn


Skessuhorn - 16.10.2019, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 16.10.2019, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 201912 Á fundi sveitarstjórnar Borgar- byggðar í síðustu viku var sam- þykkt með fimm atkvæðum meirihlutans tillaga þess efnis að stjórn Menntaskóla Borgarfjarð- ar ehf. verði framvegis skipuð sex aðilum í stað fimm; fimm frá Borgarbyggð (sem á 92% hluta- fjár) og einum frá öðrum hlut- höfum (8%) og jafn mörgum varamönnum kjörnum á aðal- fundi. Kjörtímabil stjórnar verð- ur það sama og sveitarstjórnar. Þar sem stjórn MB verður skip- uð sex fulltrúum mun formaður stjórnar hafa tvöfalt atkvæðavægi falli atkvæði jöfn. Síðastliðinn föstudag fór svo fram hluthafafundur í Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem þessar tillög- ur voru afgreiddar. Til að uppfylla tilskilin ákvæði var samþykkti að stjórnarkjör í Menntaskóla Borgar- fjarðar fari fram á auka aðalfundi sem verður næstkomandi föstudag klukkan 12 í Hjálmakletti. Á fundi sveitarstjórnar í síð- ustu viku var samþykkt tilnefning nýrra stjórnarmanna f.h. Borgar- byggðar. Þeir verða: Inga Dóra Halldórsdóttir (formaður), en Sól- veig Heiða Úlfsdóttir til vara, Flosi Hrafn Sigurðsson, en Eyjólfur Vil- berg Gunnarsson til vara, Helena Guttormsdóttir (varaformaður) en Álfheiður Marínósdóttir til vara, Helgi Haukur Hauksson en Bergur Þorgeirsson til vara og að endingu Hrefna B. Jónsdóttir og Sveinbjörn Eyjólfsson til vara. Aðrir hluthafaf- ar í Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. hafa tilnefnt Sigurstein Sigurðsson sem sinn fulltrúa í nýja sex manna stjórn skólans. mm Sóknarnefnd Stykkishólmskirkju hefur ákveðið að höfða dóms- mál til að staðfesta með óyggjandi hætti eignarhald kirkjunnar á jörð- inni Baulárvöllum í Helgafellsveit. Jörðin hefur verið eign kirkjunnar allt frá 1883, samkvæmt þinglýstu gjafabréfi þar um. Í gjafabréfinu segir m.a. að hvorki megi gefa eða að selja landið frá Stykkishólms- kirkju en gera það svo ábatasamt sem hægt er. Kirkjan hefur ekki nýtt jörðina með beinum hætti en um áratugi leigt Stykkishólmsbæ, áður Stykkishólmshreppi, hana til uppreksturs sauðfjár og þá hefur Veiðifélag Stykkishólms haft Baul- árvallavatn á leigu til silungsveiða. Ríkið gerði kröfu í land Baulár- valla þegar Óbyggðanefnd fjallaði um hálendi og óbyggðar lendur á Snæfellsnesi. Í úrskurði nefndar- innar frá 15. ágúst síðastliðnum er þjóðlendukröfu í landið hafn- að. Samkvæmt því stendur útmæl- ingagjörð jarðarinnar óhögguð, en hún var gerð 15. ágúst árið 1823. Kærufrestur vegna niðurstöðu Óbyggðanefndar rennur út í febrú- ar næstkomandi og hefur sóknar- nefnd ákveðið að taka að nýju upp málarekstur til að staðfesta eignar- hald kirkjunnar. Sá málarekstur var hafinn áður en ríkislögmaður lýsti kröfu í jörðina. Stefndu kröfðust frávísunar á málinu þar sem Þjó- lendunefnd væri að störfum og var orðið við því. Eins og kunnugt er var Múla- virkjun byggð árið 2005 við Straumfjarðará. Virkjunin er fall- vatnsvirkjun sem nýtir affall Baul- árvallavatns, leiðir vatnið niður í pípu í stöðvarhús. Í síðustu viku voru framkvæmdir á vegum virkj- unaraðila við affall vatnsins og tel- ur sóknarnefnd að framkvæmda- raðilar hafi ekki haft tilskilin leyfi til jarðrasks við ós vatnsins. Bæði hafi því verið sleppt að leita leyfis fyrir framkvæmdinni hjá eigendum Baulárvalla sem og þar til bærum umsagnar- og leyfisgjöfum. Lögregla kölluð á staðinn Skessuhorn fékk senda svohljóð- andi lýsingu sóknarnefndar eftir heimsókn hennar á framkvæmda- stað síðastliðinn laugardagsmorg- un: „Að morgni 12. október sást til gröfu að störfum í landi Baul- árvalla við ósinn þar sem Straum- fjarðará fellur úr Baulárvallavatni. Gröfumaður kvaðst aðspurður eiga að stífla útrennsli úr Baulárvalla- vatni vegna framkvæmda við Múla- virkjun í Straumfjarðará. Við nánar skoðun kom í ljós að ekki hafði ver- ið leitað leyfis sóknarnefndarnefnd- ar Stykkishólmskirkju sem fer með eignarhalds Baulárvallajarðarinn- ar og þar með talið vatnsins. Lög- regla var kvödd á staðinn að beiðni sóknarnefndar sem einnig mætti á staðinn og hitti fyrir Eggert Kjart- ansson, einn eiganda Múlavirkjun- ar. Talsmenn sóknarnefnar spurðu Eggert hvort hann hefði tilskil- in leyfi fyrir framkvæmdum. Hann kvaðst hafa leyfi frá Fiskistofu fyr- ir þeim.“ Viljum fá endanlega úr eignarréttinum skorið Magndís Alexandersdóttir tók sæti í sóknarnefnd Stykkishólmskirkju árið 2011 og hefur verið gjald- keri nefndarinnar síðan. Hún seg- ir í samtali við Skessuhorn að fyrr- um sóknarnefnd hafi ekki haft af- skipti af eigninni Baulárvöllum þar sem hún var þá þegar í leigu, og hafi því ekki gefið leyfi eða ver- ið yfirleitt spurð álits þegar ákveð- ið var að virkja afrennsli vatnsins á sínum tíma. „Ég og félagar mín- ir í sóknarnefnd teljum einsýnt að taka verði málið upp fyrir dómstól- um til að fá úr því skorið að Stykk- ishólmskirkja er formlegur eigandi jarðarinnar. Okkur finnst ótækt að gengið sé um land okkar án þess að eignarréttur sé virtur og þar stað- ið í framkvæmdum án þess að leit- að sé tilskilinna leyfa. Þarna voru til dæmis í liðinni viku unnin veru- leg spjöll á ósi vatnsins og áin var vatnslaus á meðan á þessum fram- kvæmdum við stífluna stóð. Við teljum ótvírætt að það geti haft slæm áhrif á seyðabúskap í ánni og vatninu,“ sagði Magndís í samtali við Skessuhorn. Framkvæmdin hefur ekki áhrif á lífríkið Um fiskvegi og aðra mannvirkja- gerð í og við veiðivötn segir í vatnalögum að sérhver framkvæmd í eða við veiðivatn, allt að 100 metrum frá bakka, sem áhrif getur haft á fiskigengd þess, afkomu fisk- stofna, aðstæður til veiði eða lífríki vatnsins að öðru leyti, sé háð leyfi Fiskistofu. Að sögn Eggerts Kjart- anssonar stendur nú yfir töluvert viðhald á Múlavirkjun. „Við erum að skipta út tölvu í stöðinni, setja upp eyjakeyrslubúnað og í leið- inni var farið í viðgerð á botnloku í neðri stíflu við vatnið. Tímasetn- ing þeirra aðgerða var valin í sam- ráði við lífríkissérfræðinga t.d. með tilliti til seiðabúskapar í vatninu og ánni. Gerð var úttekt á áhrif- um þess á lífríkið að opna botnrás í neðri stíflu og skilaði Hafrann- sóknastofnun skýrslu til okkar um það í október 2017. Framkvæmd- ir þessar hafa því lengi verið í und- irbúningi og klárt að lagfæring á botnrásinni mun ekki hafa neikvæð áhrif á lífríkið á svæðinu,“ segir Eggert í samtali við Skessuhorn. Hann bætir við að Múlavirkjun hafi látið rannsaka lífríkið mikið, mun meira en virkjunum sem þess- um er gert samkvæmt starfsleyfum þeirra. „Það er ánægjulegt ef sókn- arnefndin er farin að hafa áhuga á lífríkismálunum á svæðinu og bauð ég nefndarfólki á laugardagsmorg- un að hitta mig aftur yfir kaffibolla og fara yfir gögnin og rannsókn- irnar varðandi Múlavirkjun, en sóknarnefndin hefur ekki haft sam- band við mig eftir það,“ sagði hann í samtali við Skessuhorn í gær. Fagnar dómstólaleið- inni varðandi eignar- réttinn Að endingu sagði Eggert að þessi viðhaldsvinna á virkjuninni og mannvirkjum tengdum henni væri ekki nýframkvæmd, enda var virkj- unin byggð 2005. „Það er ekki verið að ganga á eignarrétt eins eða neins, né lífríkið. Með þess- ari framkvæmt við ós vatnsins var verið að tryggja að botnloka í neðri stíflu verði í góðu lagi og var óhjá- kvæmilegt að fara í þessa aðgerð. Hún stóð yfir frá föstudegi og fram á miðjan dag á sunnudaginn. Verk- ið vann ég í samráði við Hafrann- sóknastofnun og Orkustofnun,“ áréttar Eggert. Hann bætir við varðandi væntanlega málssókn til að fá skorið úr um eignarhald Baul- árvalla: „Strax við gerð útmæling- ar árið 1823 kom upp ágreining- ur um gildi hennar og fyrir löngu er orðið ljóst að úr því verður ekki skorið nema fyrir dómstólum. Ég fagna því ef sóknarnefndin fer þá leið, það er rétti farvegurinn, ekki upphlaup eins og það sem varð um liðna helgi,“ sagði Eggert Kjart- ansson mm Kosin verður ný sex manna stjórn í MB Stykkishólmskirkja hyggst höfða dómsmál til að staðfesta eignarhald Baulárvalla Á meðan á viðgerð á botnloka stóð var lítið rennsli í ánni. Framkvæmdir í gangi við ós Baulárvallavatns.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.