Skessuhorn


Skessuhorn - 16.10.2019, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 16.10.2019, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 201924 Skógræktarfélag Borgarfjarðar og Rótarýklúbbur Borgarness hafa bundist höndum saman og efna til fundar miðvikudaginn 23. októ- ber næstkomandi með dr. Þorsteini Tómassyni plöntuerfðafræðingi, sem mun flytja erindi um kynbæt- ur á íslenska birkinu. „Tekist hefur að rækta upp beinvaxið birki, sem er í senn með auknum vaxtarhraða, veðurþolið og fallegt og ný kvæmi eru þegar komin í framleiðslu og sölu í garðyrkjustöðvum. Þor- steinn mun einnig segja frá birki- kvæmi sem hefur verið framrækt- að, og hefur rauð blöð. Kvæmi úr þessum tilraunum eru kominn til framleiðslu og verða til að auka enn fjölbreytnina í íslenskum skógum,“ segir í tilkynningu. Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 18:30 og verður á Hótel B59 í Borgarnesi. „Matur – kvöld- skatturinn - verður í upphafi fund- ar og kostar 2.500 krónur. Miklu skiptir að vitað verði hversu margir komi til þessa matarfundar og eru gestir beðnir um að tilkynna þátt- töku til Margrétar Vagnsdóttur: margretv@bifrost.is,“ segir í til- kynningu frá Skógræktarfélaginu og Rótarýklúbbnum. mm Þriðjudaginn 22. október kl. 20 flyt- ur Sigurður Gylfi Magnússon pró- fessor í menningarsögu fyrirlestur í Bókhlöðu Snorrastofu í Reykholti um sjálfsbókmenntir í sögulegu ljósi. Árum saman voru félagssagn- fræðingar tregir til að nýta sér við rannsóknir persónulegar minning- ar fólks nema í mjög afmörkuðum tilgangi. Á síðari árum hefur orðið grundvallarbreyting á hugmyndum fræðimanna um stöðu slíkra minn- inga í vísindarannsóknum. Í fyrir- lestrinum verða reifuð helstu rök og gerð grein fyrir þeim hugmynd- um sem Sigurður Gylfi hefur sjálf- ur um efnið eftir þriggja áratuga reynslu af notkun þeirra. Hann sýnir fram á að minningar fólks geti verið varhugaverðar í vísinda- rannsóknum en engu að síður óhjá- kvæmilegt viðfangsefni allra sem kljást við fyrri tíð. Skoðaðar verða ólíkar tegundir sjálfsbókmennta og rætt um kosti og galla þeirra. Dr. Sigurður Gylfi Magnússon er prófessor við Sagnfræði- og heim- spekideild Háskóla Íslands auk þess að vera yfir Miðstöð einsögurann- sókna á sama stað (sjá heimasíðu hans: www.sgm.hi.is). Hann er höf- undur fjölda bóka greina sem hafa birst á Íslandi og annars staðar í heiminum. Nýjustu bækur hans á ensku eru: Wasteland with Words. A Social History of Iceland, 2010; What is Microhistory? Theory and Practice, 2013, meðhöfundur er dr. István M. Szijártó og Minor Know- ledge and Microhistory, 2017, með- höfundur er dr. Davíð Ólafsson. Sigurður Gylfi er einn þriggja rit- stjóra Sýnisbókar íslenskrar alþýðu- menningar en í ritröðinni hafa birst 24 bækur á sviði hversdagssögu, einsögu og heimildafræði. Hann er ásamt István M. Szijártó ritstjóri nýrrar ritraðar sem hið alþjóðlega bókaforlag Routledge gefur út og nefnist Microhistories. Hann fer fyrir öndvegisverkefni Rannís sem nefnist „Heimsins hnoss“ og tekur þátt í öðru öndvegisverkefni sem ber heitið „Fötlun fyrir tíma fötl- unar“ og dr. Hanna Björg Sigur- jónsdóttir leiðir. Fyrirlesturinn hefst eftir nýrri skipan klukkan 20 og boðið verð- ur til umræðna og kaffiveitinga. Aðgangseyrir er kr. 1000. Snorra- stofa hvetur alla til að nýta sér þetta áhugaverða stefnumót við Sigurð Gylfa Magnússon. -fréttatilkynning Á Óperudögum, sem hefj- ast miðvikudaginn 30. október og standa fram á sunnudaginn 3. nóvem- ber, verður efnt til ljóða- samkeppni meðal grunn- skólabarna. Þema hátíð- arinnar verður; ljóð fyr- ir loftslagið. Allir krakkar eru hvattir til að senda inn ljóð um loftslagið en það getur verið um náttúruna, drauma, framtíðina eða hvað það sem krökkun- um dettur í hug, svo lengi sem það fellur undir þemað. Veitt- ar verða viðurkenningar í 1.-5. bekk og í 6.-10. bekk og í valnefnd eru íslenskir rithöfundar, fulltrúi For- lagsins, fulltrúi Norræna hússins, fulltrúi Borgarbókasafnsins og full- trúar hátíðarinnar. Geta krakkarn- ir sent inn ljóð á sínu móðurmáli, hvort sem það er íslenska eða öðru tungumáli, og fá ljóð á öðrum tungumálum en íslensku sérstaka viður- kenningu. Ljóðin sem ber- ast verða birt víðsvegar um bæinn og á samfélagsmiðl- um á meðan hátíðin stend- ur yfir. Hægt verður að skila inn ljóðum fram að næstkomandi sunnudegi 20. október. Öllum ljóðum skal skilað inn ásamt fullu nafni höfundar, heimilis- fangi og símanúmeri for- ráðamanns á: Ljóðadagar Óperu- dagar, Pósthólf 8783, 108 Reykja- vík. Eða á netfangið operudagar@ operudagar.is. -fréttatilkynning Bókin Stelpur sem ljúga kom út ný- verið en það er önnur bók Skaga- konunnar Evu Bjargar Ægisdótt- ur. Eva Björg gaf út sína fyrstu bók vorið 2018, bókina Marrið í stigan- um. Fékk hún mikið lof fyrir þá bók sem sat lengi vel í efstu sætum á metsölulistum. Þá hlaut hún einn- ig glæpasagnaverðlaunin Svartfugl- inn, verðlaun sem rithöfundarn- ir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónsson stofnuðu til í samvinnu við Veröld. Marrið í stiganum gerist á Akranesi, þar sem Eva Björg ólst upp, og heldur hún áfram að nota Vesturland sem sögusvið í nýju bókinni. Stelpur sem ljúga er um einstæða móður sem hverfur af heimili sínu en skilur eftir skilaboð á eldhús- sborðinu fyrir 15 ára dóttur sína. Þá er talið víst að hún hafi fyrirfar- ið sér en lík hennar finnst svo illa farið í Grábrókarhrauni í Norður- árdal sjö mánuðum síðar og stend- ur lögreglan þá frammi fyrir flók- inni morðgátu. Á sama tíma er sögð saga af nýbakaðri móður á fæðinga- deild sem hefur óbeit af barninu. „Stelpur sem ljúga er grípandi og mögnuð spennusaga um það hvern- ig brotin æska og áföll geta leitt til skelfilegra atburða síðar á lífsleið- inni,“ segir í umfjöllun um bókina á vefsíðu Forlagsins. arg Laugardaginn 26. október nk. verða styrktartónleikar fyrir Ester Eir og Ólavíu í Tónbergi sal Tónlistar- skólans á Akranesi. Ester Eir og Ólavía eru ungar Skagastúlkur sem báðar glíma við erfið veikindi og mun allur ágóði tónleikanna renna til þeirra og fjölskyldna þeirra. Fram koma: Agnar Már Magn- ússon á píanó, Ari Bragi Kárason á trompet, Brynja Valdimarsdóttir syngur, Einar Scheving á tromm- ur og Haraldur Ægir Guðmunds- son á kontrabassa. Miðasala er á tix.is og kostar miðinn 3.000 kr. Vilji fólk styrkja hetjurnar tvær og þeirra fjölskyldur, en sjá sér ekki fært að mæta á tónleikana, er hægt að leggja inn á styrktarreikning 0186-26-010445 kt: 261085-2759. Nánari upplýsingar um tónleikana er hægt að finna á Facebook við- burðinum Styrktartónleikar fyrir Ester Eir og Ólavíu. arg Gissur Páll tenór og Árni Heið- ar píanóleikari heimsækja Akra- nes og flytja íslensk sönglög af nýj- um geisladiski, Við nyrstu voga, í Vinaminni á sunnudaginn. „Sam- starf Gissurar Páls Gissurarsonar og Árna Heiðars Karlssonar spann- ar rúman áratug og hefur það verið afar farsælt. Þeir hafa nú tekið upp brot af því besta úr því samstarfi. Geisladiskurinn kemur út í þess- ari viku og inniheldur íslensk söng- lög í þeirra túlkun. Allt eru þekkt sönglög og má þar nefna Sjá dag- ar koma, Rósina, Draumalandið og Hamraborgina. Tónleikarnir hefj- ast kl. 20 og er aðgangseyrir kr. 3.500,“ segir í fréttatilkynningu. mm Besta birkið - rautt og grænt með kvöldskattinum í Borgarnesi Fjallað um sjálfsbókmenntir í sögulegu ljósi Sigurður Gylfi Magnússon. Ljóðasamkeppni grunnskólabarna á Óperudögum Eva Björg kynnti nýju bókina í útgáfuhófi í Eymundsson síðdegis í gær. Ljósm. mm. Stelpur sem ljúga er önnur spennusaga Evu Bjargar Styrktartónleikar fyrir ungar hetjur Við nyrstu voga

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.