Skessuhorn


Skessuhorn - 16.10.2019, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 16.10.2019, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 20192 Um helgina verður Fjölmenn- ingarhátíð haldin í Klifi í Ólafs- vík. Þar gefst fólki kostur á að kynna sér menningu og mat frá öðrum löndum. Þá er einnig vert að minna Vestlendinga á fundi á vegum SSV um öryggismat Ólafs Guðmundssonar á vegakerfinu á Íslandi. Á fundunum mun hann kynna úttekt sína á vegum Vest- urlands. Í dag, miðvikudag, verða fundir í Stykkishólmi og Búðar- dal og á morgun verða fundir í Borgarnesi og í Hvalfjarðarsveit. Á fimmtudag er spáð norðaust- anátt 8-15 m/s og rigningu á Suðaustur- og Austurlandi og skýjað en úrkomulítið verður norðanlands. Léttskýjað á Suð- ur- og Vesturlandi og hiti 2-8 stig, mildast sunnanlands. Á föstu- dag er spáð minnkandi norð- austanátt. Skýjað en úrkomulítið austanlands og bjart með köfl- um á Vesturlandi. Hiti á bilinu 1-6 stig yfir daginn en víða nætur- frost. Á laugardag verður fremur hæg breytileg átt og skýjað með austurströndinni. Það þykknar upp vestanlands en annars bjart á köflum og hiti breytist lítið. Á sunnudag er gert ráð fyrir suð- vestlægri átt og rigningu á Vest- urlandi. Hiti á bilinu 0-7 stig. Á mánudag er útlit fyrir norðlæga átt með dálítilli úrkomu norðan- lands en annars yfirleitt þurrt og hiti 0-5 stig. Það er komið haust. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns hvernig lesendur fari helst ferða sinna. Langflest- ir ferðast með einkabíl, eða 82%. Nokkrir notast helst við sína tvo jafnskjóta, eða 7% svarenda. 5% sögðust nota mismunandi ferða- máta og 4% nýta sér helst reið- hjól. Aðeins 2% lesenda Skessu- horns nota helst almennings- samgöngur. Í næstu viku er spurt: Hversu margar buxur átt þú? Skagamaðurinn Arnór Sigurðs- son skoraði sitt fyrsta landsliðs- mark þegar Ísland mætti An- dorra á Laugardalsvelli á mánu- dagskvöldið. Arnór kom inn í byrjunarliðinu og stóð sig vel á vellinum. Hann er Vestlendingur vikunnar að þessu sinni. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Breyta afgreiðslutíma Arion banka STYKKISH: Útibú Arion banka í Stykkishólmi verður frá og með 1. nóvember næst- komandi opið frá klukkan 10 til 15 alla virka daga. Þessi nýi opnunartími felur í sér að útibúið verður opið í hádeg- inu á virkum dögum sem er breyting frá því sem verið hef- ur, en afgreiðslutíminn styttur um eina klukkustund í staðinn í báða enda. Að sögn Sindra Sigurgeirssonar svæðisstjóra Arion banka á Vesturlandi er með þessu verið að leita hag- ræðingar í rekstri, en hann kveðst vonast til að breyting- in hafi fleiri kosti en galla í för með sér fyrir viðskiptavini bankans. -mm Áfram með Bíóhöllina AKRANES: Bæjarráð Akra- neskaupstaðar samþykkti á fundi sínum síðasta fimmtu- dag tillögu menningar- og safnanefndar að samið verði við Vini hallarinnar ehf. um áframhaldandi rekstur og umsjón Bíóhallarinnar árin 2020-2023. Aðeins eitt tilboð barst í reksturinn þegar það var auglýst nú í haust, frá Vin- um hallarinnar sem hafa ann- ast reksturinn undanfarin ár og munu gera áfram. -kgk Móta framtíð- arsýn húsnæðis leikskóla BORGARNES: Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur sam- þykkt að setja í gang starfs- hóp sem vinna á framtíðarsýn fyrir húsnæðismál leikskóla í Borgarnesi. Í starfshópnum sitja Magnús Smári Snorra- son, formaður fræðslunefnd- ar, Hjalti Rósinkrans Bene- diktsson, Íris Gunnarsdótt- ir, Guðdís Jónsdóttir og Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir. Með hópnum munu auk þess starfa sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og verkefna- stjóri framkvæmdasviðs. -mm Bankar lækka útlánsvexti LANDIÐ: Viðskiptabank- arnir þrír hafa nú allir lækk- að vexti í kjölfar þess að Seðla- banki Íslands lækkaði stýri- vexti í 3,25% í byrjun mánað- arins. Vaxtalækkun bankanna er frá 0,05 og upp í 0,29%, en mest var lækkun Arion banki á óverðtryggðum breytilegum vöxtum íbúðalána. -mm Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt lýsingu á skipulagsverk- efni fyrir Borgarvog í Borgarnesi. Fyrirhugað er að vinna nýtt deili- skipulag fyrir íþróttasvæðið í Borg- arnesi ásamt Þorsteinsgötu, Kjart- ansgötu, Skallagrímsgötu og hluta Borgarbrautar. Ekkert deiliskipulag hefur verið í gildi á stærstum hluta svæðisins þó svæðið sé í raun full- byggt. „Í deiliskipulaginu verður gert ráð fyrir viðbyggingu við íþróttahúsið á fyllingu norðan við núverandi hús. Einnig er gert ráð fyrir nýjum stíg- um og tengingum við núverandi stígakerfi. Hluti af stígakerfinu er möguleg fylling undir stíg í smá vík við enda Kjartansgötu sem myndi tengjast við íþróttasvæðið. Innan svæðisins er hugsanlegt flóðasvæði sem miðast við svæði sem er í 0-5 metra hæð yfir sjávarmáli og þarf að taka tillit til þess í skipulaginu. Umsagnir voru lagðar fram. Máls- meðferð var samkvæmt 40. grein Skipulagslaga nr. 123/2010,“ segir í samhljóða afgreiðslu sveitarstjórn- ar á síðasta fundi hennar. mm Byrjað er að geisla vatn úr Grábrókarveitu Starfsfólk Veitna vann um liðna helgi að prófunum og stillingum á lýsingarbúnaði í vatnsbólinu í Grá- brókarhrauni. Eins og fram kom í frétt á vef Skessuhorns á fimmtu- daginn var staðfest e-coli smit í neysluvatni og íbúum ráðlagt að sjóða allt neysluvatn. „Enn er stefnt að því að aflétta tilmælum um suðu á neysluvatni á miðvikudag, 16. október [í dag]. Lýsing á vatni með útfjólubláu ljósi er mjög áhrifarík leið til að hreinsa drykkjarvatn og gera það öruggt til neyslu. Aðrir eiginleikar vatns breytast ekkert við hreinsunina,“ sagði í tilkynningu frá Veitum síðastliðinn mánudag. Sýni eru tekin daglega í vatnsból- inu og dreifikerfinu og samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum rann- sóknarstofu, sem bárust á mánu- daginn, voru hvorki coli né E.coli gerlar í sýnunum sem tekin voru föstudaginn 11., laugardaginn 12. og sunnudaginn 13. október. Frek- ari greining á sýnunum stendur yfir og áfram eru sýni tekin daglega. „Ekki er vitað um uppruna meng- unarinnar í vatnsbólunum. Vís- indafólk Veitna vinnur í samstarfi við rannsóknastofur hvort tveggja að því að útiloka möguleika og rannsaka aðra frekar. Slíkar rann- sóknir munu taka nokkurn tíma. Starfsfólk Veitna biðst velvirðing- ar á óþægindum sem viðskiptavinir verða fyrir vegna þessa,“ sagði í til- kynningu frá fyrirtækinu. mm Deiliskipuleggja svæðið umhverfis íþróttamiðstöð Unga kynslóðin í Snæfellsbæ lætur sig málefni bæjarfélags- ins varða. Þau Ísak, Stefanía og Eirný Svana frá Rifi mættu á bæjarskrifstofuna þriðjudaginn 8. október síðastliðinn og ræddu við Kristinn Jónasson bæjar- stjóra og Valgerði Hlín Krist- mannsdóttur, aðstoðarmann byggingafulltrúa, um bætta að- stöðu og aðbúnað barna í Rifi. Komu þau vel undirbúin til fundarins og fóru yfir endur- bætur leikvallarains í Rifi, kofa- svæðið sem þeim þykir svolítið krípí og mögulega staðsetningu fyrir ærslabelg í Rifi. „Þau byrj- uðu á því að koma sér vel fyrir í sófanum og fóru yfir málin með Kristni bæjarstjóra og Valgerði frá tæknideildinni áður en þau afhentu bæjarstjóra bréf sem er undirritað af öllum börnum [í] Rifi og sýndu honum svo hent- ugar staðsetningar fyrir ærsla- belginn í tölvunni,“ segir á Fa- cebook-síðu Snæfellsbæjar. kgk Ísak, Stefanía og Eirný Svana afhentu bæjarstjóra Snæfellsbæjar bréf undirritað af öllum börnum í Rifi. Með þeim á myndinni eru Kristinn Jónasson bæjarstjóri og Valgerður Hlín Kristmannsdóttir, aðstoðarmaður byggingarfulltrúa. Ljósm. Snæfellsbær. Ræddu aðbúnað og aðstöðu barna í Rifi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.