Skessuhorn


Skessuhorn - 16.10.2019, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 16.10.2019, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2019 21 S K E S S U H O R N 2 01 9 Auglýsing á breytingu deiliskipulags í landi Vatnaskógs Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 8. október 2019 að auglýsa breytingartillögu á deiliskipulagi fyrir Vatnaskóg í Hvalfjarðarsveit sbr. 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða breytingu sem felur í sér að svæði sem er skilgreint leiksvæði í gildandi deiliskipulagi verði breytt í byggingarsvæði fyrir matskála og eldhús. Heildar byggingarmagn á reit B13 er 393 m². Deiliskipulagstillagan liggur frammi á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar og einnig á heimasíðu sveitarfélagsins www.hvalfjardarsveit.is. Kynningarfundur verður á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar föstudaginn 25. október frá kl 10:00–12:00. Athugasemdum skal skilað fyrir 30. nóvember til skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes, eða á netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is merkt ”Vatnaskógur”. 11.október 2019 Bogi Kristinsson Magnusen Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar Íbúar Vesturlands ATH.. Vetrardekkin komin á lager !! Get tekið nánast öll dekk í umfelgun og ballansseringu Er með ný og nákvæm tæki Tímapantaninr í síma 893-7616 Hjólbarðaverkstæðið í Nýja-Bæ Bæjars- veit Kveðja Kiddi Nýja-Bæ Íbúafundur með forsvarsmönn- um kanadíska fyrirtækisins Acadi- an Seaplants var haldinn í Stykkis- hólmi þriðjudaginn 8. október. Þar var fyrirhuguð rannsónar-, vinnslu- og afurðamiðstöð fyrirtækisins í Hólminum til umræðu. Fundurinn var afar vel sóttur, en nálægt hundr- að manns fylltu sal Amtsbókasafns- ins í Stykkishólmi. Jean-Paul Deveau, forstjóri Aca- dian Seaplants, fór yfir sögu fyrir- tækisins og kynnti framtíðaráform þess í Stykkishólmi, eins og þau áform eru stödd á þessum fyrstu sti- gum málsins. Ætlunin var að fá við- brögð íbúa til að forsvarsmenn Aca- dian Seaplants gætu haldið áfram sinni vinnu að teknu tilliti til spur- ninga þeirra og viðbragða. Staða mála núna er sú að forsvarsmenn fyrirtækisins eru að greina stað- setningarmöguleika fyrir húsnæði starfseminnar, innan þess svæðis suðvestan flugvallarins sem skýrsla ráðgjafanefndar lagði til. Nú er ve- rið að skoða nákvæmlega hvar á því svæði húskostur fyrirtækisins í Styk- kishólmi yrði staðsettur. Fyrirtækið hefur hug á að koma þar upp bryg- gju, svo þangið þurfi ekki að flytja með bílum að miðstöðinni. Sömu- leiðis kom fram að rannsóknartey- mi fyrirtækisins, bæði vísindamenn og verkfræðingar, væru að kanna aðstæður í Breiðafirði. Á næstu má- nuðum kemur í ljós hver niðurstaða þeirrar vinnu verður. Spurður um störf reiknaði Jean- Paul með því að um 30 störf yrðu til á svæðinu; 20 í afurðamiðstöðin- ni og 10 vettvangsstörf, eftir að fyr- sta áfanga verkefnisins væri náð. Sagt frá rannsóknum Dr. Karl Gunnarsson frá Hafrann- sóknarstofnun og Lilja Gunnars- dóttir, doktorsnemi við Hafrann- sóknarstofnun, héldu erindi á fund- inum og sögðu frá sínum rann- sóknum á þangi og þangtekju. Lilja sagði frá doktorsverkefni sínu, sem snýr að áhrifum þangsláttar á lífrík- ið. Í máli hennar kom fram að ekk- ert benti til neikvæðra áhrifa í þeim efnum. Karl sagði frá því að áætlun yfirvalda um nýtingu klóþangs væri mjög varfærin, en Hafrannsóknar- stofnun leggur til að ekki meira séu nýtt meira en 4% af heildarmagni klóþangs. Finnur Árnason, framkvæmda- stjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum, kvaddi sér hljóðs á fundinum. Hann lýsti efasemdum sínum um að bæði Þörungaverks- miðjan hf. og nýtt fyrirtæki Acadi- an Seaplants í Stykkishólmi hefðu rými til að nýta þetta magn þangs úr Breiðafirði. Karl vildi hins vegar meina að það væri vel innan mar- ka. Hann sagði jafnframt frá tvei- mur aðferðum sem notaðar hafa verið til að áætla magn klóþangs í Breiðafirði. Gera þær báðar ráð fy- rir yfir einni milljón tonna af þan- gi í firðinum. Á fundinum kom sö- muleiðis fram að Acadian Seaplants áætlar að vinna allt að 20 þúsund tonn af þangi á ári, sem er sambær- ilegt magn og Þörungaverksmiðjan hf. hefur forgang að um vinnslu samkvæmt lögum. Upplýsandi fundur Jakob Björgvin Jakobsson, bæjar- stjóri í Stykkishólmi, segir að fund- urinn hafi verið mjög upplýsandi. „Erindi Dr. Karls Gunnarssonar um rannsóknir hans á klóþangi og þekju þangs var fróðlegt, sem og erindi Lilju Gunnarsdóttur dokt- orsnema um áhrif þangtekju á líf- ríkið. Þau komu á fundinn sem sjálfstæðir vísindamenn og sérfræð- ingar frá Hafrannsóknastofnun og komu með óháða vísindalega nálg- un á fundinn, svöruðu spurningum um áhrif á lífríki og fleira. Það var mjög ganglegt,“ segir Jakob í sam- tali við Skessuhorn. „Af svörum þeirra að dæma er sjálfbærni höfð að leiðarljósi við ráðgjöf Hafrann- sóknarstofnunar um heildartekju klóþangs í Breiðafirði, en einnig er mikilvægt að Hafrannsóknarstofn- un haldi áfram að rannsaka lífríki Breiðafjarðar og nýtingarmögu- leika hafsins á öllum sviðum til að tryggja sjálfbæra nýtingu á auðlind- um hafsins,“ bætir Jakob við. Hann segir einnig að spurt hafi verið út í heitt vatn á fundinum. „Það liggur fyrir að heita vatnið er ákveðinn óvissuþáttur. Fyrirtækið hyggst nýta m.a. heitt vatn sem or- kugjafa til sinnar starfsemi. Það lig- gur fyrir að hér er nægt heitt vatn á sumrin fyrir starfsemi sem þes- sa. Það er hins vegar ákveðin óvis- sa hvort nægilegt magn af heitu vatni sé á veturna og þá kemur til skoðunar hvort fara þurfi í jarðhi- taleit og boranir til að mæta þeirri eftirspurn. Við þurfum að fá vissu um það frá Veitum og Orkuveitun- ni hvort fyrirtækið geti haldið starf- semi sinni gangandi með heitu vat- ni allan ársins hring,“ segir bæjar- stjórinn. kgk/ Ljósm. sá. Jean-Paul Deveau, forstjóri Acadian Seaplants, greinir frá áformum fyrirtækisins. Acadian Seaplants kynntu áform sín í Stykkishólmi Fundurinn var vel sóttur, en nálægt eitt hundrað manns fylltu sal Amtsbókasafnsins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.