Skessuhorn


Skessuhorn - 16.10.2019, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 16.10.2019, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2019 17 Aðgangur ókeypis og allir velkomnir, skráning nauðsynleg á breidafjordur@nsv.is Ljósmynd: Daníel Bergmann Síðastliðið fimmtudagskvöld efndu Einar Örnólfsson, bóndi á Sig- mundarstöðum í Þverárhlíð og Helgi Hjörvar, ábúandi á Hafþórs- stöðum í Norðurárdal, til kynn- ingarfundar með nágrönnum sín- um um hugsanlegan vindmyllu- garð á Grjóthálsi, sem skilur að sveitir þeirra. Fundurinn var hald- inn í samkomuhúsinu við Þverár- rétt. Samkvæmt hugmyndum sem kynntar voru verða reistar allt að sex stórar vindmyllur á miðjum Grjót- hálsinum, ef af verkefninu verð- ur. Þá var einnig upplýst á fundin- um að eigandi Króks í Norðurár- dal hefur heimilað Norðmönnum að ráðast í rannsóknir í landi sínu með tilliti til vindmyllu uppsetn- ingar. Einar Örnólfsson staðfestir í samtali við Skessuhorn að verk- efni þetta sé enn á hugmyndastigi og allsendis óvíst hvort af því verð- ur. Því væri ekki tímabært að lýsa því nánar að svo stöddu. Þeir hafi hins vegar viljað hafa nágranna sína upplýsta frá upphafi og því boðið til kaffis og spjalls í Réttinni. mm Sunnudaginn 20. október verð- ur Fjölmenningarhátíðin haldin í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík frá klukkan 14 til 16. Er þetta í fimmta sinn sem hátíðin er haldin en fram að þessu hefur hún verið hald- in í Frystiklefanum í Rifi. Vegna þess hversu mikill fjöldi gesta hef- ur verið var ákveðið að færa hátíð- ina í stærra húsnæði í ár. Hátíðin er þannig sett upp að íbúar á svæðinu sem eiga uppruna í öðrum löndum koma með mat frá sínu heimalandi til að kynna fyrir fólki. Þá verða skemmtiatriði og kynningarbásar frá ýmsum félagasamtökum. Meðal skemmtiatriða verður stúlknaband- ið Mæk frá Grundarfirði sem ætlar að syngja fyrir gesti. Þá munu kór- ar úr Snæfellsbæ syngja nokkur lög og tveir ungir og efnilegir rapparar frá Snæfellsbæ, sem kalla sig Davi- dos and Juce boys, munu einnig skemmta gestum. Rebekka Unnarsdóttir, verkefna- stjóri hjá Átthagastofu, segir há- tíðna alltaf hafa fengið góðar við- tökur meðal íbúa en nú þegar hafa nokkrir skráð þátttöku sína. „Þeir skrá sig sem vilja koma með mat og þeir geta skráð sig fram að fimmtu- degi fyrir hátið,“ segir Rebekka og bætir því við að allir séu hjartanlega velkomnir á hátíðina en aðgangs- eyrir er enginn. „Það hafa kom- ið hópar frá um sjö löndum með mat á hátíðina og það verður von- andi svipað í ár. Stærsti hópurinn er frá Póllandi og hefur alltaf komið með stærsta hlaðborðið. Hátíðin er styrkt af Uppbyggingasjóði og geta þátttakendur fengið hráefniskostn- að endurgreiddan, allt að 15 þús- und krónur,“ segir Rebekka. Mark- miðið með hátíðinni er að kynna ólíka menningu fyrir öðrum íbúum Snæfellsbæjar. arg Fjölmenn- ingarhátíð í Snæ- fellsbæ framundan Hátíðleg pólsk börn á Fjölmenningarhátíð í fyrra. Ljósm. úr safn/af Borgfirðingar vilja beisla vindorkuna Grjótháls. Bærinn Grjót í Þverárhlíð fremst á mynd, en Baulan í bakgrunni. Vegagerðin hefur, frá því þessi mynd var tekin, lagt af viðhald vegarins og er hann nú ófær nema vel búnum jeppum. Ljósm. Mats Wibe Lund.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.