Skessuhorn


Skessuhorn - 16.10.2019, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 16.10.2019, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 201916 Dalbraut 16, Akranesi sími: 666-5110 www.smaprent.is smaprent@smaprent.is Jólavörurnar er� komnar � Smápren� www.smaprent.is Enginn sendingar- kostnaður ef verslað er fyrir meira en 10.000 kr. 1.390 kr 490 k r 2.900 kr 2.990 kr1.290 kr Þessa dagana er unnið að endur- bótum á steinsteyptum vegg sem liggur utan um kirkjugarð Ingjalds- hólskirkju á Snæfellsnesi. Er vegg- urinn kominn til ára sinna og að hluta til fallinn niður, en fram- kvæmdir við hann hófust fyrst á árunum 1930 til 1936. Að ráðast í svona verkefni var mikið þrekvirki á þessum tíma, safnað var gjafafé og gjafadagsverkum og voru konur í Kvenfélagi Hellissands duglegar að leggja þessu góða málefni lið og gáfu þær flest dagsverkin sem þær létu svo karlana sína vinna. Á þessum árum var Ingveldur Sigmundsdóttir skólastjóri formað- ur kvenfélagsins. Gaman er að segja frá því að ef kvenfélagskonur voru spurðar hvaða aðferðum þær beittu til að fá mennina sína til að vinna, svöruðu þær að þær hefðu sína að- ferð og hún hrifi! Dæmi hver fyrir sig hver aðferðin var. Kirkjugarðurinn var svo stækk- aður í átt að kirkjunni árið 1971. Voru þá veggir framlengdir úr steinsteypu á austur- og vestur- hlið garðsins en timburgrindverk sett á norðurhlið hans ásamt því að steyptar voru stífur við vesturvegg- inn og steypt í skarð sem komið var þá þegar á austurvegginn. Upp- lýsingar um vegginn og sögu hans voru fengnar hjá Smára Lúðvíks- syni. Tók hann þær saman úr Visi- tasíum og fundagerðum Ingjalds- hólssóknar, en hann var í sóknar- nefnd í 26 ár þar af formaður í 18 og kann fréttaritari honum þakkir fyrir. þa Vegagerðin lagði á mánudag fram til kynningar tillögu að matsáætlun vegna umhverfismats vegna breikk- unar Vesturlandsvegar. Tillagan er aðgengileg á vef Skipulagsstofnun- ar og hjá Vegagerðinni. Í tillögunni er gert ráð fyrir breikkun níu kílómetra kafla Ves- turlandsvegar um Kjalarnes, mil- li Varmhóla og vegamótanna við Hvalfjarðargöng. Ætlunin er að breikka veginn með því að bæta við einni akrein. Í stað einnar akre- inar í hvora átt eins og nú er verði vegurinn þess í stað svokallaður 2+1 vegur, með tveimur akreinum í aðra áttina en einni í hina. Auk þess verði gerð þrjú ný hringtorg, við Móa, Grundarhverfi og Hvalf- jarðarveg. Samhliða breikkun veg- arins verði vegtengingum fækkað og lagðir hliðarvegir, göngu-, hjó- la- og reiðstígar. Megintilgangur framkvæmdarin- nar er að bæta samgöngur og auka umferðaröryggi Vesturlandsvegar. „Aðskilnaður akstursstefna, fæk- kun vegtenginga ásamt öðrum út- færsluatriðum mun koma til með að stuðla að því markmiði,“ segir í tillögunni. Þeir umhverfisþættir sem teknir verða til skoðunar í matinu eru landnotkun, gróðurfar og vistlen- di, fuglalíf, landslag og ásýnd, men- ningarminjar, hljóðvist og umfer- ðaröryggi. Þar sem tillagan snýr að breikkun núverandi Vesturlandsvegar er ekki talin þörf á að skoða aðra valkosti en þann sem lagt er upp með við framkvæmdina. Annar valkostur sé ekki fyrir hendi og valið standi því aðeins á milli þess að breikka veg- inn eða láta hann standa óbreyttan. Áætlað er að framkvæmdir við breikkun Vesturlandsvegar geti hafist næsta sumar og áætlað að þær taki fjögur ár. Að því gefnu gæti framkvæmdum lokið árið 2023, en þó er vert að geta þess að ekki er vitað um nákvæmar tímasetningar einstakra áfanga að svo stöddu. Frestur til að skila athugasem- dum við tillögu að matsáætlun veg- na umhverfismats fyrir breikkun Vesturlandsvegar er til 30. október næstkomandi. Athugasemdum skal skila skriflega til Skipulagsstofnu- nar. kgk Vesturlandsvegur um Kjalarnes. Ljósm. úr safni. Tillaga að umhverfismati Vesturlandsvegar kynnt Það eru þeir Jón Tryggvason og Sigurður Kjartan Gylfason hjá JT trésmíði slf. sem vinna verkið, um jarðvinnu sjá Snævélar ehf. og steypan kemur frá Þorgeiri ehf. Endurbætur á gömlum steyn- vegg við Ingjaldshólskirkju

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.