Skessuhorn


Skessuhorn - 16.10.2019, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 16.10.2019, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2019 25 Hjá Ráðgjafarmiðstöð landbún- aðarins er 44 manna hópur starfs- manna með breiða þekkingu á landbúnaði og með aðsetur á 13 starfsstöðvum um landið. RML hóf starfsemi árið 2013 og er stefnan að veita metnaðarfulla þjónustu meðal annars á sviði landbúnaðar og land- nytja. Talsverðar breytingar hafa að undanförnu verið kynntar á starfs- mannahaldi. Sigurður Guðmunds- son hefur verið ráðinn sem verk- efnisstjóri fjármála hjá RML með aðsetur á Hvanneyri. Berglind Ósk Alfreðsdóttir var nýverið ráð- in í starf ráðunautar á sviði lofts- lags- og umhverfismála og verður starfsstöð hennar í Reykjavík. Þá hefur Cornelis Aart Meijles hafið störf hjá RML. Hann mun starfa sem ráðunautur á sviði loftslags- og umhverfismála. Hann er búsettur í Hollandi en verður með viðveru á Íslandi og starfsstöð hans verð- ur þá á Hvanneyri. Loks var Linda Margrét Gunnarsdóttir ráðin í starf ráðunautar í nautgriparækt og verð- ur starfsstöð hennar á Akureyri. Á starfsstöðinni á Hvanneyri eru auk þeirra Sigurðar og Cornelíus- ar þau Árni B. Bragason ráðunaut- ur á búfjárræktar- og þjónustusviði, Borgar Páll Bragason fagstjóri, Eyjólfur Ingvi Bjarnason ráðunaut- ur á búfjárræktar- og þjónustusviði, Helga Halldórsdóttir verkefnis- stjóri mannauðs og tækni, Karvel L. Karvelsson framkvæmdastjóri, Lárus G. Birgisson ráðunautur á búfjárræktar- og þjónustusviði, Oddný K. Guðmundsdóttir á skrif- stofu og Snorri Þorsteinsson ráðu- nautur á rekstrar- og umhverfis- sviði. mm/ Ljósm. RML. Árlegur haustfagnaður Félags Sauðfjárbænda í Dalasýslu fer fram helgina 25. til 27. október næst- komandi. Um er að ræða upp- skeruhátíð sauðfjárbænda í Döl- um. Nokkur breyting verður á há- tíðinni í ár þar sem ákveðið var að hvíla Íslandsmeistaramótið í rún- ingi en þess í stað verður meiri áhersla lögð á hrútasýningarn- ar. „Það eru nokkrar ástæður fyr- ir því að stjórnin tók þá ákvörðun að gera breytingu á hátíðinni. Í fyrsta lagi fylgir þessum undirbún- ingi mikið álag. Í öðru lagi fannst okkur Íslandsmeistaramótið í rún- ingi vera orðið heldur staðnað hjá okkur og að sumra mati ekki nógu áhorfendavænt en félagið vinnur að því að finna þessari keppni ann- an farveg og hvort hann verður hér eða einhvers staðar annars staðar á landinu verður tíminn að leiða í ljós. Þar sem dagskráin sem fram fór í Reiðhöllinni í Búðardal var ekki að skila félaginu neinu nema kostnaði ákváðum við að létta aðeins álagið á okkur og sleppa öllu þar í ár,“ seg- ir Anna Berglind Halldórsdóttir í Magnússkógum, formaður Félags Sauðfjárbænda í Dalasýslu, í sam- tali við Skessuhorn. Gera hútasýningarnar að meiri viðburði Hátíðin hefst á föstudagskvöld- inu klukkan sex með hrútasýn- ingu í Suðurhólfinu. „Sú sýning verður haldin á Stóra-Vatnshorni í Haukadal í ár og við ætlum að bjóða fyrirtækjum sem selja land- búnaðartengdar vörur að koma og hitta bændur og kynna fyrir þeim það sem þeir eru að bjóða upp á. Þetta er ekki hugsað sem vélasýn- ing heldur meira bara sem tækifæri til að koma og spjalla, dreifa bækl- ingum og jafnvel bjóða upp á ein- hver tilboð. Hugmyndin er nefni- lega að hrútasýningin verði að- eins meiri viðburður en áður,“ seg- ir Anna. Laugardagurinn byrjar svo á hrúasýningu í Norðurhólfinu á Breiðabólsstað á Fellsströnd og hefst hún klukkan ellefu. „Þar ætl- um við að bjóða upp á markað, eins og áður hefur verið í reiðhöllinni. Á markaðinum getur fólk sem er að framleiða og skapa vörur kom- ið og selt sinn varning. Við hugsum dagskránna þar meira fyrir hand- verk og matvöru heldur en vélasýn- ingu,“ útskýrir Anna. Sölustía fyrir hrúta Sú nýjung verður í ár að sölustí- ur verða settar upp á hrútasýning- unum þar sem bændur geta kom- ið með hrúta til að selja. „Bænd- ur eru oft að leita að hrútum en vita kannski ekki hvert þeir eiga að leita svo þetta er flott tækifæri fyr- ir viðskipti milli bænda. Svo semur kaupandinn bara við eiganda hrúts- ins um verð á staðnum. Ef fleiri en einn bóndi hefur áhuga á hrút er eigandinn vissulega kominn í góða stöðu,“ segir Anna. Fram til þessa hafa verðlaunaafhendingar farið fram í Dalabúð en í ár verður sú breyting að verðlaun verða afhent í fjárhúsunum á Breiðabólsstað að hrútasýningu lokinni. „Við mun- um veita verðlaun fyrir bestu hrút- ana í flokki hyrndra, kollóttra og mislitra/ferhyrndra hrúta. Einnig verða veitt verðlaun fyrir bestu 5 vetra ærnar, bestu lambgimbrarn- ar og síðast en ekki síst veitum við verðlaun fyrir bestu ljósmynd- ina, en þemað í ár er „Börn í bú- skap“. Vilji menn senda inn ljós- mynd þá tekur Tóta á Kjarlaksvöll- um við myndum á netfangið thor- unn.th@hotmail.com. Við viljum fá sem flesta til að kíkja, þetta er fyr- ir alla. Svona hrútasýningar eru góð fjölskylduskemmtun svo við viljum endilega að fólk mæti með börnin sín, fái sér kjötsúpu eða pylsu og hafi gaman. Þetta er ekki bara fyrir bændur,“ segir Anna. „Þetta er flott tækifæri fyrir fólk að hittast, koma saman og sýna sig og sjá aðra, hvort sem þeir hafa áhuga á hrútum eða ekki. Þetta er fyrst og fremst menn- ingarviðburður,“ bætir hún við. Sviðaveislan á sínum stað Á laugardagskvöldinu verður glæsi- leg dagskrá í Dalabúð þar sem efnt verður til sviðaveislu og hagyrð- ingakvölds. „Frá því fyrsta sviða- veislan var árið 2008 hefur alltaf ver- ið troðfullt. Við búumst við að geta tekið á móti 320 manns og fólk þarf að panta sæti,“ segir Anna. Jón Ingi í Þurranesi tekur á móti pöntun- um í tölvupósti á netfangið thurra- nes@gmail.com. Fjórir hagyrðing- ar koma fram í Dalabúð, þeir Sig- urjón Valdimar Jónsson frá Skolla- gróf, Helgi Björnsson frá Snartar- stöðum, Þórdís Sigurbjörnsdótt- ir frá Hrísum og Þórður Brynjars- son frá Refsstöðum. Veislustjórn verður í höndum Sveinbjarnar Eyj- ólfssonar. Að veislu lokinni verður dansleikur með Greifunum. „Hægt verður að kaupa miða á ballið við inngangin ef það eru einhverjir sem ekki hafa áhuga á sviðum, kveðskap og léttu gríni,“ segir Anna og bætir því við að hún búist við góðri helgi í Dölunum þann 25. til 27. október sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. arg Baldur Örn Samúelsson við heysýnatöku úr rúllu. Breytingar í starfsmannahaldi á RML Hjalti Sigurðsson við kúadóma. Hér er Jón Ingi Ólafsson að stýra hrútauppboði á hrútasýningu á Haustfagnaði á síðasta ári. Ljósm. úr safni/sla. Haustfagnaður í Dölum framundan

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.