Skessuhorn


Skessuhorn - 16.10.2019, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 16.10.2019, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2019 27 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Athygli er vakin á því að ný krossgáta er birt í blaðinu aðra hverja viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyr- ir klukkan 15:00 á mánudögum, 12 dögum eftir að hún birtist. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkju- braut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á fimmtudegi í vikunni eftir að hún birtist). Dregið er úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bók að launum. Lausnin á síðustu krossgáta var: „Orðrómur“. Heppinn þátttakandi er: Guðný S Gunnarsdóttir, Gunnlaugsgötu 14, 310 Borgarnesi. Skrýtla Fjöldi Ótrygg Flínk Gúlpan Skap Stilkur Eyða Toppur Tilgerð Unnur Kassi Geifla Taut Blað Leikföng Snæð- ingur Lítil Sæla Sár Form Sniðug- ur Kopar Grunar Garður Öxull Gerast Slá Læti Þófi 18 Nei Reyfi Vömb 16 Korn Benda 1 Sund Áhald 3 Engin Stampur 7 Laðaði Span Pípur Kólfur Korn 9 Kvað Skot Tvíhlj. Ötular Duftið Til Sonur Tunnu 20 Spana Hætta 11 Söngl Bindi Gustur Fram- lag Hnjóð Hrúga 19 Inn- yfli Pílárar Suða Stafur Ikti Skraut Heiti 4 Drykk Dáð Þröng Tál- biti Reim Beita Álit 17 Skæði Hljómar Örn 15 Tvíhlj. Dvelja Tíst Athuga Leðja Tvíhlj. Reipi Spurn Starf Sýl Natni Reiði- hljóð Fæða Ásaka Dæld Klettur Dýr- gripur 2 Rasar Menn Fen Rödd Köngull Rispa Vild Skalli Arð 6 12 Grugg Hvílt Dregur Ókunn 8 Kostur Keyrði Skyn- semi Fákur 10 Firðina Fræg Eldstó Hagur 13 14 5 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Þ R A U T S E G J A S K O R J Ó R M Á T F Á T A U T A R Ó T A R P R A N G F L A N Ð R Á P A R A R I N N A V Æ R Ð A F T Ó H Ó A R E E R N F U N D U R I N N I L Æ T T M I R R A N Ú T I N N U R L Ó T T L A N Þ R Á A R A N A Æ S I R Á F I S P E L D I V A T N Þ A N S O P I Ö L D U N G R A Ð A A G I Á M A U Í S U R I N N U N A Ð U R R A S P N A U R Ú R S V Í S U Ó S Ú Ð A S T Ó I Ð U R R A K K U R U G G T A L Ó Ð A R R O S K I N A F L A R I Ó S K A K N Á O R Ð R Ó M U RL A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Hafrannsóknastofnun hefur nú gefið út bráðabirgðatölur fyrir stangaveiddan lax sumarið 2019, en mikill samdráttur var í veiði á þessu ári. Veiðin nú á landsvísu var 16.500 löxum minni en á síðasta sumri. Heildarfjöldi stangveiddra laxa var 28.800 fiskar, sem var sjö- unda minnsta veiði sem skráð hefur verið frá árinu 1974 og sú minnsta frá 2000. Í tölum um heildarlax- veiði eru taldir villtir laxar, laxar sem upprunnir eru úr sleppingum gönguseiða og einnig þeir laxar sem er sleppt aftur í stangveiði (veitt og sleppt). Mest varð minnkunin í veiði hér á vestanverðu landinu en aukning kom fram í ám á Norð- austurlandi. Laxveiðitímabilinu er nú lokið í flestum ám landsins. Enn er þó veitt í ám þar sem uppistað- an í veiðinni er lax úr sleppingum gönguseiða, en þar stendur veiði til 31. október. Laxar úr gönguseiðasleppingum eru viðbót við náttúrulega fram- leiðslu ánna og þegar veitt er og sleppt í stangveiði veiðast sum- ir fiskar oftar en einu sinni. Þegar litið er til veiða á villtum laxi ein- göngu (ekki úr seiðasleppingum), að teknu tilliti til endurveiddra laxa, er líklegt að mati Hafrannsókna- stofnunar, að heildarstangveiðin árið 2019 hefði orðið um 20.000 laxar, sem væri minnsta stangveiði villtra laxa frá því farið var að skrá veiði í rafrænan gagnagrunn. Lax- veiði minnkaði í öllum landshlut- um nema á Norðurlandi Eystra og Austurlandi. Sumarið 2019 ein- kenndist öðru fremur af miklum og fordæmalausum þurrkum allt sum- arið sem gerði aðstæður til veiða afar erfiðar, einkum í dragám á vestanverðu landinu sem eru mjög háðar úrkomu yfir sumarið. Þurrkar og slakur hrygningarárgangur Vísbendingar eru um að minni laxgengd á Vesturlandi megi að hluta til rekja til lítils hrygning- arárgangs 2014. Sá árgangur hef- ur mælst liðfár í seiðamælingum, auk þess sem vorið 2018 var þar fremur kalt og votviðrasamt sem hafði neikvæð áhrif á seiðagöng- ur til sjávar. Hins vegar var vorið 2018 hlýtt á austanverðu landinu og gengu seiði þar úr fleiri en ein- um árgangi til sjávar. Fjöldi seiða í ám á austanverðu landinu hefur almennt farið vaxandi í seiðamæl- ingum og eru sterkar vísbendingar um að það megi rekja til aukinna sleppinga í stangveiði og þar með stærri hrygningarstofna. Afkoma laxa í sjó skiptir miklu máli varð- andi endurheimtur og vísbending- ar eru um að endurheimtur hafi verið með lægsta móti 2019 a.m.k. á Vesturlandi en nákvæmar upplýs- ingar um þann þátt liggja ekki fyrir enn sem komið er, að sögn starfs- manna Hafró. Auka þarf rannsóknir á fiski í hafi Miklar sveiflur hafa átt sér stað á endurheimtum laxa úr sjávardvöl- inni undanfarin ár, t.d. árin 2012 og 2014 þar sem endurheimtur úr sjó voru mjög lágar, en árin 2013 og 2015 voru endurheimtur á hinn bóginn mjög góðar. „Mikilvægt er að auk þekkingu á sjávardvöl laxa en dánartala laxa í sjó hefur hækk- að við Norður-Atlantshaf á síð- ustu áratugum. Ástæður þess eru ekki þekktar og mikilvægt að leita frekari svara við því. Þegar dán- artala hækkar ná færri fiskar sem ganga út sem gönguseiði að snúa til baka sem fullorðinn lax. Vís- bendingar eru um að seiðafram- leiðsla í ám hér á landi hafi al- mennt aukist, sem vegur á móti lægri endurheimtum. Aukningu í þéttleika seiða má að talsverðu leyti rekja til aukins fjölda laxa sem sleppt er í stangveiði (veiða- sleppa) sem skilar stærri hrygn- ingarstofnum að hausti,“ segir í samantekt Hafrannsóknastofnun- ar. mm Stangveiði í íslenskum ám frá 1974 - 2019. Veiðinni er skipt í landaðan afla (blátt), veitt og sleppt (grænt) og veiði úr slepp- ingum gönguseiða (rautt). Tölur frá 2019 eru bráðabirgðatölur. Graf: Hafrannsóknastofnun. Laxveiði á Vesturlandi sú minnsta frá upphafi Gísli Georgsson 11 ára setti í Maríulaxinn sinn í Norðurá í sumar. Fiskurinn var vænn, silfurgljáandi og nýrunninn lax sem fékkst á neðsta veiðisvæðinu í ánni. Ljósm. Georg Gíslason. Stangveiði á laxi á Vesturlandi sumarið 2019 í samanburði við árin aftur til 1989. Nú var heildarveiðin einungis um sjö þúsund laxar, en fór í um 28 þúsund laxa sumarið 2008.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.