Skessuhorn


Skessuhorn - 16.10.2019, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 16.10.2019, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 201914 Íþróttabandalag Akraness, ásamt Íþróttabandalagi Reykjavíkur og Íþróttabandalagi Akureyrar, hef- ur nú fengið fulla aðild að Ung- mennafélagi Íslands, UMFÍ. Þetta var samþykkt nær samhljóða á sam- bandsþingi UMFÍ sem fram fór á Laugarbakka í Miðfirði um helgina. Með aðild þessara félaga verða flest stóru íþróttafélögin á höfuðborg- arsvæðinu, sem heyra undir ÍBR, hluti af UMFÍ, ásamt ÍA á Akra- nesi, ÍBA á Akureyri og 29 héraðs- samböndum um land allt. Ungmennafélag Íslands er lands- samband ungmennafélaga, var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Innan UMFÍ voru fyrir þessa sameiningu 340 starfandi félög og félagsmenn rúmlega 160 þús- und. Í tilkynningu frá UMFÍ kem- ur fram að málið hafi verið til um- ræðu í hreyfingunni í tvo áratugi. Íþróttabandalögin þrjú fái nú stöðu sambandsaðila innan UMFÍ, sem margfaldast við það í stærð. Að mati stjórnenda UMFÍ verður hreyfing- in öflugri við þessi nýju félög. „Nú getum við sameinað krafta okkar og orðið öflugri samtök en áður,“ segir Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ. Ánægja með aðildina Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri ÍA, er að von- um ánægð með að ÍA hafi fengið fulla aðild að UMFÍ. „Það er mikil ánægja með þessa ákvörðun innan ÍA. Ferlið hefur tekið rúm þrjú, allt frá því umsókn sem forveri minn í starfi sendi inn fyrir hönd íþrótta- bandalagsins og þar til hún var sam- þykkt núna um síðustu helgi,“ seg- ir Hildur í samtali við Skessuhorn. „UMFÍ eru rótgróin og reynslu- mikil samtök sem við erum mjög spennt að tilheyra. Ungmenna- hreyfingin býr að mikilli fagþekk- ingu og veitir sínum aðildarfélög- um margvíslega þjónustu. Ég tel að þetta skref geti orðið til þess að efla enn frekar íþrótta- og æskulýðs- starf á landsvísu. Þessu mun fylgja meira samstarf og með því höfum við aukinn kraft til að styðja enn betur við íþrótta- og æskulýðsstarf í okkar nærumhverfi,“ segir hún. Vilja verða beinir þátt- takendur í starfi UMFÍ Íþróttabandalögin þrjú sem tekin voru inn í UMFÍ um síðustu helgi sóttu sameiginlega um aðild. ÍBR leiddi þá vinnu fyrir hönd ÍA og ÍBA einnig. Frímann Ari Ferdin- andsson er framkvæmdastjóri ÍBR. Hann segir ýmislegt jákvætt fylgja því að bandalögin hafi nú fullgilda aðild að UMFÍ. „Hjá ÍBR byrjaði þetta ferli fyrir bráðum 15 árum síðan. Þá var það meðal annars hugsað til að fá að taka þátt í lands- mótum og öðru almennnu starfi ungmennafélaganna. Síðan var reglum breytt og bandalögin fengu að taka þátt í landsmótum. Þá var sú hindrun úr sögunni, en með að- ild fáum við auðvitað að taka þátt í að móta landsmótin til framtíðar. Í seinni tíð hafa menn einnig horft til þess að UMFÍ eru samtök íþrótta- héraða, eins og við erum. Við sjáum því fyrir okkur vettvang til aukinnar samvinnu allra íþróttahéraðanna til að efla íþróttastarf í landinu í sam- einingu,“ segir Frímann. „Auk þess er alls kyns starf sem ungmenna- hreyfingin býður upp á sem okk- ur þykir áhugavert og langar gjarn- an að taka þátt. Ég get nefnt sem dæmi ýmiss konar námskeiðahald í tengslum við félagsstarf. Þá hefur ungmennahreyfingin verið dugleg á svokölluðum æskulýðsvettvangi þar sem siðamál, sem hafa verið mikið í umræðunni upp á síðkastið, hafa verið tekin til gagngerrar um- fjöllunar,“ segir hann. Frekara samstarf Bæði Hildur og Frímann leggja áherslu á að með fullri aðild skap- ist grundvöllur fyrir frekara sam- starf íþróttabandalaganna við önn- ur íþróttasambönd. „Nú þegar eig- um við í töluverðum samskiptum við okkar nágranna í UMSB. Ég sé fram á enn meiri og betri samvinnu okkar nú þegar ÍA hefur feng- ið fullgilda aðild að UMFÍ,“ seg- ir Hildur Karen og Frímann tekur undir með henni. „Með aðild geta til dæmis UMSB og ÍA unnið mikið meira saman, í gegnum ýmis verk- efni innan UMFÍ. Þar hafa kannski verið ákveðnar hindranir í gegn- um tíðina, áður en ÍA fékk fulla að- ild. Núna geta ÍA og UMSB farið af stað í sameiginleg verkefni und- ir hatti ungmennahreyfingarinnar og sótt um sameiginlega styrki úr sjóðum UMFÍ til þeirra verkefna, til dæmis,“ segir hann. Hvað varðar lottótekjur íþrótta- bandalaganna sem nú hafa fengið fulla aðild að UMFÍ segir Frímann að bandalögin hafi sæst á að fá ekki lottógreiðslur í gegnum UMFÍ fyrr en náðst hafi samkomulag um sam- ræmdar reglur um skiptingu fyrir aðila Íþróttasambands Íslands og UMFÍ. „Umræða hefur verið uppi innan íþróttahreyfingarinnar um að jafna þurfi þá skiptingu og með því að taka íþróttabandalögin inn í UMFÍ og skipta greiðslum eftir íþróttahéruðum þá gefst tækifæri til þess. Tíminn verður hins vegar að leiða í ljós hvernig þeirri skipt- ingu verður háttað,“ segir Frímann að endingu. kgk Sigursteinn Sigurðsson arkitekt hefur verið ráðinn í nýtt starf verk- efnastjóri hjá Samtökum sveitarfé- laga á Vesturlandi. Sigursteinn hef- ur síðustu átta ár rekið arkitekta- stofuna Gjafa í Borgarnesi en auk þess starfaði hann að sérverkefnum fyrir SSV á árunum 2012 til 2014. Hann hefur í gegnum tíðina tekið virkan þátt í ýmsum framfara- og samfélagsmálum í heimabyggð og á Vesturlandi, var m.a. einn af stofn- endum Vitbrigða Vesturlands, sem eru samtök fólks í skapandi grein- um, og hefur setið þar í stjórn. Þá hefur hann ásamt fleirum haldið utan um listahátíðina Plan-B Art Festival. Sigursteinn var valinn úr hópi rúmlega þrjátíu umsækjanda um starfið en Hagvangur hélt utan um ráðningarferlið fyrir hönd SSV. Helstu verkefni nýs verkefna- stjóra verður umsýsla um menn- ingarmál í landshlutanum, þátttaka í byggðaþróunarverkefnum og eft- irfylgni með Velferðarstefnu Vest- urlands sem nýlega var samþykkt. „Starfið leggst alveg rosalega vel í mig. Ég er því fullur tilhlökkunar enda er þetta spennandi verkefni og að hluta til er verið að móta nýtt starf. Elísabet Haraldsdóttir sinnti áður menningarmálum í landshlut- anum en hún hætti í sumar. Í nýja starfinu verður auk menningar- málanna eftirfylgni með nýrri vel- ferðarstefnu fyrir Vesturland en sú vinna snýr m.a. að forvarnarstarfi, ungmennaráðum og ýmsum verk- efnum á því sviði,“ segir Sigur- steinn í samtali við Skessuhorn. Hann hefur undanfarin ár rekið arkitektastofuna Gjafa í Borgar- nesi. „Gjafi verður áfram til en ég mun ekki taka að mér nein stærri verkefni við hönnun. Verð í fullu starfi hjá SSV og með vinnuað- stöðu í stjórnsýsluhúsinu við Bjarn- arbraut. Ég mun þó áfram grípa í einhver verkefni við hönnun, svona milli mjalta. Það verður því lúxus fyrir mig að geta kannski valið þau verkefni sem mér hentar samhliða fullu starfi við annað. Gjafi verð- ur því áfram rekið sem fyrirtækja- hótel, en ég hef leigt út skrifborð á skrifstofu minni sem áfram verður opin í tengibyggingunni við Borg- arbraut 57 og 59 í Borgarnesi,“ seg- ir Sigursteinn en hann byrjar í nýja starfi verkefnisstjóra hjá SSV 1. nóvember næstkomandi. mm Landsfundur Vinstrihreyfingarinn- ar græns framboðs fer fram helgina 18.-20. október næstkomandi. Fram hefur komið að Mýramaður- inn Guðmundur Ingi Guðbrands- son umhverfisráðherra gefur kost á sér í stól varaformanns VG. Nú hefur sveitungi hans, Rúnar Gísla- son úr Borgarnesi, ákveðið að gefa kost á sér í embætti gjaldkera. Til- kynning Rúnars um framboð er svohljóðandi: „Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í embætti gjaldkera VG á komandi landsfundi. Ég hef haft mikla ánægju af að starfa innan VG til þessa og trúi að ég geti komið að frekara gagni. Það er ástæðan fyrir þessari framhleypni. Síðan ég gekk til liðs við Vinstrihreyfinguna - grænt framboð þá hef ég gengt embætti formanns í mínu svæðis- félagi, setið í stjórn VG á lands- vísu og verið í framboði til Alþing- iskosninga og sveitastjórnarkosn- inga ásamt því að hafa sinnt nefnd- arstörfum í nafni VG. Hvort það hafi verið heillaspor fyrir einhverja aðra en mig sjálfan er ekki mitt að meta, heldur legg ég það í dóm fé- laga minna einu sinni enn,“ sagði Rúnar. mm Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri ÍBR. Ljósm. ÍBR. ÍA fékk fulla aðild að UMFÍ - ásamt ÍBR og ÍBA Kátir piltar á Norðurálsmóti ÍA fyrir nokkrum árum síðan. Ljósmyndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri ÍA. Ljósm. ÍA. Sigursteinn Sigurðsson. Ljósm. Skessuhorn/glh Sigursteinn ráðinn verkefnastjóri hjá SSV Rúnar Gíslason. Tveir Vestlendingar bjóða sig fram til forystu í VG

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.