Skessuhorn


Skessuhorn - 16.10.2019, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 16.10.2019, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 201922 Fjölmenni mætti að vanda í Morgun- stund í Brekkubæjarskóla á Akranesi, en fyrst slíkra gæðastunda á haustönn var á fimmtudaginn í liðinni viku í íþróttahúsinu. „Að venju var mikið um dýrðir og fjöldi nemenda steig á stokk. Áhorfendapallarnir voru þétt setnir og bleikur litur var áberandi í húsinu í tilefni af bleikum október,“ segir í frétt skólans. Fleiri myndir má sjá á heimasíðu Brekkubæjarskóla á brak.is mm/ Ljósm. Brekkubæjarskóli Eftir að ný brú var reist yfir Hellu- vað í Norðlingafljóti á Arnarvatns- heiði fyrir ári er stefnt að um- ferð í öll veiðivötn á heiðinni fari um brúna og hætt verði akstri yfir svokallað Úlfsvatnsvað. Til að svo megi verða þarf að leggja ríflega kílómeters langan vegslóða norð- an við fljótið og tengja umferð nú- verandi vegslóða sem liggur m.a. að Úlfsvatni og Arnarvatni litla. Ósk- aði Veiðifélag Arnarvatnsheiðar eft- ir leyfi Borgarbyggðar til að leggja slóðann. Hluti veiðifélagsmanna taldi þó að fara ætti aðra leið og nýta annan slóða ofar í heiðinni. Sveitarstjórn hefur nú hafnað því að gefa út framkvæmdaleyfi að svo stöddu. Á fundi sínum síðast- liðinn fimmtudag fól hún skipu- lagsfulltrúa sveitarfélagsins að leita umsagnar Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands vegna umsóknar um lagningu veg- slóðans, áður en framkvæmdaleyfi verður gefið út. Einnig samþykkti sveitarstjórn að framkvæmdin yrði tilkynnt til Skipulagsstofnunar áður en framkvæmdaleyfi yrði veitt sam- kvæmt tillögu skipulags- og bygg- ingarnefndar frá 7. október sl. Jafn- framt fól sveitarstjórn skipulagsfull- trúa að leggja mat á hvort vinna eigi skipulagstillögu fyrir svæðið í heild sinni og leggja fyrir sveitarstjórn. mm Nafni Gámaþjónustunnar var breytt mánudaginn 7. október síð- astliðinn. Gengur fyrirtækið nú undir nafninu Terra. „Terra er lat- neskt heiti jarðargyðjunnar og eitt af nöfnum plánetunnar sem er heimkynni okkar allra og vel á við, enda snýr allt okkar starf að bættri umgengni við jörðina,“ segir um nafnabreytinguna á vef fyrirtækis- ins. Samhliða nýju nafni var nýtt merki félagsins kynnt til sögunnar. „Það byggir á hringformi sem vís- ar til jarðarinnar, en einnig birtist í merkinu spírað fræ, tákn sjálfbærni og endurnýjunar til framtíðar.“ Terra skilgreinir sig sem fyrir- tæki í umhverfisþjónustu og býður sem fyrr upp á lausnir til að safna og flokka úrgang og endurvinnslu- efni auk þess að koma þeim efnum í réttan farveg. Með viðskiptavin- um er unnið að því að flokka sem mest og jafnframt hvetur fyrirtækið til minni notkunar umbúða og efna sem þarfnast sérstakrar meðhöndl- unar. Markmið Terra er að skilja ekkert eftir, að því er fram kemur á vefsíðu fyrirtækisins. kgk/ Ljósm. Terra. Starfsmenntavikan er nú haldin í fjórða sinn undir kjörorðunum; „Uppgötvaðu hæfileika þína“. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menn- ingarmálaráðherra opnaði dag- skrá hennar á mánudag: „Vel þjálf- að og menntað starfsfólk, og frum- kvæði þess og athafnavilji, eflir vinnumarkaðinn og eykur sveigjan- leika hans. Við þurfum bæði hug- vit og verkvit til þess að nýsköp- un blómstri í okkar samfélagi og til þess að mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir sem sam- félag. Það liggja mikil sóknarfæri í að efla iðn- og starfsmenntun hér á landi og það er eitt af forgangsmál- um okkar,“ sagði Lilja. Af sama tilefni opnaði ráðherra vefinn Nám og störf, þar sem nálgast má á einum stað upplýs- ingar um námskosti á sviði starfs- menntunar, námssamninga og starfskynningar og fleira gagnlegt fyrir þá sem vilja kynna sér starfs- menntun. Síðan inniheldur einnig efni fyrir náms- og starfsráðgjafa og kennara. Evrópsk starfsmenntavika miðar að því að kynna og efla starfsnám og þjálfun og eru skóla og aðrar stofnanir sem sinna starfsmenntun hvattar til þess að nýta það tæki- færi til þess að kynna námsfram- boð sitt og nýjungar. -fréttatilkynning Uppgötvaðu hæfileika þína á Starfsmenntaviku Sveitarstjórn heimilar ekki lagn- ingu vegslóða á Arnarvatnsheiði Terra er nýtt nafn Gámaþjónustunnar Bleikt þema á Morgunstund í Brekkubæjarskóla

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.