Skessuhorn - 16.10.2019, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 20198
Fundir um vegamál á Vesturlandi
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa fyrir fundum um vegamál á
Vesturlandi.
Á fundunum mun Ólafur Guðmundsson ráðgjafi, sem um árabil hefur annast
EuroRap öryggismat á vegakerfinu á Íslandi, kynna úttekt sína og mat á vegum
á Vesturlandi. Að kynningu Ólafs lokinni verða umræður um vegamál.
Við hvetjum Vestlendinga til að mæta á fundina og kynna sér úttekt Ólafs á
vegakerfinu.
Allir velkomnir
SSV
FUNDIRNIR VERÐA HALDNIR Á EFTIRTÖLDUM STÖÐUM:
Stykkishólmur: Amtsbókasafnið - miðvikudaginn 16. október kl. 16:00
Búðardalur: Dalabúð - miðvikudaginn 16. október kl. 20:00
Borgarnes: Hótel B59 - fimmtudaginn 17. október kl. 17:00
Hvalfjarðarsveit: Miðgarður - fimmtudaginn 17. október kl. 20:00
Stungið af frá tjóni
AKRANES: Ekið var utan í
kyrrstæðan bíl við Einigrund á
Akranesi síðastliðinn fimmtu-
dag. Ökumaðurinn sem olli
tjóninu stakk af frá vettvangi.
Það sama var uppi á teningnum
fyrir utan Subway á Akranesi á
mánudag. Þar var ekið utan í
bíl og sá sem það gerði lét sig
hverfa af vettvangi óhappsins.
Bæði málin eru til rannsóknar,
að sögn lögreglu. -kgk
Réttindalausir
VESTURLAND: Ökumaður
var stöðvaður í umdæmi Lög-
reglunnar á Vesturlandi á föstu-
dagskvöld, fyrir þær sakir að
nota ekki bílbelti við akstur-
inn. Kom síðan í ljós að hann
reyndist ekki hafa gild öku-
réttindi. Fyrr í vikunni, við al-
mennt eftirlit með atvinnutækj-
um, var ökumaður stöðvaður
og reyndist ekki hafa endurnýj-
að meiraprófsréttindi sín. Lög-
regla beinir því til allra bílstjóra
að huga að því að vera með gild
ökuréttindi. -kgk
Út af Heydalsvegi
SNÆFELLSNES: Bíl var ekið
út af Heydalsvegi á sunnudag-
inn. Erlendir ferðamenn voru
á ferð, misstu bílinn út af veg-
inum og höfnuðu úti í skurði.
Taldi ökumaðurinn sig hafa
fengið vindhviðu á bílinn með
fyrrgreindum afleiðingum, en
þó var bókað að veður hafi verið
mjög gott á svæðinu þegar slys-
ið varð og hægur vindur. Eng-
inn meiddist og bifreiðin virt-
ist óskemmd, að sögn lögreglu.
-kgk
Aflatölur fyrir
Vesturland
5.-11. október
Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu:
Akranes: 6 bátar.
Heildarlöndun: 21.993 kg.
Mestur afli: Tryggvi Eðvarðs
SH: 7.744 kg í tveimur róðr-
um.
Arnarstapi:
Engar landanir á tímabilinu.
Grundarfjörður: 4 bátar.
Heildarlöndun: 207.745 kg.
Mestur afli: Hringur SH:
70.048 kg í einni löndun.
Ólafsvík: 9 bátar.
Heildarlöndun: 41.651 kg.
Mestur afli: Guðmundur Jens-
son SH: 13.358 kg í einum
róðri.
Rif: 9 bátar.
Heildarlöndun: 103.939 kg.
Mestur afli: Örvar SH: 51.521
kg í einni löndun.
Stykkishólmur: 3 bátar.
Heildarlöndun: 55.746 kg.
Mestur afli: Leynir SH: 41.720
kg í fimm róðrum.
Topp fimm landanir á tíma-
bilinu:
1. Hringur SH - GRU: 70.048
kg. 9. október.
2. Runólfur SH - GRU: 57.614
kg. 7. október.
3. Farsæll SH - GRU: 55.835
kg. 9. október.
4. Örvar SH - RIF: 51.521 kg.
7. október.
5. Sigurborg SH - GRU:
24.248 kg. 9. október.
-kgk
Framkvæmdir á bílastæðinu við
Saxhól lauk nú á dögunum en pen-
ingar í það verkefni fengust úr inn-
viðaáæltun ríkisstjórnarinnar fyrir
árin 2019 og 2020. Var úhlutunin
6,5 miljónir fyrir árið 2019 og 23,3
milljónir fyrir árin 2020-2021. Hef-
ur Vegagerðin séð um lagfæring-
arnar á veginum að Saxhól sem og
bílastæðinu fyrir Þjóðgarðinn Snæ-
fellsjökul en það er Stafnafell ehf.
sem hefur unnið verkið. Það sem
gert hefur verið er að bílastæðið var
rétt af, það er að segja klappir sem
stóður upp úr stæðinu voru tekn-
ar og stæðið planað. Efni var keyrt
í veginn og hann breikkaður í sex
metra og hækkaður um um það bil
30 til 40 sentimetra og gerður klár
til klæðningar. Eftir þessar fram-
kvæmdir er bílastæðið nú 1.850 m2
og fóru um 1.600 m3 af efni í verk-
ið. þa
Fiskistofa hefur synjað fjölmörg-
um beiðnum um millifærslu í mak-
ríl, þar sem jöfn skipti á makríl og
bolfiski koma við sögu. „Stofnunin
telur að flutningur sé óheimill þeg-
ar útgerð krókaaflamarksbáts sem
hefur makrílheimildir í A-flokki
hyggst láta af hendi heimildir í bol-
fiski í krókaaflamarki í skiptum fyr-
ir makríl til aflamarksskips, sem býr
yfir makrílheimildum í B-flokki,“
segir á vef Fiskistofu.
Í frétt Fiskifrétta frá 3. október
segir hins vegar að þessi túlkun
Fiskistofu stangist á við fyrri túlkun
hennar á reglunum. „Sem varð til
þess að sannkölluð hringekja með
makrílheimildir fór af stað, þar sem
makrílheimildir voru fluttar fram
og aftur milli skipa í skiptum fyrir
bolfisk. þannig gátu fyrirtæki nýtt
sér þetta til að flytja bolfiskheim-
ildir úr krókaaflamarki upp í afla-
markskerfið,“ segir í frétt Fiski-
frétta. „Atvinnuvegaráðuneytið
komst þann 20. september að þeirri
niðurstöðu að þessar millifærslur
hafi verið ólögmætar og sendi Fisk-
ustofu leiðbeiningar um fram-
kvæmd laganna,“ segir á vef Fiski-
frétta.
Þar er jafnframt haft eftir Þor-
steini Hilmarssyni, sviðsstjóra hjá
Fiskstofu, að taka þurfi í kringum
400 millifærslur á aflaheimildum til
endurskoðunar. Fiskistofa hafði þá
til skoðunar fjölmargar óafgreidd-
ar og óstaðfestar beiðnir um milli-
færslur í makríl sem taka átti af-
stöðu til dagana á eftir.
Landssamband smábátasjó-
manna hefur gagnrýnt harðlega
þessa framkvæmd regluverksins.
Axel Helgason, formaður LS, seg-
ir Fiskistofu bera ábyrgð á útkom-
unni. „Það var Fiskistofa sem ákvað
að hleypa krókaaflamarksbát upp í
A-flokk í markílnum. Þar með fór
þetta af stað,“ er haft eftir Axel
í frétt Fiskifrétta. Hann telur að
nálægt 50 þúsund tonn hafi verið
millifærð með þessum hætti, sem í
reynd eru tæp 25 þúsund tonn, þar
sem hver færsla telst tvisvar þegar
heimild er flutt af einum báti til
annars.
Smábátasjómenn höfðu síðan
margir hverjir einnig nýtt sér heim-
ildir í reglunum til að leigja frá sér
óveiddan kvóta. „Menn þurftu í
raun og veru ekki að veiða sín-
ar heimildir, upphafsúthlutunina.
Menn gátu fengið í viku hverri út-
hlutað 35 tonnum úr viðbótarpott-
inum án þess að þurfa að hreyfa við
sínu úthlutaða aflamagni. Síðan
núna í lok vertíðar gátu þeir fram-
leigt allan sinn afla til stórútgerð-
arinnar sem í sumum tilvikum voru
heimildir úr viðbótarpottinum sem
átti að vera óheimilt að framleigja,“
segir Axel. Hann telur þó engu að
síður jákvætt að smábátasjómenn
fái tækifæri til að framleigja óveidd-
ar heimildir sínar til stórútgerðar-
innar í lok vertíðar. Framkvæmdin
hafi hins vegar ekki verið í sam-
ræmi við það sem lagt var upp með
í upphafi.
kgk/ Ljósm. úr safni
Brynja SH kemur að landi eftir makrílveiðiróður frá Ólafsvík haustið 2017.
Ljósm. úr safni.
Ógilda millifærslur í makríl
Betri bílastæði við Saxhól