Læknablaðið - jan 2019, Qupperneq 4
11
Unnur Sverrisdóttir, Freyja Jónsdóttir, Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir,
Hildur Harðardóttir, Ragnheiður Ingibjörg Bjarnadóttir
Notkun lyfja, fæðubótarefna og náttúruvara á meðgöngu
Lyfjanotkun á meðgöngu er talin algeng og oft nauðsynleg, þrátt fyrir að skortur sé á
rannsóknum og gagnreyndum upplýsingum um notkun lyfja á meðgöngu. Niðurstöður
rannsóknarinnar sýna að algengt er að konur taki lyf og fæðubótarefni á meðgöngu. Notk-
un flestra lyfjanna telst örugg á meðgöngu. Meirihluti barnshafandi kvenna tekur fólínsýru.
Barnshafandi konur hafa rökrétt og alla jafna jákvætt viðhorf til lyfjanotkunar á meðgöngu.
19
Atli Steinn Valgarðsson, Tómas Guðbjartsson
Loftbrjóst beggja vegna eftir nálastungumeðferð
á meðgöngu – sjúkratilfelli
Þetta er sjaldgæfur en lífshættulegur fylgikvilla eftir nálastungumeðferð á brjóstholi. Sjúk-
lingurinn leitaði snemma á sjúkrahús þar sem skjót greining og meðferð tryggðu að móður
og barni farnaðist vel. Tilfellið er áminning um þá fylgikvilla sem hlotist geta af nálastung-
um og mikilvægi þess að upplýsa sjúklingina um þá.
4 LÆKNAblaðið 2019/105
F R Æ Ð I G R E I N A R
1. tölublað ● 105. árgangur ● 2019
7
Laufey Tryggvadóttir
Krabbamein, áfengi
og samfélagsleg
ábyrgð
Mörgum brá við niðurstöður
rannsóknar í Lancet í sum-
ar. Þar sagði að þótt hófleg
neysla (undir einu glasi á dag)
geti lækkað áhættu á blóð-
þurrð í hjarta fylgi neyslunni
aukin áhætta á krabbamein-
um. Áfengi getur verið hættu-
legt og goðsögnin um að hóf-
lega drukkið vín bæti heilsuna
riðar til falls.
9
Hjalti Már Björnsson
Þráhyggjusál í lösk-
uðum líkama?
Undanfarna áratugi hef ég
haft það á tilfinningunni að
öfgar í íþróttaiðkun hafi vax-
ið. Þeim fjölgar sem hreyfa
sig ekkert og kljást við alvar-
legt heilsutjón vegna þess en
að sama skapi fjölgar þeim
sem stunda of mikla hreyf-
ingu sér til tjóns.
L E I Ð A R A R
Skemmtiferð með öllu tilheyrandi í Ósafirði
innst við Patreksfjörð, undir Kleifaheiði í
Vestfjarðakjördæmi, skammt frá þar sem nú
er verið að klára Dýrafjarðargöng. Róman-
tísk og óspillt náttúrustemmning sem vitnar
um gósentíma og fullveldi Íslands innan
seilingar. Klettabelti, kjarr og óvirkjaður foss
í frjálsu falli en á þessum tíma hafa senni-
lega ekki búið neinar konur fyrir vestan.
Talið f.v.: Páll Nikulásson, Kristján Ó.
Skagfjörð, Jón Á. Ólafsson, Edvald bakari,
Hallgrímur Jónasson, Sigurður Magnús-
son læknir og óþekktur maður. Sigurður
(1866-1940) sat á Patreksfirði 1899-1923.
Sjálfsævisaga hans kom út 1985 og heitir
einfaldlega Æviminningar læknis, þar er
rakin mjög mögnuð saga af heilsufari,
mannameinum, launakröfum og tíðaranda
um aldamótin þarsíðustu.
Ljósmyndari: Pétur A. Ólafsson (1870-
1949) athafnamaður á Vatneyri við Patreks-
fjörð tók þessa mynd árið 1910. Myndin er
varðveitt í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem
er eitt albesta safn í heimi og birt með leyfi
þess.
Kápumyndin á janúarblaðinu