Læknablaðið - jan 2019, Qupperneq 14
14 LÆKNAblaðið 2019/105
kvæði kvennanna sjálfra (79% lyfjanna). Í 18% tilvika var lyfja-
notkun hætt í samráði við lækni og í 3% tilvika var notkun hætt í
samráði við lyfjafræðing eða ljósmóður.
Notkun fæðubótarefna; vítamína, steinefna og fitusýra
Af 213 þátttakendum notuðu 207 konur (97%) vítamín, fitusýrur
eða steinefni í rannsókninni. Algengast var notkun fólínsýru,
D-vítamíns, omega 3 og fjölvítamíns. Mikill meirihluti (90%) þátt-
takenda notaði fólínsýru og á mynd 3 má sjá hvort hún var notuð
á fyrsta þriðjungi meðgöngu eða síðar. Marktækur munur var á
notkun fólínsýru eftir aldri (p=0,019). Í yngsta aldurshópnum (<21
árs) var hærra hlutfall kvenna sem ekki notuðu fólínsýru (60%) í
samanburði við aðra aldurshópa (4-33%). Einnig var marktækur
munur (p=0,03) á hópunum eftir búsetu en hlutfallslega bjuggu
fleiri þeirra sem ekki notuðu fólínsýru á landsbyggðinni (24%)
samanborið við höfuðborgarsvæðið (8%). Ekki fannst marktækur
munur á notkun fólínsýru með tilliti til annarra bakgrunnsþátta
(p>0,05).
Notkun náttúruvara
Af 213 þátttakendum notuðu 30 konur (14%) náttúruvöru einhvern
tíma á fyrstu 20 vikum meðgöngu. Algengustu vörurnar voru
asídófílus (acidophilus) og engiferhylki. Enginn marktækur mun-
ur var á þeim sem notuðu náttúruvöru samanborið við þær sem
gerðu það ekki með tilliti til bakgrunnsþátta (p>0,05).
Upplýsingar og viðhorf þungaðra kvenna til notkunar
lyfja og náttúruvara á meðgöngu
Í töflu III má sjá hlutfall svara við fullyrðingum sem notaðar voru
til að kanna upplýsingar og viðhorf þungaðra kvenna til lyfjanotk-
unar á meðgöngu. Bakgrunnsþættir þátttakenda höfðu einungis
marktæk áhrif á svör við tveimur fullyrðingum. Konur með há-
skólapróf voru marktækt oftar sammála því að hafa hærri þrösk-
uld fyrir notkun náttúruvara samanborið við konur með iðn-
menntun (p=0,011) eða grunnskólapróf (p=0,011). Konur sem starfa
í heilbrigðisþjónustu eða hafa slíka menntun voru einnig mark-
tækt oftar ósammála því að ófrískar konur ættu frekar að nota
náttúruvörur en hefðbundin lyf samanborið við konur sem ekki
hafa slíka menntun eða starfsvettvang (p=0,0002). Bakgrunnsupp-
lýsingar höfðu ekki marktæk áhrif á svör þátttakenda við öðrum
fullyrðingum. Þegar konurnar voru spurðar hvert þær myndu
helst leita til að fá upplýsingar um lyfjanotkun á meðgöngu, gátu
þær valið fleiri en einn svarmöguleika. Algengast var að leita á
netið (51%), til ljósmóður (44%) og til læknis (19%).
Umræða
Notkun lyfja, vítamína, steinefna og náttúruvara meðal barnshaf-
andi kvenna hefur lítið verið rannsökuð hér á landi og eftir því
sem best er vitað er þetta fyrsta rannsóknin sem einnig kannar
upplýsingaöflun og viðhorf til notkunarinnar.
Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að lyfjanotkun á
meðgöngu á Íslandi sé algeng en um 90% þátttakenda tóku lyf ein-
hvern tíma á fyrstu 20 vikum meðgöngunnar, sem er í samræmi
við aðrar sambærilegar rannsóknir.2,5,23 Þrátt fyrir að flest lyfjanna
sem notuð voru séu talin örugg á meðgöngu voru nokkur lyf þar
á meðal sem ekki er mælt með að nota á meðgöngu. Meðal þeirra
voru til dæmis doxýcýklín, naproxen, íbúprófen og acetýlsalisýl-
R A N N S Ó K N
Mynd 3. Notkun fólínsýru meðal þátttakenda fyrstu 20 vikur meðgöngu.
Tafla III. Svör við fullyrðingum til að kanna viðhorf og upplýsingar í tengslum við
notkun lyfja og náttúruvara á meðgöngu, hlutfall %.
Fullyrðing
Sa
m
m
ál
a
H
lu
tla
us
Ó
sa
m
m
ál
a
Á
ek
ki
v
ið
Þegar læknir ávísar fyrir mig lyfi á
meðgöngu veitir hann mér fullnægjandi
upplýsingar um lyfið.
81 4 15 -
Ég tel mig hafa aðgengi að fullnægjandi
upplýsingum um lyfjanotkun á meðgöngu. 94 2 4 -
Ég hef stundum áhyggjur af áhrifum
lyfjanotkunar minnar á fóstrið. 42 6 41 11
Ég hef almennt hærri þröskuld fyrir notkun
lyfja þegar ég ófrísk. 83 6 10 1
Ég hef almennt hærri þröskuld fyrir notkun
náttúruvara þegar ég er ófrísk. 53 11 12 24
Þrátt fyrir að ég sé veik og gæti tekið lyf
til að bæta líðan er betra fyrir fóstrið að ég
sleppi þeim.
60 21 19 -
Það er almennt betra fyrir fóstrið að ég
noti lyf og að mér batni heldur en að hafa
ómeðhöndlaðan sjúkdóm á meðgöngu.
74 24 2 -
Ófrískar konur ættu frekar að nota
náttúruvörur en hefðbundin lyf. 24 30 46 -
Ófrískar konur ættu ekki að nota
náttúruvörur án þess að ráðfæra sig við
fagaðila fyrst.
87 7 6 -
0
5
10
15
20
25
0
10
20
30
40
50
60
70
80
0
5
10
15
20
25
0
10
20
30
40
50
60
70
800
5
10
15
20
25
0
10
20
30
40
50
60
70
80
0
5
10
15
20
25
0
10
20
30
40
50
60
70
80
Já fyrstu 12 vikur
eða lengur
Já eftir 12 vikur
Nei
4%
10%
86%