Læknablaðið - Jan 2019, Page 25
LÆKNAblaðið 2019/105 25
María Heimisdóttir er afar ánægð með nýja starfsstöð sína hjá Sjúkratryggingum Íslands. Í fyrsta sinn vinnur hún í opnu rými, sem hún segir veita tækifæri til að setja sig hratt inn
í málin. Mynd/gag
Vill taka þátt í ákvörðunum
„Ég heillaðist af því hvernig við tökum
ákvarðanir um heilbrigðisþjónustu: Af
hverju eru hlutirnir svona en ekki hinseg-
in? Hvernig var það nú ákveðið? Þegar ég
var komin langleiðina með MBA-námið
hugsaði ég: Mig langar í lýðheilsuvísindi.
Mig langar að horfa á skipulag, stjórnun
og stefnumótun og taka þátt í að skipu-
leggja heilbrigðiskerfið. Það gerði ég.“ Eftir
MBA-námið frá University of Connecticut
árið 1997 með áherslu á stjórnun í heil-
brigðisþjónustu, lauk hún doktorsnámi í
lýðheilsufræðum (PhD), samhliða vinnu
við kennslu og rannsóknir, frá University
of Massachusetts árið 2002.
Spurð hvort þurfi að hafa læknis-
menntunina til að taka þátt í skipulagn-
ingu og stjórnun heilbrigðismála segir hún
það klárlega styrkleika. „Auðvitað hafa
margir stjórnendur í heilbrigðiskerfinu
verið farsælir án þess að hafa læknis-
menntun. Sumir hafa haft aðra heilbrigð-
ismenntun en aðrir hafa hagfræði eða eitt-
hvað slíkt. Við þekkjum mörg dæmi um
farsæla stjórnendur, en það er allt annað
að hafa læknismenntun að baki.“
Læknismenntunin hafi góð áhrif
María hefur víðtæka reynslu. Hún var
framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspít-
alans frá árinu 2010 og hafði áður veitt
forstöðu upplýsinga- og hagdeild spítalans
árin 2006-2010. Samhliða þessu var hún
klínískur lektor við læknadeild Háskóla
Íslands. Þar á undan starfaði hún hjá Ís-
lenskri erfðagreiningu, meðal annars við
undirbúning að miðlægum gagnagrunni á
heilbrigðissviði.
„Áreiðanlega hefði einhver viðskipta-
maður getað leitt fjármál spítalans vel.
Ég gerði þetta öðruvísi af því að ég er
læknir. Peningarnir eru ekki aðalatriðið í
sjálfu sér, sjúklingurinn er aðalatriðið en
það þarf að huga að peningnum til þess
að geta aðstoðað fleiri sjúklinga. Ég segi
stundum að ég hafi ekki áhuga á pening-
um nema sem tæki til þess að þjóna sjúk-
lingum. Þeir eru einn lykilþátta í að veita
heilbrigðisþjónustu,“ segir María.
En hvernig finnast henni þá ákvarðanir
í heilbrigðiskerfinu? „Ég tel að heilbrigð-
iskerfið okkar sé í grundvallaratriðum
gott, en við getum gert töluvert mikið
betur. Til þess þurfum við að vanda okk-
ur við að hafa heildarsýn í stað þess að
bregðast við uppákomum hvers dags. Við
þurfum öll að vinna að sama marki. Ef
sýnina skortir eru allir að gera sitt besta,