Læknablaðið - jan. 2019, Side 29
LÆKNAblaðið 2019/105 29
Guðjón Hauksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands,
og fjölskylda hans eru ein af undantekningunum sem sanna
regluna. Hjónin eru bæði heilbrigðismenntuð og alin upp á höf-
uðborgarsvæðinu en ákváðu að flytja út á land og freista gæf-
unnar. Þau mæla heilshugar með því skrefi.
„Okkur líkar mjög vel. Ótrúlega mörg tækifæri fylgja því að
flytja. Maður fæst við fjölbreyttari verkefni en á heilbrigðisstofn-
unum á höfuðborgarsvæðinu. Það er grundvallarmunur á heil-
brigðisþjónustunni, sem er hér öll á einum stað. Konan mín vinn-
ur til að mynda við blóðskilun en er einnig með stuðningsviðtöl
við geðræðum vanda. Menn verða sérfræðingar í breiddinni,“
segir Guðjón sem tók við stöðu forstjóra um áramótin 2016 eftir
að hafa starfað sem deildarstjóri við stofnunina frá árinu 2013.
Hjónin eiga fjögur börn. „Við vorum að borga himinháa leigu
í Reykjavík og vildum prófa, safna peningum og einfalda lífið.
Flutningarnir hafa fært okkur gæfu,“ segir Guðjón.
Eins og fram kom við ráðningu Guðjóns í forstjórastólinn
lauk hann BS-gráðu í hjúkrun frá Háskóla Íslands árið 2006,
meistaragráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2009 og út-
skrifaðist með meistaragráðu frá Boston University School of
Public Health á sviði rannsókna tengdum heilbrigðisþjónustu
tveimur árum síðar.
Flutti með fjölskylduna austur
Guðjón Hauksson mælir með landsbyggðinni
tryggja að þeir sem eru úti á landi hafi
aðgengi að læknanámi,“ segir hann.
„Í komandi kjarasamningagerð fyndist
mér að Læknafélagið ætti að taka mið af
þessari stöðu og gera kjörin betri fyrir þá
sem vinna á landsbyggðinni. Eins og stað-
an er núna vantar þennan hagræna hvata
sem áður var.“
Jón Steinar segir að það þekkist í dreif-
býlum löndum að nemar af landsbyggð
fái vissan forgang inn í læknisnám. „Það
er flókin umræða og margar lagalegar,
siðfræðilegar og fleiri hliðar á því. Engu
að síður þekkjum við að þeir sem fara til
starfa langtímum saman úti á landi eiga
mjög oft einhverjar rætur þar.“
Guðjón segir að breytt áhersla myndi
auka heilbrigði þjóðarinnar. „Ég held að
við náum betri árangri með því að efla
heilsugæsluna verulega í staðinn fyrir
að einblína svona mikið á sérgreinar. Við
erum komin tiltölulega langt þar en það
eru svo mikil sóknarfæri í heilsugæslunni
til að hafa áhrif á heilsufar þjóðarinnar.“
Guðjón Hauksson, forstjóri Heilbrigð-
isstofnunar Austurlands, segir auð-
veldara að fá þær fagstéttir til starfa
á landsbyggðinni sem séu menntaðar
þar. Mynd/aðsend