Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - jan. 2019, Side 30

Læknablaðið - jan. 2019, Side 30
30 LÆKNAblaðið 2019/105 „Læknanemar síðustu ára eru enn betri námsmenn en áður var. Það sést meðal annars á því að frammistaða þeirra á bandaríska Comprehensive Clinical Science Examination, sem tekið er í lok læknanáms- ins, hefur batnað og er orðin betri að með- altali en hjá bandarískum læknanemum. Meðaleinkunn íslenskra nema er 82 á móti 75 hjá samanburðarhópnum. Þetta er staða sem ekki má skaða,“ segir Kristján Er- lendsson, læknir, dósent og kennslustjóri læknadeildar Háskóla Íslands, spurður um litla áherslu á landsbyggð og heilsugæslu í læknanámi hér á landi. Hann er ánægður með námið hér á landi og segir að nú- verandi fyrirkomulag hafi verið við lýði í rúmlega 10 ár. Unnið sé að fjórðu áherslu- breytingunni á 30 ára ferli hans hjá lækna- deildinni, allt til að halda í við strauma og stefnur og framþróun námsins. „Alheimssamtök um læknanema- kennslu, World federation for medical education, stefnir að alþjóðavottun lækna- náms árið 2023 og við ætlum að standast þær kröfur,“ segir Kristján. Hætta sé á að sérreglur fyrir nemendur af landsbyggð- inni flæki málið og skili ekki þeim árangri sem vænst sé. „Að geta skipt um lögheimili til að komast inn í læknadeild er auðvitað ekki til umræðu,” segir Kristján og einnig: „Hvernig á að framfylgja því að nemandi sem hefur rétta lögheimilisskráningu standi við sinn hlut og flytji heim eftir 6 ára læknanám, kandídatsár og 6 ára sér- nám?” Kristján segir að ein ástæða þess að 5 vikur fari í heilsugæslu og landsbyggð á sjötta ári hafi verið skortur á vinnuafli innan heilsugæslunnar. „Þetta fyrirkomu- lag sem nú er við lýði er byggt á samráði við þáverandi prófessor í greininni sem fann meinbugi á því að hafa vikurnar 7 í stað 5 vegna skorts á kennurum. Þá var skiptingin milli höfuðborgar og lands- byggðar ákveðin af forsvarsmönnum heilsugæslunnar,“ segir Kristján. Við breytingarnar nú sé unnið með þá nálgun, sem víða sé að vinna sér sess, að kjarni verði minnkaður og val nemenda aukið. „Það gefur þeim tækifæri til að Nokkuð ánægður með námið eins og það er Kristján Erlendsson í Læknagarði þar sem var líf og fjör þegar Læknablaðið kíkti við í desember. Mynd/gag ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir – segir Kristján Erlendsson sem ræðst í fjórðu breytinguna á 30 ára ferli hjá læknadeildinni

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.