Læknablaðið - jan. 2019, Blaðsíða 33
LÆKNAblaðið 2019/105 33
skoða þær. Læknirinn er því alltaf að túlka
frásagnir og reyna að átta sig á því hvað
skiptir máli.“
Hún segir skrifmeðferðir orðnar al-
gengar. „Bæði að sjúklingar skrifi um
reynslu sína en einnig að læknar skrifi um
það sem þeir heyra – til þess að fá útrás.
Auðvitað er erfitt að heyra endalausar
raunasögur. Það tekur á lækninn og hann
getur þá hreinsað hugann.“
Guðrún segir marga lækna skáld-
hneigða. Í rithöfundastétt leynist læknar
sem skrifi um samskipti við sjúklinga,
eins og Ari Jóhannesson og Hlynur Gríms-
son sem hafa báðir skrifað læknaskáldsög-
ur. „Þessar bækur höfum við kennt, því
læknanemar hafa gott af að lesa þær og
áhugavert og mikilvægt er að fá sjónarmið
lækna fram.“
Fáar kvarta til yfirvalda
Guðrún segir að netið hafi fært fólki
aukna þekkingu. Það deili frásögnum sín-
um og lesi sögur annarra. „Það fær þannig
styrk og stuðning,“ segir hún og nefnir
til að mynda að fólk með skjaldkirtils-
vanda sé með öflugt net sín á milli og deili
reynslu sinni. Saga Snædísar Gunnlaugs-
dóttur, vandi hennar í samskiptum við
lækna og andlát, hafi náð athygli margra.
En þótt fjölda sagna um ferðir kvenna
til lækna megi finna á netinu, hafi kvart-
anir lítt borist til yfirvalda. „Kannski
hefur konum hingað til fundist að oft sé
framkoma sem þessi ekki nægilega stór-
vægilegt mál, en hún hefur mikil áhrif á
þær,“ segir hún. Áhugavert sé að sjá nú,
þegar kvenlæknum hafi fjölgað, hvort
breytingar verði á.
„Það eru uppi hugmyndir um að konur
séu betri í mannlegum samskiptum en
karlar. Þær gefi sér betri tíma með sjúk-
lingum, spyrji betur úti í líf og aðstæður
og samsami sig frekar sjúklingnum. Þetta
viðmót geta bæði karlkyns læknar og
strákar í læknanámi tileinkað sér enda er
verið að kenna þetta í samskiptafræðinni í
læknadeildinni,“ segir hún.
Varaliturinn af í
viðtali við lækna
Guðrún Steinþórsdóttir segir merka
rannsókn hafa verið gerða í Noregi
þar sem tekin hafi verið djúpviðtöl
við 10 konur sem þjást af krónískum
vöðvaverkjum. „Þær lýstu neikvæðu
viðhorfi og sögðu að ef þær voru vel
til hafðar hefði það haft áhrif á mat
lækna. Viðkvæðið hafi þá verið: Þú
lítur svo vel út, þú getur ekki verið
veik. Ef þær voru ungar þóttu þær
of ungar til að vera veikar. Væru þær
að nálgast miðjan aldur hafi þeim
verið bent á að einkennin væru vegna
breytingaskeiðsins,“ segir Guðrún og
lýsir afleiðingum þessa viðhorfs.
„Svo konurnar pössuðu að hafa sig
ekki til áður en þær fóru til læknis,
voru búnar að skrifa mjög nákvæm-
lega niður allt sem þær vildu að kæmi
fram í læknaviðtalinu og voru jafnvel
búnar að senda lýsingar til læknisins
áður“. Guðrún greindi frá þessu í
fyrirlestraröð RIKK (Rannsóknastofn-
un í jafnréttisfræðum við Háskóla
Íslands) í byrjun nóvember undir yfir-
skriftinni Kona fer til læknis. Eftir fyr-
irlesturinn hafi komið til hennar kona
með langvarandi veikindi sem hafi
þá dregið upp varalitinn sinn og sagt
að hún notaði hann til að styrkja sig
á degi hverjum en setti hann aldrei
á sig fyrir læknaheimsóknir: „Það er
ótrúlegt að þurfa að hugsa til þessa
þegar farið er til læknis.“Guðrún Steinþórsdóttir hélt fyrirlesturinn Kona fer til læknis og sameinaði þar samskiptafræði, læknisfræði og bók-
menntir. Hér er hún á Kaffitári í Þjóðminjasafninu þar sem hún sagði Læknablaðinu frá. Mynd/gag