Læknablaðið - Jan 2019, Page 35
LÆKNAblaðið 2019/105 35
lýðheilsuskóla Harvard 2010-2011 með sér-
staka áherslu á heilsuhegðun.
Grunnur forvarnarverkefnisins sigr-
aðusykurinn.is er að fólk svari sjö spurn-
ingum sem meta hvort einstaklingurinn sé
í aukinni áhættu. Sé svo geti hann kynnt
sér úrræði í kjölfarið og þar á meðal þessa
nýju meðferð til að breyta lífsstílnum.
Gagnasöfnun skilar árangri
Tryggvi og Sæmundur Oddsson stofnuðu
frumkvöðlafyrirtækið SidekickHealth
fyrir 5 árum og nú hafa 25.000 einstak-
lingar hérlendis og ytra notað lausnir
fyrirtækisins. Milljónir heilsutengdra
upplýsinga hafa safnast. Segja má að rétt
eins og deCODE aflar gagna og rannsakar
erfðirnar og sjúkdóma tengdum þeim, nýti
Sidekick gögn til að rannsaka lífsstílinn
og afleiðingar hans. Félagið er nýbúið
að semja við lyfjarisann Pfizer og erlend
tryggingafélög hafa sýnt fyrirtækinu
áhuga. Með átakinu fá fleiri landsmenn
tækifæri til þess að prófa þetta áhugaverða
íslenska hugvit.
„Við sjáum fólk ná góðum árangri
með lausninni. Að meðaltali gerir fólk
8 heilsueflandi æfingar í dag; dag eftir
dag í marga mánuði. Að meðaltali eru
80% enn virkir notendur appsins á fjórða
mánuði, sem er gott í okkar bransa,“ segir
Tryggvi en lausninni er ætlað að taka á
offitu, sykursýki og háþrýstingi með því
að hvetja til lífsstílsbreytinga. „Með þessu
nýja samstarfi við lyfjafyrirtæki færum
okkur einnig yfir í aðra sjúkdómaflokka
– út fyrir hjarta- og æðasjúkdómasviðið,“
segir Tryggvi.
Hann segir að fólk sé allt að þrisvar
sinnum líklegra til að ná markmiðum
sínum um þyngdartap með því að nota
SidekickHealth. „Við sjáum mikil áhrif
og höfum unnið með mismunandi sjúk-
lingahópum erlendis. Allt frá börnum til
aldraðra.“
Tryggvi segir stafræna heilbrigðismeð-
ferð sem þessa framtíðarlausn þegar ná
þurfi til stórra hópa. „Miðað við að 100.000
manns hér á landi hafi hag af svona með-
ferð verðum við að nýta tæknina til að ná
utan um hópinn. Við getum ekki sent alla
á heilsugæsluna í svona meðferð sem tek-
ur marga mánuði,“ segir Tryggvi og vonar
að í framtíðinni muni læknar geta ávísað
aðgang að lausninni í stað lyfja.
Vilja ávísa appi í stað lyfja
„Ég ímynda mér að það taki nokkur ár
í viðbót þar til kerfið er tilbúið í slíkar
breytingar en við sjáum hreyfiseðilinn
sem mikilvægt skref í þessa átt, þar sem
læknir getur ávísað annarri meðferð en
lyfjum. En það sem er öðruvísi hjá okkur
er að við tæklum vandann heildstætt og
tökum á hreyfingu, næringu og streitu,“
segir Tryggvi.
Lausn SidekickHealth heyrir til staf-
rænnar heilbrigðismeðferðar (digital ther-
apeutics) sem hann segir glænýtt svið sem
er skýrt aðgreint frá almennum heilsuöpp-
um eins og Fitbit.
„Við erum í gagnreyndri meðferð til
þess að grípa inn í sjúkdómsferli með sér-
stakri áherslu á lífsstílssjúkdóma. Í þeim
geira eru nokkur fyrirtæki. Þar höfum við
náð að skera okkur úr með nálgun okkar
og góðum árangri. Þess vegna erum við
núna hratt að ná eyrum stórra lyfjafyrir-
tækja og tryggingafélaga erlendis,“ segir
hann.
„Tæknin gefur okkur ótalmarga
snertifleti við fólk. Hún gefur möguleik-
ann á að hafa varanleg áhrif. Fólk er með
símann á sér öllum stundum,“ segir hann.
„Ég sé fyrir mér að við náum að hafa já-
kvæð áhrif á fleiri með þessum hætti en
við náum inni á spítölunum. Skalinn á
þessum langvinnu lífsstílstengdu sjúk-
dómum er orðinn svo umfangsmikill að
það þarf tækni til að ráðast á vandann.“
Tryggvi Þorgeirsson hefur ásamt
Sæmundi Oddssyni unnið að
heilsusmáforritinu SidekickHealth frá
árinu 2013. Þróunin hefur skilað þeim
fjölda samninga, þar á meðal við lyfj-
arisann Pfizer. Mynd/aðsend