Læknablaðið - jan. 2019, Síða 36
36 LÆKNAblaðið 2019/105
Inngangur
Læknar (og læknanemar) nota samfélagsmiðla með sama hætti
og aðrir, til að deila upplýsingum, hugmyndum, til upplýsinga og
til gamans. Hugtakið samfélagsmiðlar er notað yfir netsamskipti.
Algengustu netmiðlarnir eru fésbókin (Facebook), Twitter, Lin-
kedin og YouTube. Læknafélag Íslands er virkt á fésbókinni.
Læknar (og læknanemar) sem bundnir eru ríkri trúnaðar- og
þagnarskyldu, þurfa að gæta sín vel á samfélagsmiðlum þar sem
þeir hafa tilhneigingu til að gera óljósari mörkin milli vinnu og
einkalífs. Siðfræðileg álitamál geta risið upp. Óskynsamleg notk-
un samfélagsmiðla getur skapað áhættu sem má forðast með því
að beita almennri skynsemi og fylgja þeim leiðbeiningum sem
hér eru kynntar.
Einnig er skynsamlegt að athuga hvort vinnustaðurinn hafi
sett starfsmönnum leiðbeiningar um notkun samfélagsmiðla.
Því má aldrei gleyma að færslur á samfélagsmiðlum geta haft
afleiðingar fyrir lækna jafnt og aðra, bæði jákvæðar og neikvæð-
ar. Vel undirbúin og fagleg þátttaka í samfélagsmiðlum getur ver-
ið árangursrík aðferð til að tengjast kollegum og upplýsa
sjúklinga. Slíkar færslur geta aukið traust almennings á lækna-
stéttinni. Með sama hætti þurfa læknar að vera meðvitaðir um
það að framkoma þeirra á samfélagsmiðlum getur einnig haft
neikvæð áhrif bæði á þá persónulega og á traust almennings til
lækna. Það sem læknir setur á samfélagsmiðla getur haft áhrif á
orðspor viðkomandi, bæði meðal sjúklinga og kollega.
Hér á eftir eru settar fram nokkrar leiðbeiningarreglur til fé-
lagsmanna Læknafélags Íslands um notkun samfélagsmiðla. Þær
eru samdar með hliðsjón af sambærilegum reglum fjölmargra
annarra læknafélaga.
L Ö G F R Æ Ð I 3 0 . P I S T I L L
Læknar eru hvattir til að koma ábendingum
um efni á framfæri við ritstjórn eða pistlahöfund.
Dögg
Pálsdóttir
lögfræðingur
Læknafélags Íslands
Dogg@lis.is
Samfélagsmiðlar og drög að
leiðbeiningum Læknafélags
Íslands um notkun þeirra
Á þessum vettvangi skrifaði pistlahöfundur um samfélagsmiðla í
3. tbl. 103. árgangs, sjá: laeknabladid.is/tolublod/2016/03/nr/5800. Þar
kom fram að á vettvangi LÍ væri verið að vinna að leiðbeiningum
um samfélagsmiðla.
Á aðalfundi LÍ 8. og 9. nóvember 2018 var lögð fram tillaga
stjórnar um Leiðbeiningar Læknafélags Íslands um notkun samfélags-
miðla. Í greinargerð með tillögunni segir:
Fjölmörg læknafélög hafa samþykkt leiðbeiningar til félagsmanna sinna
um notkun samfélagsmiðla. Stjórn LÍ ákvað að gera drög að slíkum
leiðbeiningum og leggur hér fram til samþykktar á aðalfundi 2018. Við
gerð draganna var horft til leiðbeininga annarra félaga og hliðsjón höfð
af þeim.
Tillagan var rædd í vinnuhópi sem ákvað að vísa henni til
stjórnar til frekari umfjöllunar og vinnu.
Hér á eftir er tillagan birt og kynnt félagsmönnum. Allar
ábendingar eru vel þegnar og þess óskað að þeim sé komið á
framfæri við skrifstofu félagsins.