Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - jan. 2019, Side 46

Læknablaðið - jan. 2019, Side 46
46 LÆKNAblaðið 2019/105 Xarelto 2,5 mg filmuhúðaðar töflur Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Tilkynna skal Lyfjastofnun um allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Virkt efni: Rivaroxaban. Ábendingar: • Xarelto, gefið ásamt asetýlsalisýlsýru einni sér eða asetýlsalisýlsýru auk clopidogrels eða ticlopidíns, er ætlað til fyrirbyggjandi meðferðar gegn blóðsega af völdum æðakölkunar (atherothrombotic events) hjá fullorðnum sjúklingum eftir brátt kransæðaheilkenni (acute coronary syndrome) með hækkuðum lífmerkjum (biomarkers) fyrir hjartakvilla. • Xarelto, gefið ásamt asetýlsalisýlsýru, er ætlað til fyrirbyggjandi meðferðar gegn blóðsega af völdum æðakölkunar (atherothrombotic events) hjá fullorðnum sjúklingum með kransæðasjúkdóm (coronary artery disease) eða útslagæðakvilla með einkennum (symptomatic peripheral artery disease) í mikilli hættu á blóðþurrð. Frábendingar: • Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. • Virk blæðing sem hefur klíníska þýðingu. • Áverki eða ástand þar sem talið er að hætta geti verið á mikilli blæðingu. Um getur verið að ræða sár sem er eða hefur nýlega verið í meltingarvegi, illkynja æxli þar sem mikil hætta er á blæðingu, nýlegan áverka á heila eða mænu, nýlega aðgerð á heila, mænu eða auga, nýlega innankúpublæðingu, þekkta æðahnúta í vélinda eða grun um slíkt, missmíði slag- og bláæðatenginga, æðagúlp, eða mjög afbrigðilegar æðar í mænu eða heila. • Samhliða meðferð með öðrum segavarnarlyfjum, t.d. ósundurgreindu (unfractionated) heparíni, léttu (low molecular weight) heparíni (enoxaparin, dalteparin o.s.frv.), heparín afleiðum (t.d. fondaparinux), segavarnarlyfjum til inntöku (warfarín, dabigatran etexilat, apixaban o.s.frv.), nema við þær sérstöku aðstæður að verið sé að skipta um blóðþynningarmeðferð eða ef ósundurgreint heparín er gefið í skömmtum sem duga til að viðhalda opnum æðalegg í miðlægri bláæð eða slagæð. • Meðferð samhliða blóðflöguhemjandi lyfjum við bráðu kransæðaheilkenni hjá sjúklingum sem áður hafa fengið heilaslag eða skammvinna blóðþurrð í heila (TIA). • Samhliða meðferð við kransæðasjúkdómi eða útslagæðakvilla með asetýlsalisýlsýru hjá sjúklingum með sögu um heilaslag með blæðingu eða ördrepi (lacunar stroke) eða einhverja tegund heilaslags innan síðasta mánaðar. • Lifrarsjúkdómur með blóðstorkutruflunum og blæðingarhættu sem hefur klíníska þýðingu þar með talið hjá sjúklingum með skorpulifur af flokki Child Pugh B og C. • Meðganga og brjóstagjöf. Heimild: Unnið í nóvember 2018 úr Samantekt á eiginleikum lyfs (ágúst 2018). Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is. Vinsamlegast kynnið ykkur fræðsluefni ætlað læknum og sjúklingum áður en meðferð lyfsins hefst. Afhenda skal öllum sjúklingum öryggiskort áður en meðferð er hafin. Markaðsleyfishafi: Bayer AG. Umboðsaðili á Íslandi: Icepharma hf. Vinsamlegast hafið samband í síma 5408046 ef óskað er eftir fræðsluefni eða frekari upplýsingum um lyfið. Afgreiðslumáti og greiðsluþátttaka: R, G. Hámarkssmásöluverð (nóvember 2018): 12.353 kr. (56 stk.), 20.909 kr. (100 stk.), 32.793 kr. (168 stk.). BAY181101 einhvern lærdóm sem nýtist við verkefni dagsins? Fyrir utan feginleikann af því að búa ekki við slíka sjúkdóma og svo frumstæðar lækningar sá ég að minnsta kosti tvennt í gögnunum. Annars vegar bréf sjúklinga sem lýstu krankleika sínum með eigin orðum og hins vegar sá ég það sem nú heita árangursvísar og reynt er að innleiða. Þeir voru skráðir í ársuppgjöri sjúkrahússins. Í þeim kemur fram grein- ing og meðferð sem gat verið medisínsk eða kírúrgísk. Þá kemur síðasti dálkurinn sem heitir ýmist resultat eða úrslit. Þau gátu orðið ein af 5 mögulegum og lýsa í raun örlögum sjúkra allra tíma: Sanatus, melior, status quo, deterior eða mortuus. – Heilbrigður, skárri, óbreytt ástand, verri eða dauður. Í þessu grúski vakna hugleiðingar um hversu mikið samfélagið og starf lækn- isins hefur breyst á rúmri öld. Þá leituðu sjúklingar ekki læknis nema þeir væru með einkenni og voru þá oftar en ekki langt leiddir. Margir voru þegar búnir að leita skottulækna áður. Hvað úrslit varð- ar var það sennilega bitamunur en ekki fjár til hvors var leitað. Fólkið forðaðist sjúkrahús ekki bara vegna peningaleysis heldur einnig vegna smithættu og úrræða- leysis. Að auki áttu margir aldrei aftur- kvæmt eftir innlagnir á slíkar stofnanir. Nútímaupplýsingar Nú á tímum eru til frábærar lausnir á bæði medisínskum og kírúrgískum vandamál- um sjúklinga jafnhliða því sem bætt atlæti og fyrirbyggjandi aðgerðir hafa lagt sitt af mörkum við upprætingu sjúkdóma. Samhliða þessum árangri leitar nú stór hópur einkennalausra til læknis og er þar í meðferð og áratuga eftirliti vegna hinna ýmsu vandamála. Þá er hreyfingarleysi og greitt aðgengi í gnægtarhornið að koma bæði læknum og sjúklingum í koll. Hvað illkynja mein varðar er mikils vænst af blóð- eða erfðavísum svo greina megi og meðhöndla alvarleg mein tímanlega en jafnframt láta þau meinlausu í friði. Krabbameinsgreining kallar ekki endi- lega á meðhöndlun. Hvað á þá að gera ef einstaklingur býr við erfðafræðilega áhættu en hefur ekki staðfest krabba- mein? Margir gera þó lítinn greinarmun á áhættunni af því að fá sjúkdóm eða hafa sjúkdóm. Vitneskja um slíka áhættu getur sett einstakling og fjölskyldur í ævilangt umsátur og einhverjir hefðu kosið að hafa ekki spurt þess sem þeir vildu ekki vita. Í hvoru tveggja tilvikinu tekur við flókið

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.