Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jan. 2019, Síða 50

Læknablaðið - jan. 2019, Síða 50
50 LÆKNAblaðið 2019/105 240 læknar hafa biðlað til heilbrigðisráð- herra að beita sér fyrir breyttu vinnu- lagi við ráðningarferla sérfræðilækna á Landspítala. Læknarnir segja óásættanlegt að sérfræðilæknar geti ekki vænst þess að umsóknir þeirra fái faglega umfjöllun óháðra aðila við ráðningar að Landspítala háskólasjúkrahúsi. „Við krefjumst úrbóta nú þegar,“ segir í yfirlýsingu læknanna. Landspítalinn hefur gripið til þess ráðs að ráða lækninn sem kærði. Páll Matthíasson, forstjóri Landspít- alans, segir á mbl.is að á svo stórum vinnustað fari einstaka sinum eitthvað úr- skeiðis og í þessu tilfelli hafi réttu verklagi ekki verið fylgt. Mannauðsmál séu í hæsta forgangi í starfseminni. Undirskriftum læknanna var safnað í hópi þeirra á Facebook í kjölfar úrskurðar Kærunefndar jafnréttismála þann 19. sept- ember 2018. Nefndin tekur að jafnréttislög hafi verið brotin þegar ráðið var í stöðu sérfræðings í meltingarlækningum í febrú- ar á þessu ári. Tvær umsóknir bárust sem báðar fengu umfjöllun stöðunefndar læknaráðs Landspítala og taldi Kærunefndin gengið framhjá konunni sem sótti um. Hún hafi staðið mun framar þeim er ráðinn var hvað varðar alla þá þætti er áskildir voru í auglýsingu. Landspítalinn taldi hins vegar að karlinn hefði staðið sig betur í starfsvið- tali. Kærunefndin telur að nefndin hafi ekki farið eftir reglum sem um hana gildi. Læknarnir telja að úrskurður Kærunefndarinnar hafi „verulega skaðleg áhrif á ímynd Landspítala sem háskólasjúkrahúss.“ Hann muni hafa áhrif á áhuga lækna til að sækja um störf hér á landi. Ólöf Sara Árnadóttir, handa- og skurðlæknir, afhenti undirskriftirnar skrifstofustjóra í heilbrigð- isráðuneytinu sem lofaði að koma skilaboðunum áleiðis til forstjóra Landspítala. Hún segir þetta mál ekki það fyrsta þar sem litið sé framhjá menntun við ráðningu á spítalann. Þau mál hafi hins vegar ekki komið til kasta kærunefndarinnar. „Sögulega séð virðist heldur halla á konur. En þetta er ekki kynjabarátta heldur er Landspítali eini vinnustaðurinn og því gengur ekki að menntun sé ekki forsenda starfs,“ segir hún. „Það er óskiljanlegt hvernig hægt er að ganga framhjá miklu hæfari umsækj- enda. Við erum að benda á þetta mál svo skerpt verði á reglunum og meira gagnsæi viðhaft,“ segir hún og að hæfni verði að ráða för við ráðningar. „Alvarlegast finnst okkur að menntun virðist ekki metin til starfs,“ segir hún. „Ef Háskólasjúkrahúsið getur gengið framhjá hæfari umsækjanda menntunarlega séð hvar erum við þá stödd?“ Afrit af undirskriftalistanum voru jafn- framt send forstjóra Landspítala, lækna- ráði Landspítala og stjórn Læknafélags Íslands. Kalla eftir fagmennsku við ráðningar á Landspítala 240 læknar kalla eftir úrbótum í ráðningum við Landspítala. Ólöf Sara Árnadóttir læknir var ein þeirra sem stóð fyrir undirskriftunum: „Ef Háskólasjúkrahúsið getur gengið framhjá hæfari umsækjanda menntunarlega séð hvar erum við þá stödd?“ Sara Ólöf Árnadóttir með undirskriftalistann í hönd. Mynd/aðsend „Sögulega séð virðist heldur halla á kon- ur. En þetta er ekki kynjabarátta heldur er Landspítalinn eini vinnustaðurinn og því gengur ekki að menntun sé ekki forsenda starfs.“ ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.