Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - sep. 2019, Side 19

Læknablaðið - sep. 2019, Side 19
LÆKNAblaðið 2019/105 379 R A N N S Ó K N Inngangur MS er sjálfsofnæmissjúkdómur sem veldur bólgum og skemmd- um á taugaslíðri taugafrumna í miðtaugakerfinu. Afleiðingar skemmdanna eru mismunandi eftir því hvar í heila eða mænu þær eru, en þær valda oft einhverjum sjúkdómseinkennum. Fyrstu einkenni sjúkdómsins koma oftast fram fyrir þrítugt og MS er ein algengasta orsök líkamlegrar fötlunar hjá ungu fólki.1 Svefntruflanir eru töluvert algengari hjá fólki með MS heldur en almennt gerist2,3 og algengi einkenna sem trufla svefn hjá MS- greindum hefur mælst allt að 85%.4 Í nýlegri kínverskri saman- burðarrannsókn kom í ljós að svefngæði reyndust minni hjá fólki með MS heldur en heilbrigðum og einkenni þeirra svefnsjúkdóma sem voru rannsakaðir (kæfisvefn, svefnleysi og fótaóeirð) reynd- ust vera um tvisvar til fjórum sinnum algengari hjá MS-greindum þátttakendum en hjá samanburðarhópnum.3 Ótalmargt getur truflað svefn, eins og utanaðkomandi hljóð, verkir eða svefnsjúkdómar eins og kæfisvefn. Algengustu svefn- truflanirnar hjá fólki með MS virðast vera: svefnleysi, kæfisvefn, fótaóeirð, salernisferðir, verkir og krampar.3-5 Það virðist þó vera nokkuð á reiki nákvæmlega hvaða svefntruflun er algengust. Í yf- irlitsgrein frá 2013 reyndist svefnleysi vera algengasta svefntrufl- unin hjá MS-greindum, með yfir 40% algengi2, en niðurstöður tveggja nýlegra þversniðsrannsókna benda til þess að kæfisvefn sé algengastur.3,5 Niðurstöður rannsókna benda til að svefntruflanir séu ekki einungis algengar, heldur einnig verulega vangreindar hjá fólki með MS.4,5 Samkvæmt rannsóknum getur skertur svefn skýrt um fjórð- ung af þreytu hjá MS-greindum,6 en þreyta er eitt algengasta og mest hamlandi einkenni MS.7,8,9 Auk þess eru vísbendingar um að skertur svefn tengist verkjum og þunglyndi hjá MS-greindum.3,10 Algengi svefntruflana hjá fólki með MS Aðalbjörg Albertsdóttir1 hjúkrunarfræðingur Árún K. Sigurðardóttir2,3 hjúkrunarfræðingur Björg Þorleifsdóttir4 lífeðlisfræðingur 1Taugasviði Reykjalundar, 2heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri, 3Sjúkrahúsinu á Akureyri, 4Lífeðlisfræðistofnun læknadeildar Háskóla Íslands. Rannsóknin var unnin við framhaldsnámsdeild heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri í samvinnu við MS-félagið. Fyrirspurnum svarar Aðalbjörg Albertsdóttir, adalbjorg.alberts@reykjalundur.is Í rannsókn Côté og félaga kom fram að markviss meðhöndlun svefntruflana hjá MS-greindum minnkaði þreytu umtalsvert auk þess sem svefngæði jukust.10 Svefnsjúkdómar eru yfir 70 talsins11 og því óraunhæft að skima fyrir algengi allra svefntruflana (svefnsjúkdómar falla undir svefntruflanir) hjá hópi fólks með spurningalistum. Svefnsjúk- dómar og aðrar svefntruflanir hafa hins vegar áhrif á svefngæði Á G R I P INNGANGUR Samkvæmt erlendum rannsóknum eru svefntruflanir hjá fólki með MS algengar, stórlega vangreindar og hafa áhrif á heilsu. Tilgangur rann- sóknarinnar var að afla upplýsinga um algengi skertra svefngæða og helstu svefntruflana hjá MS-greindum á Íslandi. AÐFERÐ Lýsandi þversniðsrannsókn. Þýðið var MS-greindir á Íslandi og úrtak- ið MS-greindir sem voru á netpóstlista MS-félagsins og/eða höfðu aðgang að Facebook-síðu MS-félagsins. Rafrænn spurningalisti með fjórum matskvörðum og bakgrunnsbreytum, auk spurninga um greinda svefnsjúkdóma, var útbúinn og starfsfólk MS-félagsins sendi vefslóðina á úrtakið. Matskvarðar: Svefngæðakvarðinn (Pittsburgh- -Sleep-Quality-Index; PSQI), Svefnleysiskvarðinn (Insomnia-Seve- rity-Index; ISI), STOP-Bang-spurningalistinn og greiningarskilmerki fótaóeirðar. Með matskvörðum og stökum spurningum var skimað fyrir algengi skertra svefngæða og algengi 7 mismunandi þátta sem geta truflað svefn. Gögn voru greind með lýsandi og greinandi tölfræði og SPSS-útgáfa 25 var notuð við tölfræðiútreikninga. NIÐURSTÖÐUR Tæp 40% MS-greindra á Íslandi tóku þátt. Þátttakendur voru 234, meðalaldur var 47 ár (aldursbil 20-92 ára) og 77% voru konur. Algengi skertra svefngæða (>5 stig á PSQI) var 68%. Fjórir algengustu þættirn- ir sem trufluðu svefn voru: salernisferðir (39%), verkir (37%), einkenni svefnleysis (30%) og einkenni kæfisvefns (24%). Í ljós kom að 79% þátttakenda höfðu minnst eina svefntruflun og að meðaltali höfðu þátttakendur tæpar tvær svefntruflanir hver. Einkenni svefnleysis höfðu sterk tengsl við lítil svefngæði. ÁLYKTANIR Bregðast þarf við hárri tíðni skertra svefngæða og svefntruflana hjá MS-greindum. PSQI getur gagnast við mat á svefngæðum og gefið vísbendingar um hvað þarfnast nánari skoðunar. Til að auka svefngæði MS-greindra almennt ætti sérstaklega að horfa til greiningar og með- ferðar á svefnleysi. DOI: 10.17992/lbl.2019.09.246

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.