Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - sep. 2019, Síða 22

Læknablaðið - sep. 2019, Síða 22
382 LÆKNAblaðið 2019/105 R A N N S Ó K N höfðu tvær, 8% höfðu þrjár og fjórir einstaklingar eða 2% reyndust hafa allar fjórar. Salernisferðir, verkir og einkenni svefnleysis trufluðu svefn oftast Samtals trufluðu ofangreindir þættir svefn hjá 63,4% þátttakenda (n=216). Á mynd 2 sést að meirihluti þeirra sem höfðu einkenni svefnleysis glímdu auk þess við truflaðan svefn vegna verkja og/ eða salernisferða. Algengi einnar eða fleiri af sjö tilteknum svefntruflunum Samtals svöruðu 180 þátttakendur öllum spurningum í tengslum við svefnleysi, kæfisvefn og fótaóeirð (RLS5) og jafnframt öllum spurningum um truflun á svefni vegna salernisferða, verkja, hita og kulda. Í ljós kom að 79% þeirra reyndust hafa minnst eina þessara svefntruflana en enginn reyndist hafa allar sjö svefn- truflanirnar. Að meðaltali höfðu þátttakendur (n=180) tæpar tvær svefntruflanir hver, eða 1,82±1,49 svefntruflanir. Svefngæði skoðuð með greinandi tölfræði Ekki reyndist munur á svefngæðum karla og kvenna. Það reyndist ekki munur á svefngæðum eftir tímalengd frá sjúkdómsgreiningu og notkun steralyfja hafði ekki áhrif á svefngæði. Svefngæði voru minnihjá þeim sem voru 50 ára og yngri (t=2,126, p=0,035) mið- að við þá sem voru eldri en 50 ára. Þeir sem voru með of háan blóðþrýsting eða á meðferð við of háum blóðþrýstingi, voru með minni svefngæði heldur en þeir sem voru ekki með vanda tengd- an blóðþrýstingi (t=2,619, p=0,011). Svefngæði voru minni hjá þeim sem höfðu líkamsþyngdarstuðul hærri en 35 kg/m2 borið saman við þá sem höfðu hann lægri (t=3,211, p=0,002). Þeir sem tóku svefnlyf þrisvar í viku eða oftar höfðu mun verri svefngæði heldur en þeir sem ekki höfðu tekið svefnlyf síðastliðinn mánuð (t=7,351, p<0,0001) og þeir sem tóku svefnlyf þrisvar í viku eða oftar höfðu minnst svefngæði PSQI (=10,32). Línuleg aðhvarfsgreining var notuð til að meta línuleg tengsl milli svefngæða (PSQI var háða breytan) og sjö óháðra breyta (kyn, aldur, stig á ISI-svefnleysiskvarða, fótaóeirð-RLS5, ein- kenni kæfisvefns samkvæmt STOP-Bang, salernisferðir og verkir). Svefngæðin höfðu marktæk tengsl við óháðu breyturnar, F=35,07 (p<0,0001), R2=0,59. Þannig getur líkanið skýrt 59% í dreifingu breytunnar svefngæði, það sem hafði áhrif á minni svefngæði var fleiri stig á ISI-svefnleysiskvarða og verkir. Tengslin á milli ISI- svefnleysiskvarðans og svefngæða voru áberandi sterkust (tafla III). Umræða Lítil svefngæði (PSQI>5) voru algeng hjá þátttakendum (68%) og mikill meirihluti (79%) hafði einkenni einnar eða fleiri svefntrufl- ana. Það var athyglisvert að þó að einkenni svefnleysis (30%), kæfisvefns (24%) og fótaóeirðar (14%) hafi verið algeng var al- gengara að salernisferðir (39%) eða verkir (37%) trufluðu svefn. Samanburður á aldri og kyni þátttakenda (meðalaldur 47 ára og 77% konur) við faraldsfræðilega rannsókn á algengi MS á Íslandi (meðalaldur 47 ára og 73% konur)14 bendir til þess að þátttakend- ur endurspegli þýðið og styrkir það rannsóknarniðurstöður. Það styrkir auk þess niðurstöðurnar að tæp 40% MS-greindra á Íslandi tóku þátt, ekki er vitað til þess að svo stórt hlutfall MS-greindra hafi áður tekið þátt í rannsókn á svefngæðum eða svefntruflunum. Þar sem aldur og kyn endurspegla þýðið, þátttaka var ásættanleg og fólk alls staðar af landinu gat tekið þátt má ætla að hægt sé að yfirfæra niðurstöður á þýðið. Algengi skertra svefngæða hjá MS-greindum í rannsókninni reyndist vera mjög sambærilegt við algengi skertra svefngæða hjá MS-greindum í kínverskri rannsókn frá 2017 (65%).3 Kæfisvefnsein- kenni voru rúmum 10% sjaldgæfari í þessari rannsókn en einkenni svefnleysis voru hins vegar um 10% algengari hjá MS-greindum á Íslandi heldur en MS-greindum í kínversku rannsókninni (21%).3 Svefnsjúkdómar virðast vera verulega vangreindir hjá MS- greindum hér á landi (tafla I) líkt og kom fram í yfirgripsmikilli bandarískri rannsókn Brass og félaga.5 Í þeirri rannsókn voru 38% þátttakenda með auknar líkur á kæfisvefni samkvæmt niðurstöð- um STOP-Bang en einungis 4,3% voru með kæfisvefnsgreiningu.5 Í þessari rannsókn voru 4,7% þátttakenda með greindan kæfisvefn en samkvæmt niðurstöðum STOP-Bang voru 24% með auknar líkur á kæfisvefni. Í báðum löndum er mikill munur á greiningu kæfisvefns af lækni og auknum líkum á kæfisvefni. Hvað veldur er óljóst, en samkvæmt svörum við STOP-Bang eru kæfisvefnsein- kenni um 10-30% sjaldgæfari hjá MS-greindum á Íslandi, heldur en MS-greindum þátttakendum í rannsóknum frá Bandaríkjunum4,5 og Kína.3 Í þessari rannsókn voru kæfisvefnseinkenni fjórða al- gengasta svefntruflunin en ekki sú algengasta, eins og í rannsókn- um Braley (56%)4 Brass (38%)5 og Ma (37%).3 Það er eftirtektarvert að algengi svefnleysiseinkenna í rannsókn Brass (32%) var mjög sambærilegt við algengi svefnleysiseinkenna í þessari rannsókn, en það var hins vegar algengara að svefnleysi væri greint (11%) í rannsókn Brass5 heldur en hér (7%). Greiningu á svefnleysi hjá MS-greindum á Íslandi virðist því vera ábótavant. Miðað við fjögur greiningarskilmerki (RLS4) var fótaóeirð tölu- vert algengari í rannsókn Brass (37%)5 heldur en í þessari rannsókn. En algengi (RLS4) í þessari rannsókn var hins vegar mjög sam- bærilegt við algengi hjá MS-greindum í samanburðarrannsóknum (19-22%).3,25 Tafla III. Línuleg aðhvarfsgreining, tengsl milli svefngæða (PSQI) og 7 óháðra breyta: aldurs, kyns, salernisferða, verkja, svefnleysiseinkenna, kæfisvefnsein- kenna og einkenna fótaóeirðar. Módel Óstöðluð hallatala Staðal- villa Stöðluð hallatala t-gildi p-gildi Aldur 0,004 0,017 0,013 0,254 0,800 Kyn 0,583 0,554 0,058 1,052 0,294 Salernisferðir -0,229 0,173 -0,072 -1,325 0,187 Verkir 0,661 0,186 0,213 3,553 0,001 Svefnleysi, ISI 0,416 0,042 0,638 9,889 0,001 Kæfisvefn, STOP-Bang -0,329 0,549 -0,033 -0,599 0,550 Fótaóeirð, RLS5 0,251 0,197 0,073 1,273 0,205 F=35,07 (p<0,001), R2=0,59

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.