Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - sep. 2019, Side 25

Læknablaðið - sep. 2019, Side 25
LÆKNAblaðið 2019/105 385 Y F I R L I T S G R E I N Inngangur Nárahaular (groin hernia) eru algengust kviðslita og valda út- bungun á nárasvæði en geta auk þess valdið verkjum og jafnvel garnastíflu.1,2 Aðgerðir á nárahaulum eru á meðal algengustu aðgerða í almennum skurðlækningum3, en víða á Vesturlöndum eru framkvæmdar um 130-160 aðgerðir á 100.000 íbúa árlega.4,5 Al- gengast er að aðgerð sé gerð vegna einkenna en einnig til að fyrir- byggja fylgikvilla, til dæmis garnastíflu. Þetta er örugg aðgerð en helstu vandamálin eru endurtekin kviðslit og langvinnir verkir.8-12 Þessi grein fjallar aðallega um greiningu og meðferð nára- kviðslita, en einnig er fjallað um líffærafræði nárans, meingerð nárakviðslita og klíníska birtingamynd þeirra. Greinin byggir á nýjustu heimildum, þar á meðal nýlegum íslenskum rannsóknum. Flokkun, faraldsfræði og líffærafræði Kviðslit (hernia) er útbungun á lífhimnu (peritoneum), lífhimnufitu (preperitoneal fat) eða kviðarholslíffæri í gegnum meðfædd eða áunnin göt á kviðveggnum. Algengustu kviðslitin eru nárahaul- ar, naflakviðslit (umbilical hernia) og kviðslit í öri (incisional hernia). Nárahaular skiptast í tvennt; eiginleg nárakviðslit og læriskvið- slit ( femoral hernia) en þau síðarnefndu eru aðeins 4% nárahaula og hlutfallslega miklu algengari hjá konum.3 Nárakviðslitum er síðan skipt í tvennt: miðlæg (direct/medial) og hliðlæg (indirect/la- teral) kviðslit sem hafa mismunandi meingerð og líffærafræðilega afstöðu (sjá Box 2). Hjá körlum eru hliðlæg kviðslit tvisvar sinnum Nárakviðslit – yfirlitsgrein Marta Rós Berndsen1 læknir Tómas Guðbjartsson2,3 læknir, Fritz H. Berndsen4 læknir 1Sahlgrenska háskólasjúkrahúsið í Gautaborg, Svíþjóð, 2skurðsviði Landspítala, 3læknadeild Háskóla Íslands, 4handlækningadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Akranesi. Fyrirspurnum svarar Marta Rós Berndsen, marta.berndsen@vgregion.se Á G R I P Nárakviðslit eru algengust kviðslita og eru 90% sjúklinganna karlmenn en þriðjungur karla greinist einhvern tíma á ævinni með slíkt kviðslit. Algengast er að kviðslit greinist hjá börnum og eftir miðjan aldur, oftast vegna fyrirferðar og verkja á nárasvæði en í einstaka tilfellum í kjölfar garnastíflu. Skurðaðgerð er eina læknandi meðferðin við nárakviðsliti og er hún ein algengasta aðgerð sem framkvæmd er en hún er oftast framkvæmd sem valaðgerð í annað hvort staðdeyfingu, mænudeyfingu eða svæfingu. Þá er bakveggur nárans styrktur, oftast með neti, og er bæði hægt að gera aðgerðina opið að framanverðu eða að innanverðu með holsjáraðgerð. Helstu vandamál eftir aðgerð eru endurekin kviðslit og langvarandi verkir en með notkun neta og betri aðgerðartækni hefur tíðni endurtekinna kviðslita lækkað umtals- vert. Í þessari yfirlitsgrein er fjallað um tíðni, orsakir og meðferð nárakviðslita með áherslu á nýjungar í skurðmeðferð. algengari en miðlæg (60% miðað við 30%),1 en hjá konum er hlutfall hliðlægra kviðslita svipað og hjá körlum (60%), 15% eru miðlæg og 30% læriskviðslit.13 Talið er að í kringum þriðjungur karlmanna og 3-5% kvenna fái nárahaula einhvern tíma á ævinni.4 15-20% sjúklinga eru með kviðslit beggja vegna við greiningu.14 Hliðlæg nárakviðslit eru al- gengust hjá börnum og körlum upp að þrítugu en eftir sextugt eru miðlæg kviðslit algengari.15 Meingerð og áhættuþættir Þrátt fyrir að meingerð miðlægra og hliðlægra nárakviðslita sé ólík er orsökin í báðum tilvikum rakin til veikleika í bandvef kviðveggjarins, nánar tiltekið í byggingu kollagens.17 Krufninga- rannsóknir á áttunda áratugnum sýndu að þótt 20% karla séu með opinn slíðurklakk (vaginal process) fram á fullorðinsár greinist inn- an við helmingur þeirra með hliðlægt kviðslit síðar á ævinni.15 Til þess að slíðurklakkurinn lokist á fyrstu æviárunum verða sléttar vöðvafrumur í honum að fá boð um frumudauða, en gerist það ekki, til dæmis vegna skorts á örvun frá sefkerfi (parasympathetic) getur hann haldist opinn áfram.18 Einnig eru einstaklingar sem skortir hvata sem krosstengja kollagen og auka þannig styrk þess í aukinni hættu að fá hliðlæg nárakviðslit.15 Við miðlæg nárakviðslit er meingerð rakin til truflunar á mynd- un kollagens. Kollagen I er sterkt og er að finna í sinum og sinafell- um en kollagen III er hins vegar mun veikbyggðara. Hjá sjúkling- um með nárakviðslit er hlutfall kollagens I og III í bandvef lágt og með hækkandi aldri eykst hlutfall kollagens III.19 Reykingafólk er einnig í aukinni áhættu á að fá nárakviðslit en talið er að efni í reyknum veiki kollagen kviðveggjarins.20 Auk þess verður niður- DOI: 10.17992/lbl.2019.09.247 Skilgreiningar og nafngiftir Í þessari grein er orðið nárahaull notað í fleirtölu yfir það sem á ensku nefnist groin hernia sem síðan er skipt í hin eiginlegu nárakviðslit (inguinal hernia) og læriskviðslit (femoral hernia). Ef annað er ekki tekið fram í textanum, á nárakviðslit við hin eiginlegu nárakviðslit. Í töflu I er yfirlit yfir helstu nárahaula. Box 1.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.