Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - sep. 2019, Síða 28

Læknablaðið - sep. 2019, Síða 28
388 LÆKNAblaðið 2019/105 Y F I R L I T S G R E I N treyst í aðgerð, er stundum gripið til haulbeltis (truss) sem er gjörð sem heldur kviðslitinu inni. Þetta þykir hins vegar ekki jafn góð meðferð og skurðaðgerð og fyrirbyggir síður kreppuhaul.37 Hjá ungum og hraustum karlmönnum með einkennalaus nára- kviðslit hafa áhrif þess að bíða með aðgerð verið rannsökuð (watch- ful waiting)38,39 og niðurstöðurnar sýna að árlega þurftu 20% þeirra sem fóru ekki í aðgerð að gangast undir aðgerð vegna einkenna39 og eftir tæplega 8 ár höfðu 72% þeirra gengist undir aðgerð. Sjúklingum með kreppuhaul eru yfirleitt gefin verkjastillandi og róandi lyf og síðan er reynt að ýta innihaldi haulsins aftur inn í kviðarholið. Gangi það, er oft beðið með skurðaðgerð til næsta dags en annars er gerð bráðaaðgerð. Ef einkenni garnastíflu hafa verið til staðar í lengri tíma er ekki talið ráðlagt að reyna að ýta haulnum aftur inn heldur taka sjúklinginn strax í aðgerð. Þar er metið hvort görnin sé með drepi og hvort þurfi að fjarlægja hluta hennar.14 Skurðmeðferð Ítalski skurðlæknirinn, Eduardo Bassini (1844-1924), lýsti fyrstu aðgerðinni sem markaði upphaf nútíma nárakviðslitsaðgerða árið 1877.40 Síðan þá hefur ýmsum aðgerðum verið lýst sem allar eiga það sameiginlegt að reynt er að styrkja bakvegg nárans með ein- hverjum hætti. Tegundir aðgerða á síðustu öld voru margar en vandamálið var há tíðni endurtekinna kviðslita í flestum rann- sóknum eða frá 7 og upp í 27%.35,41 Í byrjun 10. áratugarins urðu miklar breytingar á meðferð nárakviðslita á Vesturlöndum, ekki síst í Svíþjóð. Frá því að vera sú aðgerð sem ungir, óreyndir að- stoðarlæknar framkvæmdu nær eftirlitslaust, varð aðgerðin ein aðal kennsluaðgerð sérnámslækna þar sem farið var nákvæmlega í líffærafræði nárans og meinafræði kviðslita. Í upphafi þessa tímabils var Shouldice-aðgerðin höfuðaðgerð þessarar endur- reisnar (sjá töflu III). Hluti þessara breytinga fólst í aukinni skrán- ingu og gæðaeftirliti sem síðar varð Sænski nárakviðslitsgagna- grunnurinn (Svenska bråckregistret5). Nokkrum árum síðar var farið að nota nælonnet til að styrkja bakvegg nárans42 og hafa rannsóknir sýnt að með því að nota net má lækka tíðni endurtek- inna kviðslita um 50-75%.42 Því eru í dag allt að 98% nárakviðslits- aðgerða á Vesturlöndum gerðar með neti.5,43 Aðgerðir með neti er bæði hægt að gera með opnum skurði eins og við Lichtenstein-aðgerð eða með holsjáraðgerð. Í nýjum evrópskum leiðbeiningum European Hernia Society er mælt með Lichtenstein-aðgerð eða holsjáraðgerð með neti öðru megin,44 eftir því hvaða sérfræðikunnátta er til staðar. Mælt er með TEP umfram aðrar holsjáraðgerðir þar sem ekki er farið inn í kviðarhol en þar með minnka líkur á garnaskaða. Við Lichtenstein-aðgerð er gerður láréttur náraskurður niður að sinafelli external oblique vöðvans (sjá mynd 3A) og það opnað í gegnum ytri hring náragangsins. Sekkurinn er fjarlægður og stórt nælonnet saumað við nárabandið með samfelldum saumi frá líf- beininu miðlægt í átt að mjaðmakambinum hliðlægt. Klauf er gerð í netið hliðlægt til að hleypa sáðstrengnum í gegn og nýr innri hringur þannig myndaður.45 TEP-aðgerð er lýst myndrænt á mynd 3B. Þar er holstingur (troc- ar) settur fyrir neðan nafla og búið til rými með holsjánni milli bandvefshimnu transversalis vöðvans og lífhimnunnar. Sekkurinn er fríaður úr kviðslitinu og nælonneti komið fyrir milli lífhimnu og kviðveggjar og mikilvægt er að það þeki Hasselbachs-þríhyrn- inginn, innri hringinn og lærisganginn. Ekki er mælt með því að festa netið nema við stór kviðslit eða kviðslit beggja vegna.46 Í töflu III er yfirlit yfir helstu skurðaðgerðir sem beitt er við nárakviðsliti í dag og hverjir kostir þeirra og gallar eru. Við endurtekið kviðslit er mælt með að nota aðra aðferð en við fyrstu aðgerðina, það er holsjáraðgerð ef fyrri aðgerð var gerð opin og öfugt. Fyrir sjúklinga með kviðslit beggja vegna er mælt með Tafla III. Kostir og gallar helstu aðgerða við nárahaulum. Aðgerð Tegund viðgerðar Styrking Kostir Gallar Lichtenstein Fremri viðgerð í gegnum náraskurð Net sem þekur bakvegg nárans er saumað við nárabandið og nýr innri hringur er myndaður Einföld og auðlærð. Lág tíðni endurtekinna kviðslita Langvinnir verkir hjá 10-20% sjúklinga Nyhus Aftari viðgerð í gegnum skurð fyrir ofan nárabandið Net lagt fyrir aftan bandvefshimnu transversalis Nýr innri hringur myndaður Lág tíðni endurtekinna kviðslita. Komist er aftan að kviðslitinu án þess að nota holsjá Krefst talsverðrar fláningar Tæknilega krefjandi Shouldice Fremri viðgerð í gegnum náraskurð Ekki notast við net. Bandvefshimna transversalis opnuð og saumuð saman í 3-4 lögum Enginn aðskotahlutur skilinn eftir. Lág tíðni endurtekinna kviðslita hjá reyndum skurðlæknum Tæknilega erfið og tekur langan tíma að læra TAPP (trans-abdominal preperitoneal) Aftari viðgerð með holsjártækni Lífhimnan er opnuð og netið er lagt fyrir framan lífhimnu, en fyrir aftan bandvefshimnu transversalis Lág tíðni endurtekinna kviðslita og langvinnra verkja Tekur langan tíma að læra aðgerðina. Kviðarholslíffæri geta orðið fyrir áverka. Krefst svæfingar TEP (totally extraperitoneal) Aftari viðgerð með holsjártækni án þess að farið sé í gegnum lífhimnu Netið er lagt fyrir framan lífhimnu en fyrir aftan bandvefshimnu transversalis Lág tíðni endurtekinna kviðslita og langvinnra verkja. Lítil hætta á áverkum á kviðarholslíffæri Tæknilega krefjandi aðgerð sem krefst svæfingar Tafla IV. Helstu fylgikvillar nárakviðslitsaðgerða – tíðnitölur eru fengnar úr helstu rannsóknum14,49-51 Fylgikvilli Tíðni (%) Skurðsýking 3-5 Bráð þvagtregða 1,5-3 Verkur í eista 1-2 Blæðing 0,1-1 Bráð eistnabólga 0,5

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.