Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - sep. 2019, Blaðsíða 44

Læknablaðið - sep. 2019, Blaðsíða 44
404 LÆKNAblaðið 2019/105 Skipunartími fimm framkvæmdastjóra var á enda og aðrir fjórir fengu uppsagnar- bréf. „Framkvæmdastjórar lækninga- og hjúkrunar, fjármála- og mannauðs verða hins vegar áfram. Þrjár nýjar stöður fram- kvæmdastjóra verða síðan í stað þeirra níu sem hættu, þannig að alls verða sjö í nýrri framkvæmdastjórn, auk mín,“ segir Páll Matthíasson forstjóri. „Þrjú klínísk svið verða til og undir hverju sviði fjórir til fimm kjarnar.“ En hverjir eiga séns á þess- um þremur störfum? „Skoðun mín hefur alltaf verið sú að þegar stöðurnar séu lausar sé hægt að sækja um þær. Umsóknir skila fólki viðtali og viðtalið starfi. Ég á því von á því að fólk með mikla reynslu úr stjórnun í heil- brigðisþjónustu hér innanhúss og vonandi fólk annars staðar frá sæki um. Þetta eru viðamiklar stöður sem krefjast mikillar reynslu og þekkingar úr íslensku heil- brigðiskerfi,“ segir Páll sem er nýfluttur með yfirstjórn spítalans að Skaftahlíð 24 frá Eiríksstöðum Eiríksgötu 5 sem breytt verður í göngudeildarhús. Engin einkaskrifstofa á nýjum stað Fimmtíu fermetra skrifstofan varð eftir að Eiríksstöðum og hann skrifstofulaus í nýju vinnuumhverfinu og saknar þess ekki. „Ég var heilu og hálfu dagana utan skrifstof- unnar,“ segir hann sáttur við hreyfanleik- ann og skrifstofuleysið. „Það er ekki góð nýting á almannafé að setja slíkan fermetrafjölda í skrifstofu sem stendur auð helminginn af tímanum eða meira. Nútímatækni gerir okkur kleift að vera miklu sveigjanlegri og fólk fær þá aðstöðu sem það þarf í þau verkefni sem það er að sinna hverju sinni, ekki ólíkt því sem gildir í klínikkinni. Þetta er verkefna- miðuð vinnuaðstaða.“ Páll segir að nú hafi verið rétti tíminn til breytinga en fyrra skipurit hafi verið orðið áratugs gamalt, verið sett í tíð Huldu Gunnlaugsdóttur forvera hans í starfi árið 2009. „Þá voru hugmyndir um að hafa fram- kvæmdastjórnina mjög klíníska, hafa einn aðila með klínískan bakgrunn yfir hverju sviði, að sviðin væru í ákveðinni innbyrðis samkeppni um starfsfólk, ár- angur og annað slíkt. Skrifstofa var um hvert svið og framkvæmdastjóri,“ segir hann og að margir þættir þessa skipurits hafi verið gagnlegir við hremmingarnar eftir bankahrunið og samdráttinn á heil- brigðiskerfinu um meira en 20% í kjölfarið. Nýja skipuritið henti hins vegar breyttu samfélagi. Nýtt skipurit fyrir breytt samfélag „Það er alveg ljóst að spítalinn hefur stækk- að, verkefnin eru önnur og samfélagið ann- að,“ segir hann. „Ég vil fá skipulag sem endurspeglar þá þjónustu sem við erum að veita og hjálpar okkur í því verkefni að veita framúrskarandi þjónustu og skapa góðan vinnustað.“ Páll segir spítalann nú í fyrri bylgju breytinga. „Ég geri ráð fyrir því að auglýsa nýjar stöður framkvæmdastjóra í lok vik- unnar eða byrjun næstu,“ segir hann þar sem við sitjum í nýinnréttuðu og látlausu Páll skerpir á skipuritinu fyrir breytt samfélag og nýjan spítala Tími var kominn á breytt skipulag Landspítalans, segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sem ætlar að taka upp nýtt skipurit fyrir spítalann og bæta við stjórn- endalögum. Markmiðið er að ná spítalanum upp úr sílóum fortíðarinnar inn á þá braut að fylgja sjúklingnum betur eftir á vegferð hans að betri heilsu. Breytingar með víðtæku samráði „Við fáum betra skipurit með því að draga fleiri að borðinu,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sem hefur leitað víðtæks samráðs um breytt skipurit sem nú stefnir í. Breytingar án samráðs hefðu komið verr við fólk. „Það er styrkur í að fá fleiri sjónarmið að. Ég hef setið á annað hundrað fundi með allt frá einum aðila upp í 200 manns. Frá hverjum einasta fundi hef ég komið með hugmynd sem hægt hefur verið að nýta áfram beint eða óbeint,“ segir Páll. „Ég hef kynnt breytingarnar fyrir fjölmörgum innan spítalans, fyrir stjórnendum spítalans, fyrir læknaráði, hjúkrunarráði, ráðgjafanefnd Landspítalans, landlækni og ráðherra og hef verið að taka allt saman og er í lokavinnu skipuritsins,“ segir hann. ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.