Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - sep. 2019, Síða 48

Læknablaðið - sep. 2019, Síða 48
408 LÆKNAblaðið 2019/105 Sólveig Magnúsdóttir MD MBA Samstarf Landspítala og heilsugæslu- stöðva á höfuðborgarsvæðinu varðandi markvissan undirbúning sjúklinga fyrir liðskiptaaðgerðir, forhæfingu, er áhuga- vert og mikilvægt verkefni. Skilgreint markmið verkefnisins er að nýta bið- tíman fyrir aðgerð til að bæta þjónustu við sjúklinga með tímabærri greiningu og meðhöndlun áhættuþátta og minnka þannig líkur á fylgikvillum eftir aðgerð . Vel heppnað verkefni ætti þannig að hafa bæði jákvæð áhrif á gæði og þjónustu við sjúklinga og einnig jákvæð áhrif á rekstur heilbrigðiskerfisins.1 Þeir heilsufarsþættir sem lögð er áhersla á eru blóðskortur, sykursýki, vannæring, offita, og reykingar.2 Allt eru þetta mikilvægir þættir, en það kom á óvart að ekki er minnst á mikilvægi þess að skima fyrir kæfisvefni á forhæfingar- tímabilinu, jafnvel þótt tíðni kæfisvefns sé aukin í bæði sjúklingum með sykur- sýki og sjúklingum í yfirþyngd, en við- miðunarhópurinn sem skilgreindur er í rannsóknarverkefninu er samsettur af einstaklingum í yfirþyngd (BMI>31).3 Offita er vaxandi vandamál um allan heim og er sjúkdómur sem leiðir til margskonar heilsufarsvandamála, þar á meðal aukinni áhættu á sykursýki, háþrýstingi, og hjarta- og æðasjúkdómum.4-8 Tíðni kæfisvefns er aukin samfara öllum þessum heilsufars- vandamálum9-11 og dánartíðni í kjölfar liðskiptaaðgerða er mun hærri hjá þeim sjúklingum sem einnig hafa kæfisvefn þegar borið er saman við sjúklinga sem ekki hafa kæfisvefn.12-14 Kæfisvefn einkennist af endurtekn- um öndunartruflunum í svefni, oftast vegna þrengsla eða lokunar í efri hluta öndunarvegs, þrátt fyrir sífellt kröft- ugri innöndunartilraunir sjúklings með tímabundnum lækkunum á súrefni í blóði og truflunum á svefngæðum.5-7 Tíðni kæfisvefns er há meðal almennings13-15 og áætlað er að allt að 85% sjúklinga með kæfisvefn séu ógreindir.16-18 Auk þess er hluti sjúkllinga sem hafa kæfisvefn mis- greindir með annarskonar svefntruflun (insomnia) og fá því ekki viðeigandi með- ferð.19,20 Ómeðhöndlaður kæfisvefn hefur neikvæð áhrif á bæði lífsgæði og heilsufar sjúklings og því mikilvægt að greina sjúk- dóminn og meðhöndla.21 Tíðni kæfisvefns í sjúklingum sem eru lagðir inn á spítala fyrir aðgerðir er hærri þegar borið er saman við tíðni sjúkdóms- ins hjá almenning.22 Engu að síður er algengt að bæði svæfingalæknar og skurð- læknar missi af ógreindum kæfisvefni hjá sjúklingum áður en að aðgerð kemur. Í rannsókn á 708 sjúklingum sem sendir voru í svefnrannsókn (polysomnography, PSG) fyrir aðgerð og voru 38% greind- ir með meðal til alvarlegan kæfisvefn (kæfisvefnsstuðul ≥15). Svæfingarlæknum yfirsást þessi greining í 60% tilfella og skurðlæknum í 92% tilfella.23 Tíminn fyrst eftir aðgerð, þegar sefandi lyf og ópíóðar sem gjarnan eru notaðir sem meðferð við verkjum, er sérstak- lega áhættusamur tími fyrir sjúklinga með ógreindan kæfisvefn þar sem lyfin geta slævt öndun og aukið líkur á að efri öndunarvegur falli saman. Nýlega birt rannsókn, bendir á auknar líkur á slævingu öndunar við notkun ópíóða í sjúklingum með kæfisvefn og sýnir fram á samband á milli daglegs lyfjaskammts og dauða, eða nær dauða.24 Fjöldi rann- sókna bendir á hærri tíðni súrefnisskorts, öndunarbilunar og alvarlegum tilvikum tengdum hjarta og æðakerfi í kjölfar skurðaðgerða sem valda því að oftar þarf að flytja sjúklinga með ógreindan kæfisvefn á gjörgæslu eftir aðgerð en sjúk- linga sem ekki hafa kæfisvefn.25-37 Þessi aukna áhætta á fylgikvillum tengdum aðgerðum í sjúklingum með ógreindan kæfisvefni beina sjónum að mikilvægi þess að greining kæfisvefns sé hluti af for- hæfingarferlinu ef markmiðið er að bæta þjónustu við sjúklinga, minnka áhættu á fylgikvillum og bæta árangur eftir lið- skipta aðgerðir. Alþjóðlegar leiðbeiningar um undir- búning sjúklinga fyrir aðgerð, þar með talið leiðbeiningar fyrir heilsugæslu, leggja áherslu á mikilvægi þess að Forhæfing, gæði heibrigðisþjónustu og þjónusta við sjúklinga Bréf til ritstjóra, Magnúsar Gottfreðssonar, athugasemd tengd grein Maríu Sigurðardóttur: Forhæfing, undirbúningur sjúklinga fyrir liðskiptaaðgerðir; Læknablaðið júlí 2019.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.