Fréttablaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 10
Allsherjaratkvæðagreiðsla VR
Allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna VR vegna kjörs stjórnar VR,
skv. 20. gr. laga félagsins, hefst kl. 09.00 mánudaginn 9. mars nk.
og lýkur kl. 12.00 á hádegi föstudaginn 13. mars 2020.
Atkvæðagreiðslan er rafræn, þú finnur slóð á hana á vr.is.
Valið er milli 13 frambjóðenda til stjórnar VR. Merkja skal
við mest sjö frambjóðendur í stjórnarkosningum.
Hvernig kýst þú stjórn VR
1. Smelltu á „Kosið um stjórn 2020 – 2022“ á vr.is
2. Skráðu þig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum
3. Atkvæðaseðill opnast með upplýsingum um hvernig
þú átt að kjósa
Ef þú hefur ekki Íslykil eða rafræn skilríki
sækir þú um á island.is
Kjörstjórn VR
5. mars 2020
VR • Kringlunni 7 • 103 Reykjavík • Sími: 510 1700 • vr@vr.is • vr.is
Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á www.vr.is eða
með því að hringja á skrifstofu félagsins í síma 510 1700
Frambjóðendur í stafrófsröð:
Arnþór Sigurðsson
Bjarni Þór Sigurðsson
Friðrik Boði Ólafsson
Fríða Thoroddsen
Jóhann Már Sigurbjörnsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson
Selma Björk Grétarsdóttir
Sigmundur Halldórsson
Sigríður Lovísa Jónsdóttir
Sigrún Guðmundsdóttir
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þórir Baldvin Hrafnsson
Þórir Hilmarsson
ára
BANDARÍKIN Enn fækkar í hópi
frambjóðenda til að hljóta útnefn
ingu Demókrata fyrir forsetakosn
ingar í Bandaríkjunum í nóvem
ber. Eftir vonbrigði með gengi sitt í
þeim fjórtán ríkjum sem kosið var
í á þriðjudaginn lagði milljarða
mæringurinn Michael Bloomberg
upp laupana og lýsti stuðningi við
framboð Joes Biden, fyrrverandi
varaforseta Bandaríkjanna, og
fylgir þar í fótspor tveggja annarra
frambjóðenda; þeirra Petes Butt
igieg og Amy Klobuchar.
Að loknu forvali í 17 ríkjum er
ljóst að það verður annaðhvort
Biden, sem tilheyrir hófsamari armi
flokksins, eða öldungadeildarþing
maðurinn róttæki Bernie Sanders
sem hljóta mun útnefningu flokks
ins á landsþinginu í júlí.
Nú þegar línur hafa skýrst eru
fjölmiðlar vestanhafs farnir að velta
upp líklegum varaforsetaefnum
frambjóðendanna tveggja.
„Sanders þyrfti að velja hófstillt
an Demókrata sem varaforsetaefni,
til að friða hinn hófsama hluta
flokksins,“ segir Sigríður Rut Júlíus
dóttir lögmaður, sem fylgst hefur
grannt með stjórnmálum í Banda
ríkjunum frá því hún var við nám
þar ytra um nokkurra ára skeið.
Hún segir þó alls óvíst að Sanders
taki taktískar ákvarðanir. Hann sé
ekki líklegur til að vilja friða einn
eða neinn. „Hugsanlega gæti hann
höfðað til hófstilltari kjósenda með
því að velja Julian Castro þótt hann
sé róttækur í sumum málaflokkum,
til dæmis innf lytjendamálum,“
segir Sigríður Rut.
Castro sat í ríkisstjórn Baracks
Obama og kom mjög til greina sem
varaforsetaefni Hillary Clinton í
síðustu kosningum. „Þótt Castro
hafi lýst stuðningi við Warren er
Jafnvægi nauðsynlegt
á kjörseðli Demókrata
Eftir að ljóst er orðið að Bernie Sanders og Joe Biden munu tveir keppa um
útnefningu Demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, er um-
ræða um möguleg varaforsetaefni þeirra komin á flug. Konur þykja líklegar.
Enn á eftir að kjósa í fjölda ríkja og
yfirráðasvæða Bandaríkjanna.
10. mars
Idaho 20
Michigan 125
Mississippi 36
Missouri 68
Norður-Dakóta 14
Washington 89
14. mars
Norður-Maríanaeyjar 6
17. mars
Arizona 67
Flórída 219
Illinois 155
Ohio 136
24. mars
Georgía 105
29. mars
Púertó Ríkó 51
4. apríl
Alaska 15
Havaí 24
Louisiana 54
Wyoming 14
7. apríl
Wisconsin 84
28. apríl
Connecticut 60
Delaware 21
Maryland 96
New York 274
Pennsylvanía 186
Rhode Island 26
2. maí
Gvam 7
5. maí
Indiana 82
12. maí
Nebraska 29
Vestur-Virginía 28
19. maí
Kentucky 54
Oregon 61
2. júní
District of Columbia 20
Montana 19
New Jersey 126
Nýja Mexíkó 34
Suður-Dakóta 16
6. júní
Bandarísku Jómfrúaeyjar 7
13. til 16. júlí
Landsþing Demókrata
Joe Biden er með forystu í kosn-
ingabaráttunni með 553 kjörmenn
að viðbættum 84 kjörmönnum
sem frambjóðendur sem gengið
hafa til liðs við hann hafa safnað.
alls ekki útilokað að hann þæði
boð um að vera á kjörseðlinum
með Sanders,“ segir Sigríður Rut
og nefnir einnig róttæka öldunga
deildarþing manninn Shar rod
Brown sem góðan kost fyrir báða
frambjóðendurna. Líkt og Castro
sé hins vegar óvíst hvort hann vilji
vera á kjörseðli með Sanders.
Um Joe Biden segir Rut að við
komandi þurfi að vera mótvægi við
bæði háan aldur hans og kyn en mik
ill meiri hluti kjósenda hans er eldri
karlmenn. Hann hefur mikið fylgi
meðal fólks af afrískum uppruna.
„Biden þarf konu í yngri kant
inum, helst af afrískum uppruna,“
segir Rut og nefnir bæði þingkon
una Kamölu Harris, sem hætti við
forsetaframboð sitt stuttu fyrir jól,
og Stacey Abrams, þingkonu flokks
ins á ríkisþingi Georgíu.
Abrams hefur ítrekað verið nefnd
sem varaforsetaefni f lokksins óháð
því hver vinnur útnefninguna og
segir Rut hana koma vel til greina
fyrir bæði Biden og Sanders en
hún hefur ekki lýst yfir stuðningi
við neinn tiltekinn frambjóðanda
Demókrata enn sem komið er.
Enn er óvíst hvað Elizabeth Warr
en hyggst fyrir en þessi reynslubolti
galt algert afhroð í ríkjunum sem
kosið var í á þriðjudaginn og náði
aðeins þriðja sæti í heimaríki sínu
Massachusetts. Þótt hún tilheyri
róttækari hluta flokksins þykir alls
óvíst hvort hún fáist til stuðnings
við framboð Sanders. Aðspurð segir
Sigríður Rut bæði líklegra og skyn
samlegra að Warren verði í ráðherra
hópi Bidens auk Petes Buttigieg, sem
þegar hefur lýst stuðningi við Biden.
adalheidur@frettabladid.is
✿ Forkosningar fram undan og fjöldi kjörmanna
Bernie Sanders er með 488 kjör-
menn en Elizabeth Warren hefur
aðeins náð 61 kjörmanni og eru
möguleikar hennar svo gott sem
horfnir.
5 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð